Viðskipti innlent

Samið um jarðstreng fyrir kísilver United Silicon

Haraldur Guðmundsson skrifar
Strengurinn getur flutt um 160 megavött 
af raforku til Helguvíkur.
Strengurinn getur flutt um 160 megavött af raforku til Helguvíkur. Vísir/Ernir
Landsnet hefur samið við þýska fyrirtækið Nexans um kaup á níu kílómetra löngum jarðstreng sem á að tengja fyrirhugað kísilver United Silicon í Helguvík við raforkuflutningskerfið.

Strengurinn verður lagður úr Fitjum við Njarðvík út í Helguvík en samkomulag Landsnets og Nexans hljóðar upp á tæplega 1,3 milljónir evra, jafnvirði um 200 milljóna króna.

„Nú er unnið af kappi að undirbúa nýtt tengivirki í Helguvík sem rís við hlið kísilversins,“ segir Guðmundur en hann mun undirrita samninginn í dag.

Strengurinn verður framleiddur í verksmiðju Nexans í Hannover og stefnt er að því að leggja hann sumarið 2015. „Unnið verður að hönnun og undirbúningi lagningar strengsins í nánu samráði við Nexans og mun fyrirtækið sjá um tengingar á honum." 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×