Samkeppnisstaða fjármálafyrirtækja skert með nýjum bankaskatti Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2011 21:38 Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, gagnrýnir hugmyndir um nýja skattinn. Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. Guðjón segir að margir vankantar séu á þessum nýja skatti. „Í fyrsta lagi er sífellt verið að auka skattbyrði á fjármálakerfið. Það er að borga tekjuskatt og því til viðbótar sérstakan bankaskatt," segir Guðjón. Hann segir að þessu til viðbótar greiði bankar milljarða í kostnað vegna reksturs fjármálaeftirlitsins, umboðsmanns skuldara og fleiri aðila. Guðjón bendir að auki á að fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki greiði í dag tryggingagjald sem nemi um 9% af tryggingagjaldi. „Með þessum skatti er skattur á launakostnað kominn upp í 20% sem hlýtur að bitna á samkeppnishæfni þeirra og mögulega hafa áhrif á ráðningamál einnig," segir Guðjón.Snertir ung og lítil fyrirtæki illa Guðjón segir að þessi nýi skattur sem verið er að boða muni lenda sérstaklega illa á minni fyrirtækjum og ekki síst þeim sem eru ung að árum því að hann taki ekki tilliti til afkomu fyrirtækjanna. Hann leggist á laun óháð því hvort fyrirtækið skili hagnaði eða ekki. „Og það eru náttúrlega ýmis smærri fyrirtæki að byrja að fóta sig í þessu og þá er blóðugt að þurfa skyndilega að reikna með nýjum óvæntum skatti óháð arðsemi fyrirtækjanna á þeim tímapunkti," segir Guðjón. Að auki bendir Guðjón á að nú sé verið að reyna að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi og sífelldar nýjar skattheimtur séu ekki til þess fallnar að auka möguleika á því. „Þvert á móti draga þær úr vilja aðila til þess að koma hingað," segir Guðjón. Tengdar fréttir Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. Guðjón segir að margir vankantar séu á þessum nýja skatti. „Í fyrsta lagi er sífellt verið að auka skattbyrði á fjármálakerfið. Það er að borga tekjuskatt og því til viðbótar sérstakan bankaskatt," segir Guðjón. Hann segir að þessu til viðbótar greiði bankar milljarða í kostnað vegna reksturs fjármálaeftirlitsins, umboðsmanns skuldara og fleiri aðila. Guðjón bendir að auki á að fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki greiði í dag tryggingagjald sem nemi um 9% af tryggingagjaldi. „Með þessum skatti er skattur á launakostnað kominn upp í 20% sem hlýtur að bitna á samkeppnishæfni þeirra og mögulega hafa áhrif á ráðningamál einnig," segir Guðjón.Snertir ung og lítil fyrirtæki illa Guðjón segir að þessi nýi skattur sem verið er að boða muni lenda sérstaklega illa á minni fyrirtækjum og ekki síst þeim sem eru ung að árum því að hann taki ekki tilliti til afkomu fyrirtækjanna. Hann leggist á laun óháð því hvort fyrirtækið skili hagnaði eða ekki. „Og það eru náttúrlega ýmis smærri fyrirtæki að byrja að fóta sig í þessu og þá er blóðugt að þurfa skyndilega að reikna með nýjum óvæntum skatti óháð arðsemi fyrirtækjanna á þeim tímapunkti," segir Guðjón. Að auki bendir Guðjón á að nú sé verið að reyna að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi og sífelldar nýjar skattheimtur séu ekki til þess fallnar að auka möguleika á því. „Þvert á móti draga þær úr vilja aðila til þess að koma hingað," segir Guðjón.
Tengdar fréttir Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22. september 2011 20:02