Sálfræðimeðferð – réttindi eða forréttindi? Hrund Þrándardóttir skrifar 8. október 2015 07:00 Í nýlegu viðtali á visir.is lýsir ung kona því að hún hafi verið í sálfræðimeðferð við kvíða og þunglyndi sem hafi borið góðan árangur. Henni hafi hins vegar brugðið þegar hún áttaði sig á kostnaðinum sem var mikill. Sálfræðimeðferð er nefnilega ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum líkt og flest önnur heilbrigðisþjónusta. Sálfræðingafélag Íslands hefur ítrekað fundað með yfirvöldum og bent á þetta ósamræmi í niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu og lýst áhyggjum af takmörkuðu aðgengi almennings að þjónustu sálfræðinga hjá ríki og sveitarfélögum sem er m.a. tilkomið vegna langra biðlista og/eða skertrar þjónustu. Klínískar leiðbeiningar byggja á bestu þekkingu hverju sinni, meðal annars út frá rannsóknum á árangri meðferðar og er markmiðið með þeim að vísa veginn í átt að bestu mögulegu meðferð með sem minnstri áhættu og án óhóflegs kostnaðar. Hérlendis hafa klínískar leiðbeiningar sem segja til um greiningu og meðferð þunglyndis og kvíða verið samþykktar af Landlæknisembættinu. Samkvæmt þeim ætti sálfræðimeðferð, nánar tiltekið hugræn atferlismeðferð, að vera fyrsta meðferðarval við kvíða og vægu til miðlungs þunglyndi. Það er einmitt meðferðin sem bar góðan árangur hjá ungu konunni en hún þurfti að greiða fyrir úr eigin vasa. Meðferð sem hún myndi kjósa að halda áfram í ef hún hefði efni á því. Meðferð sem rannsóknir hafa sýnt að nýtist og gagnast best, ekki einungis fyrir einstaklinginn heldur einnig fyrir þjóðfélagið. Sálfræðiþjónusta borgar sig. Rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er haldið á spilunum, ef farið er eftir klínískum leiðbeiningum og sú meðferð nýtt sem gagnast best, fækkar þeim sem flosna upp úr námi eða vinnu, veikindadögum fækkar og einstaklingum á örorkubótum fækkar. Þar sem sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd eiga hins vegar margir þeirra sem kljást við kvíða og þunglyndi ekki kost á að nýta sér slíka meðferð. Meðferð þar sem fólki eru kenndar leiðir til að kljást við sinn vanda í daglegu lífi, fyrirbyggja frekari vanda og hámarka lífsgæði sín. Fólk á að hafa raunverulegan aðgang að þeirri meðferð sem virkar best. Sálfræðimeðferð fyrir þá sem á þurfa að halda á að teljast til réttinda, ekki forréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali á visir.is lýsir ung kona því að hún hafi verið í sálfræðimeðferð við kvíða og þunglyndi sem hafi borið góðan árangur. Henni hafi hins vegar brugðið þegar hún áttaði sig á kostnaðinum sem var mikill. Sálfræðimeðferð er nefnilega ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum líkt og flest önnur heilbrigðisþjónusta. Sálfræðingafélag Íslands hefur ítrekað fundað með yfirvöldum og bent á þetta ósamræmi í niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu og lýst áhyggjum af takmörkuðu aðgengi almennings að þjónustu sálfræðinga hjá ríki og sveitarfélögum sem er m.a. tilkomið vegna langra biðlista og/eða skertrar þjónustu. Klínískar leiðbeiningar byggja á bestu þekkingu hverju sinni, meðal annars út frá rannsóknum á árangri meðferðar og er markmiðið með þeim að vísa veginn í átt að bestu mögulegu meðferð með sem minnstri áhættu og án óhóflegs kostnaðar. Hérlendis hafa klínískar leiðbeiningar sem segja til um greiningu og meðferð þunglyndis og kvíða verið samþykktar af Landlæknisembættinu. Samkvæmt þeim ætti sálfræðimeðferð, nánar tiltekið hugræn atferlismeðferð, að vera fyrsta meðferðarval við kvíða og vægu til miðlungs þunglyndi. Það er einmitt meðferðin sem bar góðan árangur hjá ungu konunni en hún þurfti að greiða fyrir úr eigin vasa. Meðferð sem hún myndi kjósa að halda áfram í ef hún hefði efni á því. Meðferð sem rannsóknir hafa sýnt að nýtist og gagnast best, ekki einungis fyrir einstaklinginn heldur einnig fyrir þjóðfélagið. Sálfræðiþjónusta borgar sig. Rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er haldið á spilunum, ef farið er eftir klínískum leiðbeiningum og sú meðferð nýtt sem gagnast best, fækkar þeim sem flosna upp úr námi eða vinnu, veikindadögum fækkar og einstaklingum á örorkubótum fækkar. Þar sem sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd eiga hins vegar margir þeirra sem kljást við kvíða og þunglyndi ekki kost á að nýta sér slíka meðferð. Meðferð þar sem fólki eru kenndar leiðir til að kljást við sinn vanda í daglegu lífi, fyrirbyggja frekari vanda og hámarka lífsgæði sín. Fólk á að hafa raunverulegan aðgang að þeirri meðferð sem virkar best. Sálfræðimeðferð fyrir þá sem á þurfa að halda á að teljast til réttinda, ekki forréttinda.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun