Salmann Tamimi: Moska verður að vera á íslenskum forsendum Karen Kjartansdóttir skrifar 8. október 2010 12:00 Salmann Tamimi. Talsmaður Menningaseturs múslíma sem á að vera í Ýmishúsinu í Skógarhlíð segist ekki hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og formaður þess, Salmann Tamimi, heldur fram. Nú stefnir í að félagið fái lóð undir mosku. Fjársterkir útlendingar hafa keypt Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík ætla gera það að mosku og menningarsetri múslíma. Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, sver hópinn af sér. Hann segir talsmenn þeirra sem fjármagna kaupin hafa verið rekna, að vandalega athugðu máli, með bréfi úr Félagi múslíma í fyrra. Ástæðan sé að þeir hafi brotið lög félagsins sem kveða á um að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Salmann tilkynnti hópinn í fyrra í til lögrelgu þar sem hann óttaðist að öfgaöfl væru að skjóta hér rótum. Karim Askari, talsmaður hópsins sem stendur að kaupunum, segir að hann hafi verið kallaðir á fund lögreglunnar en hann hafi útkljáð sín mál í friðsemd. Hann segist vilja vinna að því að fara í einu og öllu eftir lögum og relgum hér á landi. Í samtali við fréttastofu hafnaði hann því þó að hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og Salmann segir. En hvað þótti Salmanni varhugavert við hegðun þessara manna? „Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands," segir Salmann. Félag múslíma hefur lengi beðið eftir því að fá úthlutaða lóð á höfuðborgarsvæðinu. Salmann segir að nú stefni í að þeir fái góða lóð fyrir mosku við Mörkina í Reykjavík. Það muni aldrei koma til greina að Félagið þiggi fé erlendis frá við uppbyggingu hennar. „Ef við ætlum að hafa mosku verður hún að vera gerð á íslenskum forsendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyrir henni kemur eða afhendir stjórntaumana einhverjum aðilum út í heimi missir maður tökin á því sem skeður í framhaldinu," segir Salmann. Hann segir mikilvægt að félaga múslíma greini sig frá öfgafyllri stefnum Íslam. Staða múslíma víða um heim sé viðkvæm vegna öfgahópa. Hann minnir á að ekki megi alhæfa um alla múslíma vegna nokkurra öfgafullra manna ekki frekar en það megi alhæfa um kristna menn eða gyðinga vegna nokkurra ofbeldismanna. Hann minnir á að orðið Íslam þýðir friður. Hann vilji vinna að friði og kærleika og sátt milli trúarbragða. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Talsmaður Menningaseturs múslíma sem á að vera í Ýmishúsinu í Skógarhlíð segist ekki hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og formaður þess, Salmann Tamimi, heldur fram. Nú stefnir í að félagið fái lóð undir mosku. Fjársterkir útlendingar hafa keypt Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík ætla gera það að mosku og menningarsetri múslíma. Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, sver hópinn af sér. Hann segir talsmenn þeirra sem fjármagna kaupin hafa verið rekna, að vandalega athugðu máli, með bréfi úr Félagi múslíma í fyrra. Ástæðan sé að þeir hafi brotið lög félagsins sem kveða á um að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Salmann tilkynnti hópinn í fyrra í til lögrelgu þar sem hann óttaðist að öfgaöfl væru að skjóta hér rótum. Karim Askari, talsmaður hópsins sem stendur að kaupunum, segir að hann hafi verið kallaðir á fund lögreglunnar en hann hafi útkljáð sín mál í friðsemd. Hann segist vilja vinna að því að fara í einu og öllu eftir lögum og relgum hér á landi. Í samtali við fréttastofu hafnaði hann því þó að hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og Salmann segir. En hvað þótti Salmanni varhugavert við hegðun þessara manna? „Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands," segir Salmann. Félag múslíma hefur lengi beðið eftir því að fá úthlutaða lóð á höfuðborgarsvæðinu. Salmann segir að nú stefni í að þeir fái góða lóð fyrir mosku við Mörkina í Reykjavík. Það muni aldrei koma til greina að Félagið þiggi fé erlendis frá við uppbyggingu hennar. „Ef við ætlum að hafa mosku verður hún að vera gerð á íslenskum forsendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyrir henni kemur eða afhendir stjórntaumana einhverjum aðilum út í heimi missir maður tökin á því sem skeður í framhaldinu," segir Salmann. Hann segir mikilvægt að félaga múslíma greini sig frá öfgafyllri stefnum Íslam. Staða múslíma víða um heim sé viðkvæm vegna öfgahópa. Hann minnir á að ekki megi alhæfa um alla múslíma vegna nokkurra öfgafullra manna ekki frekar en það megi alhæfa um kristna menn eða gyðinga vegna nokkurra ofbeldismanna. Hann minnir á að orðið Íslam þýðir friður. Hann vilji vinna að friði og kærleika og sátt milli trúarbragða.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira