Samfylkingin mælist undir 10% Jón Hákon Halldórsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Könnun Fréttablaðsins sem gerð var 10. - 11. nóvember. „Það er nú ennþá dálítið í kosningar en við myndum náttúrulega vilja mælast betur,“ segir Óttar Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar er Björt framtíð með 2,9 prósent fylgi og næði ekki inn manni. Niðurstöðurnar eru svipaðar og þegar Fréttablaðið birti síðast könnun í júní. Samfylkingin hefur 8,2 prósent fylgi en Vinstri grænir 9,9 prósent og Framsóknarflokkurinn 9,9 prósent hvor. Munur Framsóknarflokksins, VG og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Píratar eru enn stærstir með rúm 36 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 29,3 prósent fylgi. Þetta er í annað sinn sem Björt framtíð mælist ekki með þingmann í könnun Fréttablaðsins. Um miðjan júní mældist flokkurinn með 3,3 prósent fylgi en eru nú með 2,9 prósent fylgi. Guðmundur Steingrímsson, þáverandi formaður flokksins, sætti nokkurri gagnrýni í haust og ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku þegar ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í byrjun september. Óttar Proppé var síðan sjálfkjörinn formaður á ársfundinum. „Við þurfum að gera betur í að koma okkar áherslum á framfæri. Það er alveg augljóst. Augljóst að það heldur áfram að vera mikil gerjun í fylginu og það er í sjálfu sér bara stórmerkilegt,“ segir Óttar Proppe í samtali við Fréttablaðið. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG, sem fram fóru í lok október, virðast ekki heldur hafa mikil áhrif á fylgi þeirra flokka því að í könnun Fréttablaðsins í júní mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 29,5 prósent og VG með 7,3 prósent. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist áfram draga þá ályktun að fólki vilji kerfisbreytingar í átt til aukins lýðræðis. Einnig að það séu undirliggjandi vandamál í stjórnsýslunni og kerfinu sem fólk vill fá breytt. „Og það vill breyta meiru heldur en einfaldlega hvaða stjórnmálamenn eru við völd eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ Hvorki Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, né Katrín Júlíusdóttir varaformaður, svöruðu símanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til þeirra í gær. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1215 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 10. og 11. nóvember. Svarhlutfallið var 65,8 prósent. Alls tóku 61,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Það er nú ennþá dálítið í kosningar en við myndum náttúrulega vilja mælast betur,“ segir Óttar Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar er Björt framtíð með 2,9 prósent fylgi og næði ekki inn manni. Niðurstöðurnar eru svipaðar og þegar Fréttablaðið birti síðast könnun í júní. Samfylkingin hefur 8,2 prósent fylgi en Vinstri grænir 9,9 prósent og Framsóknarflokkurinn 9,9 prósent hvor. Munur Framsóknarflokksins, VG og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Píratar eru enn stærstir með rúm 36 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 29,3 prósent fylgi. Þetta er í annað sinn sem Björt framtíð mælist ekki með þingmann í könnun Fréttablaðsins. Um miðjan júní mældist flokkurinn með 3,3 prósent fylgi en eru nú með 2,9 prósent fylgi. Guðmundur Steingrímsson, þáverandi formaður flokksins, sætti nokkurri gagnrýni í haust og ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku þegar ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í byrjun september. Óttar Proppé var síðan sjálfkjörinn formaður á ársfundinum. „Við þurfum að gera betur í að koma okkar áherslum á framfæri. Það er alveg augljóst. Augljóst að það heldur áfram að vera mikil gerjun í fylginu og það er í sjálfu sér bara stórmerkilegt,“ segir Óttar Proppe í samtali við Fréttablaðið. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG, sem fram fóru í lok október, virðast ekki heldur hafa mikil áhrif á fylgi þeirra flokka því að í könnun Fréttablaðsins í júní mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 29,5 prósent og VG með 7,3 prósent. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist áfram draga þá ályktun að fólki vilji kerfisbreytingar í átt til aukins lýðræðis. Einnig að það séu undirliggjandi vandamál í stjórnsýslunni og kerfinu sem fólk vill fá breytt. „Og það vill breyta meiru heldur en einfaldlega hvaða stjórnmálamenn eru við völd eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ Hvorki Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, né Katrín Júlíusdóttir varaformaður, svöruðu símanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til þeirra í gær. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1215 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 10. og 11. nóvember. Svarhlutfallið var 65,8 prósent. Alls tóku 61,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira