Salka Sól áreitt á árshátíð: „Ég vona að konan hans lesi þetta“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2017 18:38 Salka Sól á sviði í Kórnum í Kópavogi. Vísir/ernir „Ég man að ég hugsaði: „Ég trúi ekki að þetta sé ennþá að gerast. Ég varð bara svo hissa,“ segir sjónvarpsmaðurinn og söngkonan Salka Sól Eyfeld sem var í gær áreitt af gesti á árshátið Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Þar koma Salka fram ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna en hún greindi frá því á Twitter í dag að í þann mund sem hún var að stíga á svið hafi maður gerst fjölþreifinn við hana. „Þetta var eiginlega frekar ömurlegt,“ segir Salka og útskýrir fyrir blaðamanni að hún hafi verið að bíða eftir því að stíga á svið, sem staðsett var í miðjum salnum, þegar maðurinn, sem Salka telur að hafi verið á fertugsaldri, gengur framhjá og „bara greip í rassinn“ á henni, eins og hún orðar það. Henni var eðlilega brugðið.Til mannsins sem kleip í rassinn á mér rétt áður en ég labbaði uppá svið á Iceland Air árshátíðinni í gær: fokk you dóni.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 26, 2017 „Hefði ég ekki átt að vera komin upp á svið og og haft meiri tíma þá hefði ég náttúrulega stoppað hann og spurt hvað væri að honum. Hann hins vegar snéri sér við og fannst þetta fyndið og sniðugt,“ segir Salka og bætir við að þó hana hafi dauðlangað til hafi hún ekki verið í aðstöðu til að bregðast við. „Ég þurfti bara að fara upp á svið og byrja á laginu. Það hvarflaði að mér, því ég hélt á hljóðnema, að láta hann heyra það fyrir framan allan salinn en ég ákvað að láta það vera. The show must go on." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salka hefur lent í sambærilegu áreiti. Hún og kynsystur hennar eru margar hverjar orðnar langþreyttar á því að karlar þreifi á þeim eða klípi þær sem er gömul saga og ný á næturlífinu eða öðrum skemmtunum. „Þegar ég hef lent í þessu á skemmtistöðum til dæmis þá hef ég bara snúið mér við og spurt hvað þeim gangi til. Ég læt þá auðvitað ekkert komast upp með þetta.“ Í þetta skiptið hafi það þó ekki verið mögulegt eins og fyrr segir. Þess vegna hafi hún ákveðið að greina frá þessu á Twitter og vonar Salka að þetta rati til dónakallsins. „Ég þurfti bara að láta hann vita að þetta er fáránleg hegðun. Þó svo að ég hafi ekki getað sagt eitthvað við hann á þessari stundu á árshátíðinni í gær þá bara sagði ég það við hann svona og ég vona að hann sjái þetta," segir Salka. „Og ég vona að konan hans lesi þetta líka.“ Tíst Sölku má sjá hér að ofan. Icelandair Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Ég man að ég hugsaði: „Ég trúi ekki að þetta sé ennþá að gerast. Ég varð bara svo hissa,“ segir sjónvarpsmaðurinn og söngkonan Salka Sól Eyfeld sem var í gær áreitt af gesti á árshátið Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Þar koma Salka fram ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna en hún greindi frá því á Twitter í dag að í þann mund sem hún var að stíga á svið hafi maður gerst fjölþreifinn við hana. „Þetta var eiginlega frekar ömurlegt,“ segir Salka og útskýrir fyrir blaðamanni að hún hafi verið að bíða eftir því að stíga á svið, sem staðsett var í miðjum salnum, þegar maðurinn, sem Salka telur að hafi verið á fertugsaldri, gengur framhjá og „bara greip í rassinn“ á henni, eins og hún orðar það. Henni var eðlilega brugðið.Til mannsins sem kleip í rassinn á mér rétt áður en ég labbaði uppá svið á Iceland Air árshátíðinni í gær: fokk you dóni.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 26, 2017 „Hefði ég ekki átt að vera komin upp á svið og og haft meiri tíma þá hefði ég náttúrulega stoppað hann og spurt hvað væri að honum. Hann hins vegar snéri sér við og fannst þetta fyndið og sniðugt,“ segir Salka og bætir við að þó hana hafi dauðlangað til hafi hún ekki verið í aðstöðu til að bregðast við. „Ég þurfti bara að fara upp á svið og byrja á laginu. Það hvarflaði að mér, því ég hélt á hljóðnema, að láta hann heyra það fyrir framan allan salinn en ég ákvað að láta það vera. The show must go on." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salka hefur lent í sambærilegu áreiti. Hún og kynsystur hennar eru margar hverjar orðnar langþreyttar á því að karlar þreifi á þeim eða klípi þær sem er gömul saga og ný á næturlífinu eða öðrum skemmtunum. „Þegar ég hef lent í þessu á skemmtistöðum til dæmis þá hef ég bara snúið mér við og spurt hvað þeim gangi til. Ég læt þá auðvitað ekkert komast upp með þetta.“ Í þetta skiptið hafi það þó ekki verið mögulegt eins og fyrr segir. Þess vegna hafi hún ákveðið að greina frá þessu á Twitter og vonar Salka að þetta rati til dónakallsins. „Ég þurfti bara að láta hann vita að þetta er fáránleg hegðun. Þó svo að ég hafi ekki getað sagt eitthvað við hann á þessari stundu á árshátíðinni í gær þá bara sagði ég það við hann svona og ég vona að hann sjái þetta," segir Salka. „Og ég vona að konan hans lesi þetta líka.“ Tíst Sölku má sjá hér að ofan.
Icelandair Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira