Samtökin '78 hafna samstarfi við Kára Snærós Sindradóttir skrifar 21. mars 2017 05:00 Formaður Samtakanna 78 óttast að erfðafræðirannsóknir á hinsegin fólki muni jafnvel leiða til hreinsana á samkynhneigðum fóstrum og hinseginbælingu barna. vísir/vilhelm „Það eru enn 74 þjóðríki í heiminum þar sem samkynhneigð varðar við lög, og sums staðar við dauðarefsingu. Það að hægt væri að flokka fólk genetískt eftir kynhneigð myndi skapa þekkingu sem er í raun valdatæki sem hægt væri að beita gegn hinsegin fólki. Það eru yfirvöld víða um heim sem myndu ekki hika við að beita erfðahreinsunum til að útrýma óæskilegu fólki úr samfélaginu,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78. Á aðalfundi samtakanna á laugardag var beiðni Íslenskrar erfðagreiningar um samvinnu við erfðafræðirannsókn á kynhneigð hafnað einróma.María Helga Guðmundsdóttir.vísir/anton brinkMaría segir að niðurstaða fundarins hafi verið að slík rannsókn stríði gegn markmiðum samtakanna, sem séu að standa vörð um hagsmuni og berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Yfirgnæfandi líkur séu á að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu notaðar gegn hinsegin fólki, þó það eigi ekki við um Ísland. „Ef maður hefur sæmilega góða samvisku er erfitt að gera sér í hugarlund að einhver myndi taka þá vitneskju að manneskja sé hinsegin frá náttúrunnar hendi og nota til að útrýma þeim úr mannkyninu. En þetta er gert við ekki flóknari erfðafræðilegan breytileika en karlkyn og kvenkyn. Það eru svæði í heiminum þar sem 15% færri stúlkubörn fæðast en eðlilegt er miðað við tíðni XX og XY litninga.“ Þá segir hún að víða þekkist það sem á íslensku útleggst sem hinseginbæling barna, en er í daglegu tali kallað afhommun. „Ég hef ekki áhyggjur af því að á Íslandi yrði skorin upp herör gegn samkynhneigð og hér yrði stunduð afhommun og aflessun. Við erum komin lengra en það. En það er réttindabaráttan sem kom okkur þangað, ekki þekking á erfðafræðinni. Við það að við getum vitað kyn barna fyrir fæðingu hefur ekki unnist einn einasti áfangasigur í réttindabaráttu kvenna.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að afstaða samtakanna þýði að ekkert verði af rannsókninni. „Þar sem þetta eru samtök sem hlúa að fólki sem hefur átt undir högg að sækja í íslensku samfélagi, þá finnst mér alveg sjálfsagt að virða það. Við ráðumst í ekkert af þessari gerð gegn vilja samtakanna.“ Hann segir að rannsóknin hefði þó ekki verið neitt ólík þeim rannsóknum sem alla jafna eru gerðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. „En hún lýtur að tiltölulega viðkvæmu máli sem er „sexual orientation“. Ekki má þó gleyma því að allar tilfinningar eiga rætur sínar í heilanum. Heilinn, eins og öll önnur líffæri, er búinn til á grundvelli upplýsinga sem liggja í DNA. Öll hegðun lýtur þannig að mörgu leyti sömu lögmálum og blóðþrýstingur, hæð og líkamsþyngd. Ég veit að það er ekki mjög rómantísk sýn á lífið en svona er það bara.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
„Það eru enn 74 þjóðríki í heiminum þar sem samkynhneigð varðar við lög, og sums staðar við dauðarefsingu. Það að hægt væri að flokka fólk genetískt eftir kynhneigð myndi skapa þekkingu sem er í raun valdatæki sem hægt væri að beita gegn hinsegin fólki. Það eru yfirvöld víða um heim sem myndu ekki hika við að beita erfðahreinsunum til að útrýma óæskilegu fólki úr samfélaginu,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78. Á aðalfundi samtakanna á laugardag var beiðni Íslenskrar erfðagreiningar um samvinnu við erfðafræðirannsókn á kynhneigð hafnað einróma.María Helga Guðmundsdóttir.vísir/anton brinkMaría segir að niðurstaða fundarins hafi verið að slík rannsókn stríði gegn markmiðum samtakanna, sem séu að standa vörð um hagsmuni og berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Yfirgnæfandi líkur séu á að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu notaðar gegn hinsegin fólki, þó það eigi ekki við um Ísland. „Ef maður hefur sæmilega góða samvisku er erfitt að gera sér í hugarlund að einhver myndi taka þá vitneskju að manneskja sé hinsegin frá náttúrunnar hendi og nota til að útrýma þeim úr mannkyninu. En þetta er gert við ekki flóknari erfðafræðilegan breytileika en karlkyn og kvenkyn. Það eru svæði í heiminum þar sem 15% færri stúlkubörn fæðast en eðlilegt er miðað við tíðni XX og XY litninga.“ Þá segir hún að víða þekkist það sem á íslensku útleggst sem hinseginbæling barna, en er í daglegu tali kallað afhommun. „Ég hef ekki áhyggjur af því að á Íslandi yrði skorin upp herör gegn samkynhneigð og hér yrði stunduð afhommun og aflessun. Við erum komin lengra en það. En það er réttindabaráttan sem kom okkur þangað, ekki þekking á erfðafræðinni. Við það að við getum vitað kyn barna fyrir fæðingu hefur ekki unnist einn einasti áfangasigur í réttindabaráttu kvenna.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að afstaða samtakanna þýði að ekkert verði af rannsókninni. „Þar sem þetta eru samtök sem hlúa að fólki sem hefur átt undir högg að sækja í íslensku samfélagi, þá finnst mér alveg sjálfsagt að virða það. Við ráðumst í ekkert af þessari gerð gegn vilja samtakanna.“ Hann segir að rannsóknin hefði þó ekki verið neitt ólík þeim rannsóknum sem alla jafna eru gerðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. „En hún lýtur að tiltölulega viðkvæmu máli sem er „sexual orientation“. Ekki má þó gleyma því að allar tilfinningar eiga rætur sínar í heilanum. Heilinn, eins og öll önnur líffæri, er búinn til á grundvelli upplýsinga sem liggja í DNA. Öll hegðun lýtur þannig að mörgu leyti sömu lögmálum og blóðþrýstingur, hæð og líkamsþyngd. Ég veit að það er ekki mjög rómantísk sýn á lífið en svona er það bara.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent