Samkynja hjónabönd lögleg í öllum fylkjum Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júní 2015 14:25 Samkynja pör og stuðningsmenn þeirra fagna innilega fyrir framan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington Vísir/AFP Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm nú fyrir skömmu sem tekur af allan vafa um að samkynja hjónabönd stangist ekki á við stjórnarskrá landsins. Úrskurðurinn hefur í för með sér að öll fylki Bandaríkjanna verða skylduð til að gefa saman fólk af sama kyni. Þó er búist við því að einhver fylki kunni að andmæla niðurstöðum dómsins. Fyrir dóm dagsins voru samkynja hjónabönd lögleg í 37 af 50 fylkjum landsins og verður hinum 13 fylkjunum sem eftir standa gert að aflétta bönnum sínum hið fyrsta. Það gæti þýtt að fullkomnu jafnrétti í þessum málaflokki verði komið á í landinu öllu innan örfárra vikna. Hér að neðan er sagan rakin frá því að Massachusetts varð fyrsta ríkið til aflétta banninu á samkynja hjónaböndum árið 2004 allt til tíðinda dagsins. Níu dómarar kváðu upp dóm í málinu og mátti kosning þeirra vart tæpara standa. Fimm dómararar sögðu bann við samkynja hjónaböndum stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna en fjórir ekki. Lokaorð dómsins eru allt að því póetísk. Þar er kveðið á um hjónabönd séu táknmynd ástar sem eru dauðanum yfirsterkari og að Hæstiréttur Bandaríkjanna vilji aflétta einsemd þeirra sem meinað er gifta sig sökum kynhneigðar sinnar. Lokaorðin má lesa hér að neðan. Supreme Court recognizes gay marriage nationwide http://t.co/M70IrdEbyE pic.twitter.com/Slqw7dHtkd— TIME.com (@TIME) June 26, 2015 Margir hafa fagnað úrskurði dómsins en hann er talinn stórt skref í jafnréttisbaráttu Bandaríkjanna. Þeirra á meðal er forsti landsins, Barack Obama, sem tísti eftirfarandi skilaboðum eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. Today is a big step in our march toward equality. Gay and lesbian couples now have the right to marry, just like anyone else. #LoveWins— President Obama (@POTUS) June 26, 2015 Hvíta húsið skipti um mynd á opinberri Facebook-síðu sinni eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. The White House changes their Facebook profile picture #SCOTUSMarriage pic.twitter.com/ozqqSZAFYv— Ashley Codianni (@AshleyCodianni) June 26, 2015 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi, lét sitt ekki eftir liggja og tísti orðinu 'Saga' í regnbogalitunum. Proud. pic.twitter.com/9J44PCYeuQ— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 26, 2015 Metsöluhöfundur Harry Potter-bókanna, J. K. Rowling fagnaði úrskurðinum sömuleiðis. Wow. Another historic day for #MarriageEquality! https://t.co/rkeVQUWb6r— J.K. Rowling (@jk_rowling) June 26, 2015 Þá hafa nær allar stærstu fréttamiðlar heimsins gert úrskurðinum skil. Hér að neðan má til að mynda sjá umfjöllun Time um málið og svipmyndir frá mannmergðinni sem beið niðurstaðnanna fyrr í dag. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm nú fyrir skömmu sem tekur af allan vafa um að samkynja hjónabönd stangist ekki á við stjórnarskrá landsins. Úrskurðurinn hefur í för með sér að öll fylki Bandaríkjanna verða skylduð til að gefa saman fólk af sama kyni. Þó er búist við því að einhver fylki kunni að andmæla niðurstöðum dómsins. Fyrir dóm dagsins voru samkynja hjónabönd lögleg í 37 af 50 fylkjum landsins og verður hinum 13 fylkjunum sem eftir standa gert að aflétta bönnum sínum hið fyrsta. Það gæti þýtt að fullkomnu jafnrétti í þessum málaflokki verði komið á í landinu öllu innan örfárra vikna. Hér að neðan er sagan rakin frá því að Massachusetts varð fyrsta ríkið til aflétta banninu á samkynja hjónaböndum árið 2004 allt til tíðinda dagsins. Níu dómarar kváðu upp dóm í málinu og mátti kosning þeirra vart tæpara standa. Fimm dómararar sögðu bann við samkynja hjónaböndum stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna en fjórir ekki. Lokaorð dómsins eru allt að því póetísk. Þar er kveðið á um hjónabönd séu táknmynd ástar sem eru dauðanum yfirsterkari og að Hæstiréttur Bandaríkjanna vilji aflétta einsemd þeirra sem meinað er gifta sig sökum kynhneigðar sinnar. Lokaorðin má lesa hér að neðan. Supreme Court recognizes gay marriage nationwide http://t.co/M70IrdEbyE pic.twitter.com/Slqw7dHtkd— TIME.com (@TIME) June 26, 2015 Margir hafa fagnað úrskurði dómsins en hann er talinn stórt skref í jafnréttisbaráttu Bandaríkjanna. Þeirra á meðal er forsti landsins, Barack Obama, sem tísti eftirfarandi skilaboðum eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. Today is a big step in our march toward equality. Gay and lesbian couples now have the right to marry, just like anyone else. #LoveWins— President Obama (@POTUS) June 26, 2015 Hvíta húsið skipti um mynd á opinberri Facebook-síðu sinni eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. The White House changes their Facebook profile picture #SCOTUSMarriage pic.twitter.com/ozqqSZAFYv— Ashley Codianni (@AshleyCodianni) June 26, 2015 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi, lét sitt ekki eftir liggja og tísti orðinu 'Saga' í regnbogalitunum. Proud. pic.twitter.com/9J44PCYeuQ— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 26, 2015 Metsöluhöfundur Harry Potter-bókanna, J. K. Rowling fagnaði úrskurðinum sömuleiðis. Wow. Another historic day for #MarriageEquality! https://t.co/rkeVQUWb6r— J.K. Rowling (@jk_rowling) June 26, 2015 Þá hafa nær allar stærstu fréttamiðlar heimsins gert úrskurðinum skil. Hér að neðan má til að mynda sjá umfjöllun Time um málið og svipmyndir frá mannmergðinni sem beið niðurstaðnanna fyrr í dag.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira