Enski boltinn

Sakho sættir sig við niðurstöðuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mamadou Sakho.
Mamadou Sakho. vísir/getty
Mamadou Sakho, varnarmaður Liverpool, er væntanlega á leiðinni í langt keppnisbann.

Hann féll á lyfjaprófi á dögunum og hefur nú ákveðið að fara ekki fram á að tekið sé B-sýni.

Sakho féll á lyfjaprófi eftir Evrópudeildarleikinn gegn Man. Utd þann 17. mars síðastliðinn. Talið er að hann hafi verið að taka ólöglegar fitubrennslutöflur.

Liverpool var þegar búið að setja leikmanninn í bann og ætlaði að hafa hann í banni á meðan málið var tekið fyrir.

Liðsfélagi Sakho, Kolo Toure, var dæmdur í sex mánaða bann árið 2011 en hann féll þá á lyfjaprófi eftir að hafa tekið fiturbrennslutöflur sem hann sagði að konan sín hefði mælt með.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×