Viðskipti innlent

Samúel og Gunnar til liðs við Skot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hluthafar Skots eru núna fjórir.
Hluthafar Skots eru núna fjórir. Aðsend mynd.
Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hafa fest kaup á

þriðjungshluti í Skoti productions ehf. Um er að ræða nýtt hlutafé í félaginu en áður áttu þau Hlynur Sigurðsson og Inga Lind Karlsdóttir félagið að fullu.

Í tilkynningu segir að samhliða innkomu Samúels og Gunnars muni Skot taka að sér verkefni á sviði auglýsingagerðar fyrir sjónvarp og internet og byggja upp öfluga liðsheild á þeim vettvangi.

Skot hefur hingað til einbeitt sér að framleiðslu og þróun á sjónvarpsefni og er með nokkur

verkefni á þróunarstigi í samvinnu við sjónvarpsstöðvarnar. Einnig festi Skot kaup á 35% í

vefmiðlinum Nútímanum en Skot og Nútíminn hafa verið í samstarfi um nokkurt skeið um framleiðslu á sjónvarpsefni fyrir nutiminn.is.

Samúel og Gunnar hafa unnið sem leikstjórateymi í 16 ár. Þeir hafa unnið fyrir mörg stærstu

fyrirtækin hér á landi sem og erlendis og jafnframt unnið til fjölda verðlauna fyrir bæði

auglýsingar og tónlistarmyndbönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×