Samkeppnisstaða fjármálafyrirtækja skert með nýjum bankaskatti Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2011 21:38 Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, gagnrýnir hugmyndir um nýja skattinn. Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. Guðjón segir að margir vankantar séu á þessum nýja skatti. „Í fyrsta lagi er sífellt verið að auka skattbyrði á fjármálakerfið. Það er að borga tekjuskatt og því til viðbótar sérstakan bankaskatt," segir Guðjón. Hann segir að þessu til viðbótar greiði bankar milljarða í kostnað vegna reksturs fjármálaeftirlitsins, umboðsmanns skuldara og fleiri aðila. Guðjón bendir að auki á að fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki greiði í dag tryggingagjald sem nemi um 9% af tryggingagjaldi. „Með þessum skatti er skattur á launakostnað kominn upp í 20% sem hlýtur að bitna á samkeppnishæfni þeirra og mögulega hafa áhrif á ráðningamál einnig," segir Guðjón.Snertir ung og lítil fyrirtæki illa Guðjón segir að þessi nýi skattur sem verið er að boða muni lenda sérstaklega illa á minni fyrirtækjum og ekki síst þeim sem eru ung að árum því að hann taki ekki tilliti til afkomu fyrirtækjanna. Hann leggist á laun óháð því hvort fyrirtækið skili hagnaði eða ekki. „Og það eru náttúrlega ýmis smærri fyrirtæki að byrja að fóta sig í þessu og þá er blóðugt að þurfa skyndilega að reikna með nýjum óvæntum skatti óháð arðsemi fyrirtækjanna á þeim tímapunkti," segir Guðjón. Að auki bendir Guðjón á að nú sé verið að reyna að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi og sífelldar nýjar skattheimtur séu ekki til þess fallnar að auka möguleika á því. „Þvert á móti draga þær úr vilja aðila til þess að koma hingað," segir Guðjón. Tengdar fréttir Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. Guðjón segir að margir vankantar séu á þessum nýja skatti. „Í fyrsta lagi er sífellt verið að auka skattbyrði á fjármálakerfið. Það er að borga tekjuskatt og því til viðbótar sérstakan bankaskatt," segir Guðjón. Hann segir að þessu til viðbótar greiði bankar milljarða í kostnað vegna reksturs fjármálaeftirlitsins, umboðsmanns skuldara og fleiri aðila. Guðjón bendir að auki á að fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki greiði í dag tryggingagjald sem nemi um 9% af tryggingagjaldi. „Með þessum skatti er skattur á launakostnað kominn upp í 20% sem hlýtur að bitna á samkeppnishæfni þeirra og mögulega hafa áhrif á ráðningamál einnig," segir Guðjón.Snertir ung og lítil fyrirtæki illa Guðjón segir að þessi nýi skattur sem verið er að boða muni lenda sérstaklega illa á minni fyrirtækjum og ekki síst þeim sem eru ung að árum því að hann taki ekki tilliti til afkomu fyrirtækjanna. Hann leggist á laun óháð því hvort fyrirtækið skili hagnaði eða ekki. „Og það eru náttúrlega ýmis smærri fyrirtæki að byrja að fóta sig í þessu og þá er blóðugt að þurfa skyndilega að reikna með nýjum óvæntum skatti óháð arðsemi fyrirtækjanna á þeim tímapunkti," segir Guðjón. Að auki bendir Guðjón á að nú sé verið að reyna að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi og sífelldar nýjar skattheimtur séu ekki til þess fallnar að auka möguleika á því. „Þvert á móti draga þær úr vilja aðila til þess að koma hingað," segir Guðjón.
Tengdar fréttir Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði