Samfylkingin mælist undir 10% Jón Hákon Halldórsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Könnun Fréttablaðsins sem gerð var 10. - 11. nóvember. „Það er nú ennþá dálítið í kosningar en við myndum náttúrulega vilja mælast betur,“ segir Óttar Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar er Björt framtíð með 2,9 prósent fylgi og næði ekki inn manni. Niðurstöðurnar eru svipaðar og þegar Fréttablaðið birti síðast könnun í júní. Samfylkingin hefur 8,2 prósent fylgi en Vinstri grænir 9,9 prósent og Framsóknarflokkurinn 9,9 prósent hvor. Munur Framsóknarflokksins, VG og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Píratar eru enn stærstir með rúm 36 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 29,3 prósent fylgi. Þetta er í annað sinn sem Björt framtíð mælist ekki með þingmann í könnun Fréttablaðsins. Um miðjan júní mældist flokkurinn með 3,3 prósent fylgi en eru nú með 2,9 prósent fylgi. Guðmundur Steingrímsson, þáverandi formaður flokksins, sætti nokkurri gagnrýni í haust og ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku þegar ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í byrjun september. Óttar Proppé var síðan sjálfkjörinn formaður á ársfundinum. „Við þurfum að gera betur í að koma okkar áherslum á framfæri. Það er alveg augljóst. Augljóst að það heldur áfram að vera mikil gerjun í fylginu og það er í sjálfu sér bara stórmerkilegt,“ segir Óttar Proppe í samtali við Fréttablaðið. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG, sem fram fóru í lok október, virðast ekki heldur hafa mikil áhrif á fylgi þeirra flokka því að í könnun Fréttablaðsins í júní mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 29,5 prósent og VG með 7,3 prósent. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist áfram draga þá ályktun að fólki vilji kerfisbreytingar í átt til aukins lýðræðis. Einnig að það séu undirliggjandi vandamál í stjórnsýslunni og kerfinu sem fólk vill fá breytt. „Og það vill breyta meiru heldur en einfaldlega hvaða stjórnmálamenn eru við völd eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ Hvorki Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, né Katrín Júlíusdóttir varaformaður, svöruðu símanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til þeirra í gær. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1215 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 10. og 11. nóvember. Svarhlutfallið var 65,8 prósent. Alls tóku 61,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
„Það er nú ennþá dálítið í kosningar en við myndum náttúrulega vilja mælast betur,“ segir Óttar Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar er Björt framtíð með 2,9 prósent fylgi og næði ekki inn manni. Niðurstöðurnar eru svipaðar og þegar Fréttablaðið birti síðast könnun í júní. Samfylkingin hefur 8,2 prósent fylgi en Vinstri grænir 9,9 prósent og Framsóknarflokkurinn 9,9 prósent hvor. Munur Framsóknarflokksins, VG og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Píratar eru enn stærstir með rúm 36 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 29,3 prósent fylgi. Þetta er í annað sinn sem Björt framtíð mælist ekki með þingmann í könnun Fréttablaðsins. Um miðjan júní mældist flokkurinn með 3,3 prósent fylgi en eru nú með 2,9 prósent fylgi. Guðmundur Steingrímsson, þáverandi formaður flokksins, sætti nokkurri gagnrýni í haust og ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku þegar ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í byrjun september. Óttar Proppé var síðan sjálfkjörinn formaður á ársfundinum. „Við þurfum að gera betur í að koma okkar áherslum á framfæri. Það er alveg augljóst. Augljóst að það heldur áfram að vera mikil gerjun í fylginu og það er í sjálfu sér bara stórmerkilegt,“ segir Óttar Proppe í samtali við Fréttablaðið. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG, sem fram fóru í lok október, virðast ekki heldur hafa mikil áhrif á fylgi þeirra flokka því að í könnun Fréttablaðsins í júní mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 29,5 prósent og VG með 7,3 prósent. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist áfram draga þá ályktun að fólki vilji kerfisbreytingar í átt til aukins lýðræðis. Einnig að það séu undirliggjandi vandamál í stjórnsýslunni og kerfinu sem fólk vill fá breytt. „Og það vill breyta meiru heldur en einfaldlega hvaða stjórnmálamenn eru við völd eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ Hvorki Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, né Katrín Júlíusdóttir varaformaður, svöruðu símanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til þeirra í gær. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1215 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 10. og 11. nóvember. Svarhlutfallið var 65,8 prósent. Alls tóku 61,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira