Samkynhneigðir verða reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti hér á landi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. desember 2015 19:00 Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakana 78, en í nótt veittust fjórir menn um tvítugt að samkyhneigðu pari í miðbænum. Jóhann Örn Bergmann Benediktsson greindi í dag frá því að í nótt hafi hann og kærasti hans orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar þegar fjórir menn um tvítugt veittust að þeim. Jóhann Örn lýsir atvikum þannig að hann og kærasti hans hafi verið á gangi í Lækjargötu í nótt þegar ókvæðisorðum á borð við faggaógeð og hommaviðbjóður var hrópað að þeim. Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakana 78, segir reynslu Jóhanns síður en svo einsdæmi. Atvik af þessum toga komi upp reglulega. „Þetta er eitthvað sem að við hjá Samtökunum 78 höfum mjög lengi vitað að er bara staðreynd á Íslandi því miður. Við eigum í raun engar tölur um þetta en við heyrum alltaf af þessu með reglulegum hætti, sem gefur vísbendingu um að þetta eigi sér stað frekar oft, myndi ég halda. Auðvitað er svo bara toppurinn á ísjakanum sem kemur í fréttir eða maður heyrir með beinum hætti af,“ segir Auður. Hún telur skýrt að um hatursglæp sé að ræða. „Samkvæmt löggjöfinni á Íslandi þá er árás á persónu, sem beinist gegn henni vegna kynhneigðar, mjög klárlega flokkað sem hatursglæpur. Þarna í þessu tilfelli er mjög skýrt að orðin sem eru látin fylgja árásinni eru vegna kynhneigðar,“ segir Auður. Þrátt fyrir það sé ekki mikið um að fólk tilkynni slíkt ofbeldi til lögreglu. Þó að mikið hafi unnist á síðustu árum séu fordómar víða í samfélaginu. Því sé nauðsynlegt að gefa hvergi eftir í fræðslu, sérstaklega hjá börnum. „Samtökin 78 kærðu í vor tíu manns fyrir hatursummæli sem birtist á opinberum vettvangi og réðist með mjög grófum hætti að samkynhneigðu fóki. Þeirri kæru var vísað frá af lögreglu sem kannski gefur ekki tilefni til bjarsýni en ríkissaksóknari hefur nú vísað málinu aftur til lögreglu og það er í meðferð. Og ég veit að lögreglan mun frá og með áramótum setja aukið fé og aukinn mannafla í þennan málaflokk svo við erum bjartsýn hvað það varðar. Að það fáist einhver betri úrlausn á þeim í framtíðinn,“ segir Auður. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakana 78, en í nótt veittust fjórir menn um tvítugt að samkyhneigðu pari í miðbænum. Jóhann Örn Bergmann Benediktsson greindi í dag frá því að í nótt hafi hann og kærasti hans orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar þegar fjórir menn um tvítugt veittust að þeim. Jóhann Örn lýsir atvikum þannig að hann og kærasti hans hafi verið á gangi í Lækjargötu í nótt þegar ókvæðisorðum á borð við faggaógeð og hommaviðbjóður var hrópað að þeim. Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakana 78, segir reynslu Jóhanns síður en svo einsdæmi. Atvik af þessum toga komi upp reglulega. „Þetta er eitthvað sem að við hjá Samtökunum 78 höfum mjög lengi vitað að er bara staðreynd á Íslandi því miður. Við eigum í raun engar tölur um þetta en við heyrum alltaf af þessu með reglulegum hætti, sem gefur vísbendingu um að þetta eigi sér stað frekar oft, myndi ég halda. Auðvitað er svo bara toppurinn á ísjakanum sem kemur í fréttir eða maður heyrir með beinum hætti af,“ segir Auður. Hún telur skýrt að um hatursglæp sé að ræða. „Samkvæmt löggjöfinni á Íslandi þá er árás á persónu, sem beinist gegn henni vegna kynhneigðar, mjög klárlega flokkað sem hatursglæpur. Þarna í þessu tilfelli er mjög skýrt að orðin sem eru látin fylgja árásinni eru vegna kynhneigðar,“ segir Auður. Þrátt fyrir það sé ekki mikið um að fólk tilkynni slíkt ofbeldi til lögreglu. Þó að mikið hafi unnist á síðustu árum séu fordómar víða í samfélaginu. Því sé nauðsynlegt að gefa hvergi eftir í fræðslu, sérstaklega hjá börnum. „Samtökin 78 kærðu í vor tíu manns fyrir hatursummæli sem birtist á opinberum vettvangi og réðist með mjög grófum hætti að samkynhneigðu fóki. Þeirri kæru var vísað frá af lögreglu sem kannski gefur ekki tilefni til bjarsýni en ríkissaksóknari hefur nú vísað málinu aftur til lögreglu og það er í meðferð. Og ég veit að lögreglan mun frá og með áramótum setja aukið fé og aukinn mannafla í þennan málaflokk svo við erum bjartsýn hvað það varðar. Að það fáist einhver betri úrlausn á þeim í framtíðinn,“ segir Auður.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira