Samfylkingin mælist undir 10% Jón Hákon Halldórsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Könnun Fréttablaðsins sem gerð var 10. - 11. nóvember. „Það er nú ennþá dálítið í kosningar en við myndum náttúrulega vilja mælast betur,“ segir Óttar Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar er Björt framtíð með 2,9 prósent fylgi og næði ekki inn manni. Niðurstöðurnar eru svipaðar og þegar Fréttablaðið birti síðast könnun í júní. Samfylkingin hefur 8,2 prósent fylgi en Vinstri grænir 9,9 prósent og Framsóknarflokkurinn 9,9 prósent hvor. Munur Framsóknarflokksins, VG og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Píratar eru enn stærstir með rúm 36 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 29,3 prósent fylgi. Þetta er í annað sinn sem Björt framtíð mælist ekki með þingmann í könnun Fréttablaðsins. Um miðjan júní mældist flokkurinn með 3,3 prósent fylgi en eru nú með 2,9 prósent fylgi. Guðmundur Steingrímsson, þáverandi formaður flokksins, sætti nokkurri gagnrýni í haust og ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku þegar ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í byrjun september. Óttar Proppé var síðan sjálfkjörinn formaður á ársfundinum. „Við þurfum að gera betur í að koma okkar áherslum á framfæri. Það er alveg augljóst. Augljóst að það heldur áfram að vera mikil gerjun í fylginu og það er í sjálfu sér bara stórmerkilegt,“ segir Óttar Proppe í samtali við Fréttablaðið. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG, sem fram fóru í lok október, virðast ekki heldur hafa mikil áhrif á fylgi þeirra flokka því að í könnun Fréttablaðsins í júní mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 29,5 prósent og VG með 7,3 prósent. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist áfram draga þá ályktun að fólki vilji kerfisbreytingar í átt til aukins lýðræðis. Einnig að það séu undirliggjandi vandamál í stjórnsýslunni og kerfinu sem fólk vill fá breytt. „Og það vill breyta meiru heldur en einfaldlega hvaða stjórnmálamenn eru við völd eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ Hvorki Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, né Katrín Júlíusdóttir varaformaður, svöruðu símanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til þeirra í gær. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1215 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 10. og 11. nóvember. Svarhlutfallið var 65,8 prósent. Alls tóku 61,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
„Það er nú ennþá dálítið í kosningar en við myndum náttúrulega vilja mælast betur,“ segir Óttar Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar er Björt framtíð með 2,9 prósent fylgi og næði ekki inn manni. Niðurstöðurnar eru svipaðar og þegar Fréttablaðið birti síðast könnun í júní. Samfylkingin hefur 8,2 prósent fylgi en Vinstri grænir 9,9 prósent og Framsóknarflokkurinn 9,9 prósent hvor. Munur Framsóknarflokksins, VG og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Píratar eru enn stærstir með rúm 36 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 29,3 prósent fylgi. Þetta er í annað sinn sem Björt framtíð mælist ekki með þingmann í könnun Fréttablaðsins. Um miðjan júní mældist flokkurinn með 3,3 prósent fylgi en eru nú með 2,9 prósent fylgi. Guðmundur Steingrímsson, þáverandi formaður flokksins, sætti nokkurri gagnrýni í haust og ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku þegar ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í byrjun september. Óttar Proppé var síðan sjálfkjörinn formaður á ársfundinum. „Við þurfum að gera betur í að koma okkar áherslum á framfæri. Það er alveg augljóst. Augljóst að það heldur áfram að vera mikil gerjun í fylginu og það er í sjálfu sér bara stórmerkilegt,“ segir Óttar Proppe í samtali við Fréttablaðið. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG, sem fram fóru í lok október, virðast ekki heldur hafa mikil áhrif á fylgi þeirra flokka því að í könnun Fréttablaðsins í júní mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 29,5 prósent og VG með 7,3 prósent. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist áfram draga þá ályktun að fólki vilji kerfisbreytingar í átt til aukins lýðræðis. Einnig að það séu undirliggjandi vandamál í stjórnsýslunni og kerfinu sem fólk vill fá breytt. „Og það vill breyta meiru heldur en einfaldlega hvaða stjórnmálamenn eru við völd eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ Hvorki Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, né Katrín Júlíusdóttir varaformaður, svöruðu símanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til þeirra í gær. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1215 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 10. og 11. nóvember. Svarhlutfallið var 65,8 prósent. Alls tóku 61,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira