Samtökin '78 hafna samstarfi við Kára Snærós Sindradóttir skrifar 21. mars 2017 05:00 Formaður Samtakanna 78 óttast að erfðafræðirannsóknir á hinsegin fólki muni jafnvel leiða til hreinsana á samkynhneigðum fóstrum og hinseginbælingu barna. vísir/vilhelm „Það eru enn 74 þjóðríki í heiminum þar sem samkynhneigð varðar við lög, og sums staðar við dauðarefsingu. Það að hægt væri að flokka fólk genetískt eftir kynhneigð myndi skapa þekkingu sem er í raun valdatæki sem hægt væri að beita gegn hinsegin fólki. Það eru yfirvöld víða um heim sem myndu ekki hika við að beita erfðahreinsunum til að útrýma óæskilegu fólki úr samfélaginu,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78. Á aðalfundi samtakanna á laugardag var beiðni Íslenskrar erfðagreiningar um samvinnu við erfðafræðirannsókn á kynhneigð hafnað einróma.María Helga Guðmundsdóttir.vísir/anton brinkMaría segir að niðurstaða fundarins hafi verið að slík rannsókn stríði gegn markmiðum samtakanna, sem séu að standa vörð um hagsmuni og berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Yfirgnæfandi líkur séu á að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu notaðar gegn hinsegin fólki, þó það eigi ekki við um Ísland. „Ef maður hefur sæmilega góða samvisku er erfitt að gera sér í hugarlund að einhver myndi taka þá vitneskju að manneskja sé hinsegin frá náttúrunnar hendi og nota til að útrýma þeim úr mannkyninu. En þetta er gert við ekki flóknari erfðafræðilegan breytileika en karlkyn og kvenkyn. Það eru svæði í heiminum þar sem 15% færri stúlkubörn fæðast en eðlilegt er miðað við tíðni XX og XY litninga.“ Þá segir hún að víða þekkist það sem á íslensku útleggst sem hinseginbæling barna, en er í daglegu tali kallað afhommun. „Ég hef ekki áhyggjur af því að á Íslandi yrði skorin upp herör gegn samkynhneigð og hér yrði stunduð afhommun og aflessun. Við erum komin lengra en það. En það er réttindabaráttan sem kom okkur þangað, ekki þekking á erfðafræðinni. Við það að við getum vitað kyn barna fyrir fæðingu hefur ekki unnist einn einasti áfangasigur í réttindabaráttu kvenna.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að afstaða samtakanna þýði að ekkert verði af rannsókninni. „Þar sem þetta eru samtök sem hlúa að fólki sem hefur átt undir högg að sækja í íslensku samfélagi, þá finnst mér alveg sjálfsagt að virða það. Við ráðumst í ekkert af þessari gerð gegn vilja samtakanna.“ Hann segir að rannsóknin hefði þó ekki verið neitt ólík þeim rannsóknum sem alla jafna eru gerðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. „En hún lýtur að tiltölulega viðkvæmu máli sem er „sexual orientation“. Ekki má þó gleyma því að allar tilfinningar eiga rætur sínar í heilanum. Heilinn, eins og öll önnur líffæri, er búinn til á grundvelli upplýsinga sem liggja í DNA. Öll hegðun lýtur þannig að mörgu leyti sömu lögmálum og blóðþrýstingur, hæð og líkamsþyngd. Ég veit að það er ekki mjög rómantísk sýn á lífið en svona er það bara.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
„Það eru enn 74 þjóðríki í heiminum þar sem samkynhneigð varðar við lög, og sums staðar við dauðarefsingu. Það að hægt væri að flokka fólk genetískt eftir kynhneigð myndi skapa þekkingu sem er í raun valdatæki sem hægt væri að beita gegn hinsegin fólki. Það eru yfirvöld víða um heim sem myndu ekki hika við að beita erfðahreinsunum til að útrýma óæskilegu fólki úr samfélaginu,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78. Á aðalfundi samtakanna á laugardag var beiðni Íslenskrar erfðagreiningar um samvinnu við erfðafræðirannsókn á kynhneigð hafnað einróma.María Helga Guðmundsdóttir.vísir/anton brinkMaría segir að niðurstaða fundarins hafi verið að slík rannsókn stríði gegn markmiðum samtakanna, sem séu að standa vörð um hagsmuni og berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Yfirgnæfandi líkur séu á að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu notaðar gegn hinsegin fólki, þó það eigi ekki við um Ísland. „Ef maður hefur sæmilega góða samvisku er erfitt að gera sér í hugarlund að einhver myndi taka þá vitneskju að manneskja sé hinsegin frá náttúrunnar hendi og nota til að útrýma þeim úr mannkyninu. En þetta er gert við ekki flóknari erfðafræðilegan breytileika en karlkyn og kvenkyn. Það eru svæði í heiminum þar sem 15% færri stúlkubörn fæðast en eðlilegt er miðað við tíðni XX og XY litninga.“ Þá segir hún að víða þekkist það sem á íslensku útleggst sem hinseginbæling barna, en er í daglegu tali kallað afhommun. „Ég hef ekki áhyggjur af því að á Íslandi yrði skorin upp herör gegn samkynhneigð og hér yrði stunduð afhommun og aflessun. Við erum komin lengra en það. En það er réttindabaráttan sem kom okkur þangað, ekki þekking á erfðafræðinni. Við það að við getum vitað kyn barna fyrir fæðingu hefur ekki unnist einn einasti áfangasigur í réttindabaráttu kvenna.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að afstaða samtakanna þýði að ekkert verði af rannsókninni. „Þar sem þetta eru samtök sem hlúa að fólki sem hefur átt undir högg að sækja í íslensku samfélagi, þá finnst mér alveg sjálfsagt að virða það. Við ráðumst í ekkert af þessari gerð gegn vilja samtakanna.“ Hann segir að rannsóknin hefði þó ekki verið neitt ólík þeim rannsóknum sem alla jafna eru gerðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. „En hún lýtur að tiltölulega viðkvæmu máli sem er „sexual orientation“. Ekki má þó gleyma því að allar tilfinningar eiga rætur sínar í heilanum. Heilinn, eins og öll önnur líffæri, er búinn til á grundvelli upplýsinga sem liggja í DNA. Öll hegðun lýtur þannig að mörgu leyti sömu lögmálum og blóðþrýstingur, hæð og líkamsþyngd. Ég veit að það er ekki mjög rómantísk sýn á lífið en svona er það bara.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira