Enski boltinn

Sakho má spila á ný | UEFA rannsakar málið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sakho tekur eitt stykki "selfie".
Sakho tekur eitt stykki "selfie". vísir/getty
UEFA hefur sent frá sér tilkynningu sem staðfestir að bann Mamadou Sakho hefur tekið enda og varnarmaður Liverpool má nú spila á ný.

Sakho var sendur í 30 daga bann vegna þess að hann féll á lyfjaprófi, en hann á að hafa tekið inn brennslutöflur sem innihalda ólögleg efni.

Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan í 4-0 sigrinum á Everton þann 20. apríl, en hann horfði upp á samherja sína tapa 3-1 gegn Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

UEFA hefur nú hafið rannsókn á því hvort brennslutöflurnar sem Sakho á að hafa tekið inn eigi yfir höfuð að vera á bannlista UEFA.

„30 daga banni Sakho lýkur í dag. Formaður stjórnunar-, siðferðis- og aganefndar hefur ákveðið að framlengja hana ekki. Leikmaðurinn má spila frá og með morgundeginum, en endanlega ákvörðun mun verða tekin á næstu dögum," segir í yfirlýsingu UEFA.

Frakkinn gæti því verið gjaldgengur á EM í Frakklandi, en bæði Raphael Varane og Jeremy Mathieu eru báðir dottnir úr franska hópnum vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×