Samviskufrelsi presta verði afnumið hjá Þjóðkirkjunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2015 10:30 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur ekki viljað tjá sig um afnám reglu um samviskufrelsi. Vísir/GVA Kirkjuþing unga fólksins sendi frá sér ályktun á laugardaginn sem sneri að afnámi samviskufrelsis presta sem heimilar prestum þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli eigin samvisku. Ályktunin verður lögð fyrir kirkjuráð þjóðkirkjunnar og líklega tekin fyrir á fundi í júní. Í kirkjuráði situr Agnes M. Sigurðardóttir biskup auk fjögurra annarra. Sjálf tjáði Agnes sig um málið í viðtali við DV árið 2012 þegar hún var nýkjörin biskup. Þá sagði hún niðurstöðu komna í málið. „Það eru örfáir prestar sem ekki treysta sér til að gifta fólk af sama kyni og þá hafa þeir fullt leyfi til þess að hafa þá skoðun,“ sagði Agnes og bætti því við að hún teldi þetta ekki lengur vandamál, það væri búið að afgreiða málið að hennar dómi. Kirkjuþing unga fólksins er ekki á sama máli. „Í dag gæti samkynhneigt par farið í kirkju, í þeirri sanngjörnu von um að láta gifta sig eins og hvert annað gagnkynhneigt par. Parið er þó í þeirri hættu á að vera hafnað af prestinum því hann viðurkenni ekki ást þeirra sem tveir sjálfstæðir einstaklingar,“ segir í greinargerð sem þingið sendi frá sér um ályktunina. Varðandi fjölda presta sem hafa nýtt sér eða gætu hugsað sér að nýta samviskufrelsið segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri Biskupsstofu, þær tölur ekki liggja fyrir. Samkvæmt könnun sem 24 stundir lét gera árið 2008, þegar ný lög um staðfesta samvist voru samþykkt, kemur fram að níu prestar á landinu voru á móti því að staðfesta samvist samkynja pars í kirkju.Geta ekki farið hálfa leið Í greinargerðinni segir að kirkjan hafi tekið stór skref á síðustu árum í átt að jafnrétti en að það sé ekki tilefni til að hætta núna. „Við getum ekki farið hálfa leið og svo hrósað okkur og sagt þetta vera gott.“ Sigurvin Lárus Jónsson, æskulýðsprestur í Neskirkju og formaður Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar, sem heldur utan um Kirkjuþing unga fólksins, tekur í sama streng. Hann segir stöðuna í dag ekki góða. „Eins og staðan er núna er hinsegin fólk sett í þá stöðu að þurfa að þekkja kirkjupólitískt landslag þegar það leitar að presti til hjónavígslu,“ segir Sigurvin. „Agnes M. Sigurðardóttir biskup hefur lýst yfir því að hún vilji standa vörð um þetta samviskufrelsi en það er mjög hæpið að það standist lög að opinber starfsmaður eins og prestur hafi heimild til að mismuna á grundvelli kynhneigðar,“ bætir Sigurvin við. Í greinargerð Kirkjuþings unga fólksins segir aukinheldur: „Prestar þjóðkirkjunnar eru opinberir starfsmenn. Ekki á neinum öðrum opinberum starfsvettvangi geta opinberir starfsmenn hafnað fólki þjónustu út af kynhneigð sinni.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Kirkjuþing unga fólksins sendi frá sér ályktun á laugardaginn sem sneri að afnámi samviskufrelsis presta sem heimilar prestum þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli eigin samvisku. Ályktunin verður lögð fyrir kirkjuráð þjóðkirkjunnar og líklega tekin fyrir á fundi í júní. Í kirkjuráði situr Agnes M. Sigurðardóttir biskup auk fjögurra annarra. Sjálf tjáði Agnes sig um málið í viðtali við DV árið 2012 þegar hún var nýkjörin biskup. Þá sagði hún niðurstöðu komna í málið. „Það eru örfáir prestar sem ekki treysta sér til að gifta fólk af sama kyni og þá hafa þeir fullt leyfi til þess að hafa þá skoðun,“ sagði Agnes og bætti því við að hún teldi þetta ekki lengur vandamál, það væri búið að afgreiða málið að hennar dómi. Kirkjuþing unga fólksins er ekki á sama máli. „Í dag gæti samkynhneigt par farið í kirkju, í þeirri sanngjörnu von um að láta gifta sig eins og hvert annað gagnkynhneigt par. Parið er þó í þeirri hættu á að vera hafnað af prestinum því hann viðurkenni ekki ást þeirra sem tveir sjálfstæðir einstaklingar,“ segir í greinargerð sem þingið sendi frá sér um ályktunina. Varðandi fjölda presta sem hafa nýtt sér eða gætu hugsað sér að nýta samviskufrelsið segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri Biskupsstofu, þær tölur ekki liggja fyrir. Samkvæmt könnun sem 24 stundir lét gera árið 2008, þegar ný lög um staðfesta samvist voru samþykkt, kemur fram að níu prestar á landinu voru á móti því að staðfesta samvist samkynja pars í kirkju.Geta ekki farið hálfa leið Í greinargerðinni segir að kirkjan hafi tekið stór skref á síðustu árum í átt að jafnrétti en að það sé ekki tilefni til að hætta núna. „Við getum ekki farið hálfa leið og svo hrósað okkur og sagt þetta vera gott.“ Sigurvin Lárus Jónsson, æskulýðsprestur í Neskirkju og formaður Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar, sem heldur utan um Kirkjuþing unga fólksins, tekur í sama streng. Hann segir stöðuna í dag ekki góða. „Eins og staðan er núna er hinsegin fólk sett í þá stöðu að þurfa að þekkja kirkjupólitískt landslag þegar það leitar að presti til hjónavígslu,“ segir Sigurvin. „Agnes M. Sigurðardóttir biskup hefur lýst yfir því að hún vilji standa vörð um þetta samviskufrelsi en það er mjög hæpið að það standist lög að opinber starfsmaður eins og prestur hafi heimild til að mismuna á grundvelli kynhneigðar,“ bætir Sigurvin við. Í greinargerð Kirkjuþings unga fólksins segir aukinheldur: „Prestar þjóðkirkjunnar eru opinberir starfsmenn. Ekki á neinum öðrum opinberum starfsvettvangi geta opinberir starfsmenn hafnað fólki þjónustu út af kynhneigð sinni.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira