Innlent

Samtökin '78 fá Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur ákveðið að veita Samtökunum ´78 og Gunnlaugi Jónssyni Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar 2013.

Verðlaunin eru veitt árlega einum einstaklingi og einum lögaðila sem hafa unnið frelsishugsjóninni gagn.

Samtökunum '78 eru veitt verðlaunin nú á 35 ára afmælisári samtakanna fyrir áralanga baráttu þeirra fyrir valfrelsi einstaklinga og baráttu gegn mismunun á grundvelli kynhneigðar að því er fram kemur í tilkynningu frá ungum Sjálfstæðismönnum.

Í tilkynningu frá Sjálfstæðismönnum segir svo:

Síðan samtökin voru stofnuð hefur réttindabarátta samkynhneigðra tekið stórstígum framförum auk þess sem hugarfar almennings gagnvart samkynhneigðum hefur breyst til hins betra. Þannig hefur Ísland náð stöðu sem eitt fremsta land í heimi þegar kemur að réttindum samkynhneigðra.

Gunnlaugi Jónssyni eru veitt verðlaunin fyrir bókina Ábyrgðarkver sem kom út í fyrra. Bókin fjallar um hvernig persónuleg ábyrgð var aftengd á árunum fyrir hrun með bæði raunverulegri og ætlaðri ríkisábyrgð á bönkum. Þannig gátu bankar farið með peninga annarra að eigin vild án eðlilegs aðhalds eigendanna. Gunnlaugur dregur svo þann lærdóm af bankahruninu að persónuleg ábyrgð eigi að vera sem mest á öllum sviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×