Salmann segir að tala þurfi samkynhneigða til Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2014 11:10 Konur geta verið höfuð fjölskyldunnar, þjófar ættu að missa hönd og samkynhneigða þarf að tala til. Þetta sagði Salmann Tamimi í samtali við Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gær. Þar bar hann Íslendingum vel söguna, sagði Íslendinga vera gott fólk og að moskan sem hann vill sjá rísa hér á landi yrði fyrir alla, ekki einungis fyrir þá 1500 múslima sem búa hérlendis. Salmann sagði mikilvægt að fá mosku í Reykjavík, núverandi húsnæði sé sprungið og aðgengi fyrir fatlaða sé ábótavant. „Aðalmálið er að hafa mosku miðsvæðis svo að allir sem vilja komast geti komist,“ sagði Salmann í samtali við Sindra Sindrason. Hann bætti við að þetta yrði eina moskan hér á landi enda sé ólíkt að söfnuður hans muni stækka svo hratt að þörf sé á fleiri. Margir hafa velt því fyrir sér hvort ónæði muni hljótast af bænakalli frá mínarettu moskunnar en Salmann sagði að sú verði ekki raunin. Söfnuðurinn hafi verið hér í fjórtán ár án þess að ónáða nágranna sína með bænakalli og það muni ekki koma til með að breytast. „Nema að þeir vilji hlusta á það,“ sagði Salmann.Salmann segir grýtingar í Íslam heyra sögunni til.Þegar talið barst að réttindum kvenna í trúarbrögðum hans sagði Salmann konuna í raun vera höfuð fjölskyldunnar, enda sé það hún sem elur upp börnin og ákveður hvað þau fái að borða. Bæði kynin hafi þó sín hlutverk og að titillinn „höfuð fjölskyldunnar“ sé í raun íþyngjandi, sérstaklega fyrir karlmenn sem þyrftu þá að „sjá um konuna frá A til Ö“. „Það er miklu betra að hún sjái um mig,“ sagði Salmann kankvís.Ekki hægt að vera samkynhneigður múslimiSalmann sagði að hann myndi ekki neita samkynhneigðum um hjónavígslu í söfnuði sínum þrátt fyrir að samkynhneigð sé álitin synd í Íslam, rétt eins og í öðrum trúarbrögðum. „Það er ekki mitt hlutverk að spyrjast fyrir,“ sagði hann og bætti við að giftingar séu með öðru sniði meðal múslima en kristinna enda fer engin eiginleg blessun fram í íslömskum hjónavígslum. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að vera samkynhneigður múslimi, trúin leyfi það ekki. Samkynhneigðin sé þó ekki dauðsynd í Íslam eins og margir hafa haldið fram, múslimum er heldur ráðlagt í Kóraninum „að tala samkynhneigða til“ og vísa þeim rétta leið. Salmann er einnig þeirrar skoðunar að þjófar ættu að missa höndina fyrir þjófnað, rétt eins og að morðingjar eigi að gjalda fyrir brot sín með lífi sínu, það er að segja „ef fjölskylda þess látna fyrirgefur þeim ekki.“ Hann telur þetta eðlilega löggjöf enda séu þessi skilyrði tíunduð í Kóraninum sem trú hans byggist á. Grýtingar á konum og samkynhneigðum heyri þó sögunni til, rétt eins og í öðrum trúarbrögðum sem reisa stoðir sínar á Gamla testamentinu. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Konur geta verið höfuð fjölskyldunnar, þjófar ættu að missa hönd og samkynhneigða þarf að tala til. Þetta sagði Salmann Tamimi í samtali við Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gær. Þar bar hann Íslendingum vel söguna, sagði Íslendinga vera gott fólk og að moskan sem hann vill sjá rísa hér á landi yrði fyrir alla, ekki einungis fyrir þá 1500 múslima sem búa hérlendis. Salmann sagði mikilvægt að fá mosku í Reykjavík, núverandi húsnæði sé sprungið og aðgengi fyrir fatlaða sé ábótavant. „Aðalmálið er að hafa mosku miðsvæðis svo að allir sem vilja komast geti komist,“ sagði Salmann í samtali við Sindra Sindrason. Hann bætti við að þetta yrði eina moskan hér á landi enda sé ólíkt að söfnuður hans muni stækka svo hratt að þörf sé á fleiri. Margir hafa velt því fyrir sér hvort ónæði muni hljótast af bænakalli frá mínarettu moskunnar en Salmann sagði að sú verði ekki raunin. Söfnuðurinn hafi verið hér í fjórtán ár án þess að ónáða nágranna sína með bænakalli og það muni ekki koma til með að breytast. „Nema að þeir vilji hlusta á það,“ sagði Salmann.Salmann segir grýtingar í Íslam heyra sögunni til.Þegar talið barst að réttindum kvenna í trúarbrögðum hans sagði Salmann konuna í raun vera höfuð fjölskyldunnar, enda sé það hún sem elur upp börnin og ákveður hvað þau fái að borða. Bæði kynin hafi þó sín hlutverk og að titillinn „höfuð fjölskyldunnar“ sé í raun íþyngjandi, sérstaklega fyrir karlmenn sem þyrftu þá að „sjá um konuna frá A til Ö“. „Það er miklu betra að hún sjái um mig,“ sagði Salmann kankvís.Ekki hægt að vera samkynhneigður múslimiSalmann sagði að hann myndi ekki neita samkynhneigðum um hjónavígslu í söfnuði sínum þrátt fyrir að samkynhneigð sé álitin synd í Íslam, rétt eins og í öðrum trúarbrögðum. „Það er ekki mitt hlutverk að spyrjast fyrir,“ sagði hann og bætti við að giftingar séu með öðru sniði meðal múslima en kristinna enda fer engin eiginleg blessun fram í íslömskum hjónavígslum. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að vera samkynhneigður múslimi, trúin leyfi það ekki. Samkynhneigðin sé þó ekki dauðsynd í Íslam eins og margir hafa haldið fram, múslimum er heldur ráðlagt í Kóraninum „að tala samkynhneigða til“ og vísa þeim rétta leið. Salmann er einnig þeirrar skoðunar að þjófar ættu að missa höndina fyrir þjófnað, rétt eins og að morðingjar eigi að gjalda fyrir brot sín með lífi sínu, það er að segja „ef fjölskylda þess látna fyrirgefur þeim ekki.“ Hann telur þetta eðlilega löggjöf enda séu þessi skilyrði tíunduð í Kóraninum sem trú hans byggist á. Grýtingar á konum og samkynhneigðum heyri þó sögunni til, rétt eins og í öðrum trúarbrögðum sem reisa stoðir sínar á Gamla testamentinu.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira