Samfélag án aðgreiningar, virðum mannréttindi Grétar Pétur Geirsson skrifar 7. október 2011 06:00 Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. Við þekkjum öll þessa sögu, blökkumenn börðust fyrir jafnrétti, nú konur hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum, samkynhneigðir og nú stendur barátta fatlaðra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Næst á dagskrá hjá Alþingi er að festa í lög Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með tryggja mannréttindi fatlaðra að lögum. Í fyrstu grein Samnings SÞ segir: Markmiðið með þessum samningi er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. En hvað þýðir þetta allt, frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, bann við mismunun, jöfn tækifæri, aðgengi, jafnrétti kynjanna o.fl. Njóta ekki allir þessara réttinda, er þetta ekki ljóst í Stjórnarskrá landsins. Jú, þetta stendur þarna en þar sem mannréttindi fólks með fötlun eru ekki virt hvorki hér né í öðrum löndum, hefur verið farið í að túlka merkingu þess orðs að allir séu jafnir fyrir lögum. Ísland er búið að skrifa undir samninginn en ekki lögfesta. Meðan svo háttar til hefur hann sáralítið gildi. Það er á annað hundrað lönd sem hafa staðfest samninginn. Það er brýnt að samningurinn sé lögfestur. Við sem erum að vinna í þessari fötlunarpólitík skiljum ekki þennan seinagang stjórnvalda. Eru sjálfsögð mannréttindi eitthvað sem þarf að hræðast? Hvað gerir hinn hreyfihamlaða fatlaðan? Já, þetta er skrýtin spurning en svarið er einfalt. Skerðingin þarf ekki að vera stærsta hindrunin. Stærsta hindrun hreyfihamlaðra er samfélagið sjálft og það endurspeglast í því að aðgengi í sem víðastri merkingu er ekki fyrir hendi. Við höfum því ekki jöfn tækifæri. Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda sem öðrum hafa verið tryggð. Réttur til lífsAðildarríki Samnings SÞ árétta að sérhver mannvera eigi meðfæddan rétt til lífs og skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk fái notið þess á virkan hátt til jafns við aðra segir í 10. grein samningsins. En hvernig er þessum málum háttað þegar kemur að ófæddum börnum sem hafa verið greind með frávik? Staðreyndin er sú að 80% fóstra með frávik fá ekki að fæðast í þennan heim. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst ákvörðun foreldra og verður ekki sett í samning sem þennan, en það verður að tryggja að foreldrar sem standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem það nú er að fara í fóstureyðingu að þeir taki upplýsta ákvörðun. Slík ákvörðun er að mínu mati að foreldrar sem eiga von á barni með frávik fái allar þær upplýsingar sem hugsanlega liggja fyrir, ekki bara að það sé svo erfitt að vera með fatlað barn heldur að foreldrar fái að hitta foreldra sem eiga barn með frávik og fullorðinn fatlaðan einstakling. Einnig er mikilvægt að upplýsa hvaða rétt foreldrar eiga sem snýr að ríki og sveitarfélögum. Virðum margbreytileika lífsins og tökum upplýsta ákvörðun. Að eignast fatlað barn er enginn endir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. Við þekkjum öll þessa sögu, blökkumenn börðust fyrir jafnrétti, nú konur hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum, samkynhneigðir og nú stendur barátta fatlaðra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Næst á dagskrá hjá Alþingi er að festa í lög Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með tryggja mannréttindi fatlaðra að lögum. Í fyrstu grein Samnings SÞ segir: Markmiðið með þessum samningi er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. En hvað þýðir þetta allt, frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, bann við mismunun, jöfn tækifæri, aðgengi, jafnrétti kynjanna o.fl. Njóta ekki allir þessara réttinda, er þetta ekki ljóst í Stjórnarskrá landsins. Jú, þetta stendur þarna en þar sem mannréttindi fólks með fötlun eru ekki virt hvorki hér né í öðrum löndum, hefur verið farið í að túlka merkingu þess orðs að allir séu jafnir fyrir lögum. Ísland er búið að skrifa undir samninginn en ekki lögfesta. Meðan svo háttar til hefur hann sáralítið gildi. Það er á annað hundrað lönd sem hafa staðfest samninginn. Það er brýnt að samningurinn sé lögfestur. Við sem erum að vinna í þessari fötlunarpólitík skiljum ekki þennan seinagang stjórnvalda. Eru sjálfsögð mannréttindi eitthvað sem þarf að hræðast? Hvað gerir hinn hreyfihamlaða fatlaðan? Já, þetta er skrýtin spurning en svarið er einfalt. Skerðingin þarf ekki að vera stærsta hindrunin. Stærsta hindrun hreyfihamlaðra er samfélagið sjálft og það endurspeglast í því að aðgengi í sem víðastri merkingu er ekki fyrir hendi. Við höfum því ekki jöfn tækifæri. Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda sem öðrum hafa verið tryggð. Réttur til lífsAðildarríki Samnings SÞ árétta að sérhver mannvera eigi meðfæddan rétt til lífs og skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk fái notið þess á virkan hátt til jafns við aðra segir í 10. grein samningsins. En hvernig er þessum málum háttað þegar kemur að ófæddum börnum sem hafa verið greind með frávik? Staðreyndin er sú að 80% fóstra með frávik fá ekki að fæðast í þennan heim. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst ákvörðun foreldra og verður ekki sett í samning sem þennan, en það verður að tryggja að foreldrar sem standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem það nú er að fara í fóstureyðingu að þeir taki upplýsta ákvörðun. Slík ákvörðun er að mínu mati að foreldrar sem eiga von á barni með frávik fái allar þær upplýsingar sem hugsanlega liggja fyrir, ekki bara að það sé svo erfitt að vera með fatlað barn heldur að foreldrar fái að hitta foreldra sem eiga barn með frávik og fullorðinn fatlaðan einstakling. Einnig er mikilvægt að upplýsa hvaða rétt foreldrar eiga sem snýr að ríki og sveitarfélögum. Virðum margbreytileika lífsins og tökum upplýsta ákvörðun. Að eignast fatlað barn er enginn endir.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun