Samningar í skjóli pólitískra tengsla myllusteinn um háls ríkisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. apríl 2014 21:16 Fyrrverandi fjármálaráðherra segir ýmislegt benda til þess að langtímaleigusamningar um fasteignir sem ríkissjóður gerði fyrir hrun við félög tengd Framsóknarflokknum, jaðri við að vera pólitísk spilling. Samningunum hefur verið líkt við myllusteina um háls ríkisins. Í bókinni Hamskiptunum eftir Inga Frey Vilhjálmsson er fjallað á einum stað um langtímaleigusamninga sem ríkissjóður gerði við fasteignafélög fyrir hrun. Árið 2004 var til dæmis gerður 25 ára óuppsegjanlegur leigusamningur við Íslenska aðalverktaka um húsnæði undir heilsugæslu í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ í Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar höfðu verið einkavæddir ári áður en Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafði bein afskipti af sölu fyrirtækisins. Baldri Guðlaugssyni lögfræðingi sem sat í einkavæðingarnefnd sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins blöskraði svo þessi afskipti Halldórs að hann lét bóka í fundargerð nefndarinnar að hann teldi afskipti Halldórs óeðlileg og að þau brytu gegn þeim reglum sem einkavæðingarnefnd bæri að starfa eftir. Jón Sveinsson, sem var fulltrúi Halldórs í einkavæðingarnefnd, hafði unnið náið með stjórnendum fyrirtækisins sem fengu að kaupa það af íslenska ríkinu vorið 2003. Hæstiréttur dæmdi þessa einkavæðingu ólögmæta árið 2008. Í Hamskiptunum, bók Inga Freys segir: „Þegar leigusamningurinn um 25 ára leiguna var gerður við Íslenska aðalverktaka árið 2004 voru þessar staðreyndir um einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ekki opinberar. Með samningnum var Íslenskum aðalverktökum hins vegar afhent ávísun til 25 ára þar sem tekjur félagsins af húsnæðinu voru tryggðar út leigutímann. Framsóknarflokkurinn hafði ekki aðeins einkavætt Íslenska aðalverktaka upp í hendurnar átilteknum aðilum heldur einnig tryggt fyrirtækinu traustan langtímasamning um leigu á einni af fasteignum félagsins.“ Forsvarsmenn heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segja að „á tímum skertra fjárheimilda hafa leigusamningarnir því orðið myllusteinar á um háls stofnananna.“ Bæði dæmin, einkavæðingin og gerð leigusamninganna, eru dæmi um það sem á ensku nefnist „crony capitalism“ og hefur verið þýtt sem klíkukapítalismi á íslensku.Steingrímur J. Sigfússon lét skoða leigusamningana þegar hann var fjármálaráðherra. Hann segir að hendur ríkis hafi verið bundnar við óhagstæða samninga.Ríkissjóður gerði líka 25 ára leigusamninga við dótturfélag Íslenskra aðalverktaka um leigu á 5400 fermetra húsnæði í Borgum á Akureyri á árunum 2003 og 2004. Meðal þeirra stofnana sem enn leigja í húsinu vegna þessara samninga eru Háskólinn á Akureyri, Matís og Jafnréttisstofa. Ríkissjóður þykir greiða fáránlega háa leigu fyrir húsnæðið að mati forsvarsmanna stofnananna sem þar eru. Steingrímur J. Sigfússon lét skoða þessa samninga sérstaklega í ráðuneytinu þegar hann var fjármálaráðherra. „Þá kom í ljós að í sumum tilvikum gat ríkið ekki hreyft hönd né fót gagnvart leigusamningum sem gerðir höfðu verið ýmist um leigu á húsnæði eða jafnvel útvistun þjónustu sem ríkið var samningsbundið til að kaupa verðtryggt í löngum samningum, sumum óuppsegjanlegum. Þetta var auðvitað sérstaklega neyðarlegt þegar verið var að leggja stífar aðhaldskröfur á opinberan rekstur,“ segir Steingrímur.Telur þú að þessir samningar sem ríkissjóður gerði við dótturfélag ÍAV séu dæmi um pólitíska spillingu? „Ja, það er auðvitað ýmislegt sem bendir til þess og það hefur verið vel rakið af ýmsum aðilum. Hæstiréttur dæmdi auðvitað einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ólögmæta.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra segir ýmislegt benda til þess að langtímaleigusamningar um fasteignir sem ríkissjóður gerði fyrir hrun við félög tengd Framsóknarflokknum, jaðri við að vera pólitísk spilling. Samningunum hefur verið líkt við myllusteina um háls ríkisins. Í bókinni Hamskiptunum eftir Inga Frey Vilhjálmsson er fjallað á einum stað um langtímaleigusamninga sem ríkissjóður gerði við fasteignafélög fyrir hrun. Árið 2004 var til dæmis gerður 25 ára óuppsegjanlegur leigusamningur við Íslenska aðalverktaka um húsnæði undir heilsugæslu í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ í Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar höfðu verið einkavæddir ári áður en Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafði bein afskipti af sölu fyrirtækisins. Baldri Guðlaugssyni lögfræðingi sem sat í einkavæðingarnefnd sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins blöskraði svo þessi afskipti Halldórs að hann lét bóka í fundargerð nefndarinnar að hann teldi afskipti Halldórs óeðlileg og að þau brytu gegn þeim reglum sem einkavæðingarnefnd bæri að starfa eftir. Jón Sveinsson, sem var fulltrúi Halldórs í einkavæðingarnefnd, hafði unnið náið með stjórnendum fyrirtækisins sem fengu að kaupa það af íslenska ríkinu vorið 2003. Hæstiréttur dæmdi þessa einkavæðingu ólögmæta árið 2008. Í Hamskiptunum, bók Inga Freys segir: „Þegar leigusamningurinn um 25 ára leiguna var gerður við Íslenska aðalverktaka árið 2004 voru þessar staðreyndir um einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ekki opinberar. Með samningnum var Íslenskum aðalverktökum hins vegar afhent ávísun til 25 ára þar sem tekjur félagsins af húsnæðinu voru tryggðar út leigutímann. Framsóknarflokkurinn hafði ekki aðeins einkavætt Íslenska aðalverktaka upp í hendurnar átilteknum aðilum heldur einnig tryggt fyrirtækinu traustan langtímasamning um leigu á einni af fasteignum félagsins.“ Forsvarsmenn heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segja að „á tímum skertra fjárheimilda hafa leigusamningarnir því orðið myllusteinar á um háls stofnananna.“ Bæði dæmin, einkavæðingin og gerð leigusamninganna, eru dæmi um það sem á ensku nefnist „crony capitalism“ og hefur verið þýtt sem klíkukapítalismi á íslensku.Steingrímur J. Sigfússon lét skoða leigusamningana þegar hann var fjármálaráðherra. Hann segir að hendur ríkis hafi verið bundnar við óhagstæða samninga.Ríkissjóður gerði líka 25 ára leigusamninga við dótturfélag Íslenskra aðalverktaka um leigu á 5400 fermetra húsnæði í Borgum á Akureyri á árunum 2003 og 2004. Meðal þeirra stofnana sem enn leigja í húsinu vegna þessara samninga eru Háskólinn á Akureyri, Matís og Jafnréttisstofa. Ríkissjóður þykir greiða fáránlega háa leigu fyrir húsnæðið að mati forsvarsmanna stofnananna sem þar eru. Steingrímur J. Sigfússon lét skoða þessa samninga sérstaklega í ráðuneytinu þegar hann var fjármálaráðherra. „Þá kom í ljós að í sumum tilvikum gat ríkið ekki hreyft hönd né fót gagnvart leigusamningum sem gerðir höfðu verið ýmist um leigu á húsnæði eða jafnvel útvistun þjónustu sem ríkið var samningsbundið til að kaupa verðtryggt í löngum samningum, sumum óuppsegjanlegum. Þetta var auðvitað sérstaklega neyðarlegt þegar verið var að leggja stífar aðhaldskröfur á opinberan rekstur,“ segir Steingrímur.Telur þú að þessir samningar sem ríkissjóður gerði við dótturfélag ÍAV séu dæmi um pólitíska spillingu? „Ja, það er auðvitað ýmislegt sem bendir til þess og það hefur verið vel rakið af ýmsum aðilum. Hæstiréttur dæmdi auðvitað einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ólögmæta.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira