Erlent

Samkynhneigð hjónabönd ekki brot á trúfrelsi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Deilt var um lagabreytingu frá 2012.
Deilt var um lagabreytingu frá 2012. Nordicphotos/getty
Eystri landsréttur telur danska ríkið ekki hafa brotið stjórnar­skrá er heimilað var árið 2012 að prestar þjóðkirkjunnar gætu gefið samkynhneigð pör saman.

Samtök sem nefnast Foreningen Med Grundlov Skal Land Bygges höfðuðu mál á þeim forsendum að vegið væri að trúfrelsi þeirra með lögunum.

Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er bent á í dómsúrskurðinum að ekkert hindri þá sem eru mótfallnir hjónavígslum samkynhneigðra í þjóðkirkjunni að segja sig úr henni og iðka trú sína annars staðar. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×