Samtök tónlistarfélaga og útgefenda mótmæla niðurskurði RÚV Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2013 20:42 Samtónn, samtök tónlistarfélaga og útgefenda, sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum tónlistarmanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem samtökin mótmæla þeim niðurskurði sem hefur átt sér stað innan Ríkisútvarpsins. Samtónn gerir þá kröfu að Ríkisútvarpinu verði gert kleift að sinna menningarlegri skyldu sinni gagnvart almenningi. „Með þeim breytingum og niðurskurði sem gerðar hafa verið á starfsemi tónlistardeildar Rásar 1 nú fyrir skömmu er ljóst að starfsemi RÚV muni verða fyrir verulegum skakkaföllum. Stofnuninni verður gert nær ómögulegt að sinna því mikilvæga menningarlega hlutverki sem hún hefur sinnt á undaförnum árum og áratugum. Sú þögn sem mun myndast í íslensku tónlistarlífi við þessar breytingar mun verða í framtíðinni vitnisburður um þá menningarstjórnun sem á sér stað í dag í tengslum við Ríkisútvarpið – vitnisburður um skilningsleysi þeirra sem sitja í stjórnunarstöðum í þjóðfélaginu á mikilvægi íslenskrar menningar í dag fyrir almenning á sviði tónlistar. Í stjórn Samtóns sitja fulltrúar alls tónlistarfólks á Íslandi og er það skýlaus krafa þeirra að stjórnvöld og stjórnendur RÚV dragi til baka þessar aðgerðir og geri RÚV - útvarpi allra landsmanna – kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki áfram á sviði menningar, varðveislu og upplýsingamiðlunar - sem það hefur sinnt allar götur frá árinu 1930,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Kjartan Ólafsson , formaður Samtóns, skrifar undir yfirlýsinguna fyrir hönd stjórnarinnar. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Samtónn, samtök tónlistarfélaga og útgefenda, sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum tónlistarmanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem samtökin mótmæla þeim niðurskurði sem hefur átt sér stað innan Ríkisútvarpsins. Samtónn gerir þá kröfu að Ríkisútvarpinu verði gert kleift að sinna menningarlegri skyldu sinni gagnvart almenningi. „Með þeim breytingum og niðurskurði sem gerðar hafa verið á starfsemi tónlistardeildar Rásar 1 nú fyrir skömmu er ljóst að starfsemi RÚV muni verða fyrir verulegum skakkaföllum. Stofnuninni verður gert nær ómögulegt að sinna því mikilvæga menningarlega hlutverki sem hún hefur sinnt á undaförnum árum og áratugum. Sú þögn sem mun myndast í íslensku tónlistarlífi við þessar breytingar mun verða í framtíðinni vitnisburður um þá menningarstjórnun sem á sér stað í dag í tengslum við Ríkisútvarpið – vitnisburður um skilningsleysi þeirra sem sitja í stjórnunarstöðum í þjóðfélaginu á mikilvægi íslenskrar menningar í dag fyrir almenning á sviði tónlistar. Í stjórn Samtóns sitja fulltrúar alls tónlistarfólks á Íslandi og er það skýlaus krafa þeirra að stjórnvöld og stjórnendur RÚV dragi til baka þessar aðgerðir og geri RÚV - útvarpi allra landsmanna – kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki áfram á sviði menningar, varðveislu og upplýsingamiðlunar - sem það hefur sinnt allar götur frá árinu 1930,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Kjartan Ólafsson , formaður Samtóns, skrifar undir yfirlýsinguna fyrir hönd stjórnarinnar.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira