Samfylkingin mælist undir 10% Jón Hákon Halldórsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Könnun Fréttablaðsins sem gerð var 10. - 11. nóvember. „Það er nú ennþá dálítið í kosningar en við myndum náttúrulega vilja mælast betur,“ segir Óttar Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar er Björt framtíð með 2,9 prósent fylgi og næði ekki inn manni. Niðurstöðurnar eru svipaðar og þegar Fréttablaðið birti síðast könnun í júní. Samfylkingin hefur 8,2 prósent fylgi en Vinstri grænir 9,9 prósent og Framsóknarflokkurinn 9,9 prósent hvor. Munur Framsóknarflokksins, VG og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Píratar eru enn stærstir með rúm 36 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 29,3 prósent fylgi. Þetta er í annað sinn sem Björt framtíð mælist ekki með þingmann í könnun Fréttablaðsins. Um miðjan júní mældist flokkurinn með 3,3 prósent fylgi en eru nú með 2,9 prósent fylgi. Guðmundur Steingrímsson, þáverandi formaður flokksins, sætti nokkurri gagnrýni í haust og ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku þegar ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í byrjun september. Óttar Proppé var síðan sjálfkjörinn formaður á ársfundinum. „Við þurfum að gera betur í að koma okkar áherslum á framfæri. Það er alveg augljóst. Augljóst að það heldur áfram að vera mikil gerjun í fylginu og það er í sjálfu sér bara stórmerkilegt,“ segir Óttar Proppe í samtali við Fréttablaðið. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG, sem fram fóru í lok október, virðast ekki heldur hafa mikil áhrif á fylgi þeirra flokka því að í könnun Fréttablaðsins í júní mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 29,5 prósent og VG með 7,3 prósent. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist áfram draga þá ályktun að fólki vilji kerfisbreytingar í átt til aukins lýðræðis. Einnig að það séu undirliggjandi vandamál í stjórnsýslunni og kerfinu sem fólk vill fá breytt. „Og það vill breyta meiru heldur en einfaldlega hvaða stjórnmálamenn eru við völd eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ Hvorki Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, né Katrín Júlíusdóttir varaformaður, svöruðu símanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til þeirra í gær. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1215 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 10. og 11. nóvember. Svarhlutfallið var 65,8 prósent. Alls tóku 61,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
„Það er nú ennþá dálítið í kosningar en við myndum náttúrulega vilja mælast betur,“ segir Óttar Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar er Björt framtíð með 2,9 prósent fylgi og næði ekki inn manni. Niðurstöðurnar eru svipaðar og þegar Fréttablaðið birti síðast könnun í júní. Samfylkingin hefur 8,2 prósent fylgi en Vinstri grænir 9,9 prósent og Framsóknarflokkurinn 9,9 prósent hvor. Munur Framsóknarflokksins, VG og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Píratar eru enn stærstir með rúm 36 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 29,3 prósent fylgi. Þetta er í annað sinn sem Björt framtíð mælist ekki með þingmann í könnun Fréttablaðsins. Um miðjan júní mældist flokkurinn með 3,3 prósent fylgi en eru nú með 2,9 prósent fylgi. Guðmundur Steingrímsson, þáverandi formaður flokksins, sætti nokkurri gagnrýni í haust og ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku þegar ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í byrjun september. Óttar Proppé var síðan sjálfkjörinn formaður á ársfundinum. „Við þurfum að gera betur í að koma okkar áherslum á framfæri. Það er alveg augljóst. Augljóst að það heldur áfram að vera mikil gerjun í fylginu og það er í sjálfu sér bara stórmerkilegt,“ segir Óttar Proppe í samtali við Fréttablaðið. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG, sem fram fóru í lok október, virðast ekki heldur hafa mikil áhrif á fylgi þeirra flokka því að í könnun Fréttablaðsins í júní mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 29,5 prósent og VG með 7,3 prósent. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist áfram draga þá ályktun að fólki vilji kerfisbreytingar í átt til aukins lýðræðis. Einnig að það séu undirliggjandi vandamál í stjórnsýslunni og kerfinu sem fólk vill fá breytt. „Og það vill breyta meiru heldur en einfaldlega hvaða stjórnmálamenn eru við völd eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ Hvorki Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, né Katrín Júlíusdóttir varaformaður, svöruðu símanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til þeirra í gær. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1215 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 10. og 11. nóvember. Svarhlutfallið var 65,8 prósent. Alls tóku 61,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira