Salmann Tamimi: Moska verður að vera á íslenskum forsendum Karen Kjartansdóttir skrifar 8. október 2010 12:00 Salmann Tamimi. Talsmaður Menningaseturs múslíma sem á að vera í Ýmishúsinu í Skógarhlíð segist ekki hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og formaður þess, Salmann Tamimi, heldur fram. Nú stefnir í að félagið fái lóð undir mosku. Fjársterkir útlendingar hafa keypt Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík ætla gera það að mosku og menningarsetri múslíma. Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, sver hópinn af sér. Hann segir talsmenn þeirra sem fjármagna kaupin hafa verið rekna, að vandalega athugðu máli, með bréfi úr Félagi múslíma í fyrra. Ástæðan sé að þeir hafi brotið lög félagsins sem kveða á um að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Salmann tilkynnti hópinn í fyrra í til lögrelgu þar sem hann óttaðist að öfgaöfl væru að skjóta hér rótum. Karim Askari, talsmaður hópsins sem stendur að kaupunum, segir að hann hafi verið kallaðir á fund lögreglunnar en hann hafi útkljáð sín mál í friðsemd. Hann segist vilja vinna að því að fara í einu og öllu eftir lögum og relgum hér á landi. Í samtali við fréttastofu hafnaði hann því þó að hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og Salmann segir. En hvað þótti Salmanni varhugavert við hegðun þessara manna? „Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands," segir Salmann. Félag múslíma hefur lengi beðið eftir því að fá úthlutaða lóð á höfuðborgarsvæðinu. Salmann segir að nú stefni í að þeir fái góða lóð fyrir mosku við Mörkina í Reykjavík. Það muni aldrei koma til greina að Félagið þiggi fé erlendis frá við uppbyggingu hennar. „Ef við ætlum að hafa mosku verður hún að vera gerð á íslenskum forsendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyrir henni kemur eða afhendir stjórntaumana einhverjum aðilum út í heimi missir maður tökin á því sem skeður í framhaldinu," segir Salmann. Hann segir mikilvægt að félaga múslíma greini sig frá öfgafyllri stefnum Íslam. Staða múslíma víða um heim sé viðkvæm vegna öfgahópa. Hann minnir á að ekki megi alhæfa um alla múslíma vegna nokkurra öfgafullra manna ekki frekar en það megi alhæfa um kristna menn eða gyðinga vegna nokkurra ofbeldismanna. Hann minnir á að orðið Íslam þýðir friður. Hann vilji vinna að friði og kærleika og sátt milli trúarbragða. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Talsmaður Menningaseturs múslíma sem á að vera í Ýmishúsinu í Skógarhlíð segist ekki hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og formaður þess, Salmann Tamimi, heldur fram. Nú stefnir í að félagið fái lóð undir mosku. Fjársterkir útlendingar hafa keypt Ýmishúsið í Skógarhlíð í Reykjavík ætla gera það að mosku og menningarsetri múslíma. Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, sver hópinn af sér. Hann segir talsmenn þeirra sem fjármagna kaupin hafa verið rekna, að vandalega athugðu máli, með bréfi úr Félagi múslíma í fyrra. Ástæðan sé að þeir hafi brotið lög félagsins sem kveða á um að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Salmann tilkynnti hópinn í fyrra í til lögrelgu þar sem hann óttaðist að öfgaöfl væru að skjóta hér rótum. Karim Askari, talsmaður hópsins sem stendur að kaupunum, segir að hann hafi verið kallaðir á fund lögreglunnar en hann hafi útkljáð sín mál í friðsemd. Hann segist vilja vinna að því að fara í einu og öllu eftir lögum og relgum hér á landi. Í samtali við fréttastofu hafnaði hann því þó að hafa verið rekinn úr Félagi múslíma eins og Salmann segir. En hvað þótti Salmanni varhugavert við hegðun þessara manna? „Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands," segir Salmann. Félag múslíma hefur lengi beðið eftir því að fá úthlutaða lóð á höfuðborgarsvæðinu. Salmann segir að nú stefni í að þeir fái góða lóð fyrir mosku við Mörkina í Reykjavík. Það muni aldrei koma til greina að Félagið þiggi fé erlendis frá við uppbyggingu hennar. „Ef við ætlum að hafa mosku verður hún að vera gerð á íslenskum forsendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyrir henni kemur eða afhendir stjórntaumana einhverjum aðilum út í heimi missir maður tökin á því sem skeður í framhaldinu," segir Salmann. Hann segir mikilvægt að félaga múslíma greini sig frá öfgafyllri stefnum Íslam. Staða múslíma víða um heim sé viðkvæm vegna öfgahópa. Hann minnir á að ekki megi alhæfa um alla múslíma vegna nokkurra öfgafullra manna ekki frekar en það megi alhæfa um kristna menn eða gyðinga vegna nokkurra ofbeldismanna. Hann minnir á að orðið Íslam þýðir friður. Hann vilji vinna að friði og kærleika og sátt milli trúarbragða.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira