Samfélagslegar framfarir – Hvað virkar? Hákon Gunnarsson og Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Mælingar á hagsæld þjóða og landsvæða er mjög vandasöm. Í mælingum World Economic Forum er Ísland í 29. sæti af 140 þjóðum en þegar hagsæld á Íslandi er metin út frá nýlegum mælikvarða um gæði samfélagsinnviða er landið í 4. sæti af 133 þjóðum, aðeins Noregur, Sviss og Svíþjóð eru ofar. Hvað veldur? Og hvor staðan er eftirsóknarverðari? Simon Kuznets, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, kom fram árið 1932 með aðferðafræði sem mældi svokallaða landsframleiðslu á einstakling (GDP pr. capita). Þrátt fyrir að Kuznets sjálfur hafi bent á marga annmarka sem slíkri aðferðafræði fylgja er þessi aðferð notuð enn í dag sem einn algildasti mælikvarði á hagsæld þjóða. Síðar var farið að þróa ýmsa mælikvarða sem tóku tillit til fleiri þátta sem hefðu áhrif á almenna hagsæld og mældu einnig almenna samkeppnishæfni, svo sem hagkvæmni atvinnulífsins, hæfi til nýsköpunar og almenna grunngerð samfélaga. Þekktasti mælikvarðinn í þessum efnum er eflaust World Economic Forum (WEF) sem allt frá 1971 hefur verið talið leiðandi í þessum efnum og gefur árlega út skýrslu sem raðar þjóðum eftir styrk í samkeppnishæfni. Aðrir mælikvarðar eru til dæmis Human Development Index hjá Sameinuðu þjóðunum sem hefur mjög sterkan félagslegan vinkil. Þá má nefna IMD-mælikvarðann frá samnefndum háskóla í Sviss en Samtök atvinnulífsins hafa kynnt þær niðurstöður árlega.Verkfæri sem gæti nýst hér Michael Porter, prófessor við Harvard, var lengi vel ritstjóri WEF-skýrslunnar og vildi þróa áherslur skýrslunnar í nýjar áttir. Það hlaut ekki hljómgrunn og hann hóf því ásamt fjölda leiðtoga í atvinnulífi og háskólum víða um heim að þróa nýjan mælikvarða. Sá mælikvarði hefur fengið heitið „Social Progress Index“ (SPI) og hefur verið gefinn út í þrjú ár. Þessi mælikvarði er ólíkur World Economic Forum að því leyti að hann tekur eingöngu til samfélagslegra og umhverfislegra þátta en ekki neinna hagrænna eða peningalegra breyta. Þá er ekki verið að mæla hagstærðir og efnahagsskipan heldur hvernig þegnunum líður. Til dæmis myndi SPI aldrei mæla „hlutfall af vergri landsframleiðslu“ sem mælikvarða – heldur mæla lýðheilsuþætti til dæmis lífaldur, ungbarnadauða, farsóttir og slíkt. Og þetta mat skilar Íslandi í 4. sætið eða mun ofar en á lista WEF. Atburðir síðustu vikna hafa vakið upp margar spurningar um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Margt bendir til að styrkur Íslands liggi á styrkri velferð og sjálfbærni orkunnar í stóru landi. Verkefnið framundan er því að laga hér hagstjórn og peningastefnu – en halda áfram í þá grunngerð, velferð og umburðarlyndi sem vissulega er hér til staðar. Social Progress Index er verkfæri sem gæti nýst hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mælingar á hagsæld þjóða og landsvæða er mjög vandasöm. Í mælingum World Economic Forum er Ísland í 29. sæti af 140 þjóðum en þegar hagsæld á Íslandi er metin út frá nýlegum mælikvarða um gæði samfélagsinnviða er landið í 4. sæti af 133 þjóðum, aðeins Noregur, Sviss og Svíþjóð eru ofar. Hvað veldur? Og hvor staðan er eftirsóknarverðari? Simon Kuznets, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, kom fram árið 1932 með aðferðafræði sem mældi svokallaða landsframleiðslu á einstakling (GDP pr. capita). Þrátt fyrir að Kuznets sjálfur hafi bent á marga annmarka sem slíkri aðferðafræði fylgja er þessi aðferð notuð enn í dag sem einn algildasti mælikvarði á hagsæld þjóða. Síðar var farið að þróa ýmsa mælikvarða sem tóku tillit til fleiri þátta sem hefðu áhrif á almenna hagsæld og mældu einnig almenna samkeppnishæfni, svo sem hagkvæmni atvinnulífsins, hæfi til nýsköpunar og almenna grunngerð samfélaga. Þekktasti mælikvarðinn í þessum efnum er eflaust World Economic Forum (WEF) sem allt frá 1971 hefur verið talið leiðandi í þessum efnum og gefur árlega út skýrslu sem raðar þjóðum eftir styrk í samkeppnishæfni. Aðrir mælikvarðar eru til dæmis Human Development Index hjá Sameinuðu þjóðunum sem hefur mjög sterkan félagslegan vinkil. Þá má nefna IMD-mælikvarðann frá samnefndum háskóla í Sviss en Samtök atvinnulífsins hafa kynnt þær niðurstöður árlega.Verkfæri sem gæti nýst hér Michael Porter, prófessor við Harvard, var lengi vel ritstjóri WEF-skýrslunnar og vildi þróa áherslur skýrslunnar í nýjar áttir. Það hlaut ekki hljómgrunn og hann hóf því ásamt fjölda leiðtoga í atvinnulífi og háskólum víða um heim að þróa nýjan mælikvarða. Sá mælikvarði hefur fengið heitið „Social Progress Index“ (SPI) og hefur verið gefinn út í þrjú ár. Þessi mælikvarði er ólíkur World Economic Forum að því leyti að hann tekur eingöngu til samfélagslegra og umhverfislegra þátta en ekki neinna hagrænna eða peningalegra breyta. Þá er ekki verið að mæla hagstærðir og efnahagsskipan heldur hvernig þegnunum líður. Til dæmis myndi SPI aldrei mæla „hlutfall af vergri landsframleiðslu“ sem mælikvarða – heldur mæla lýðheilsuþætti til dæmis lífaldur, ungbarnadauða, farsóttir og slíkt. Og þetta mat skilar Íslandi í 4. sætið eða mun ofar en á lista WEF. Atburðir síðustu vikna hafa vakið upp margar spurningar um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Margt bendir til að styrkur Íslands liggi á styrkri velferð og sjálfbærni orkunnar í stóru landi. Verkefnið framundan er því að laga hér hagstjórn og peningastefnu – en halda áfram í þá grunngerð, velferð og umburðarlyndi sem vissulega er hér til staðar. Social Progress Index er verkfæri sem gæti nýst hér.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun