Sakfelling ekki brot á tjáningarfrelsi kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 28. apríl 2015 08:15 Davíð Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, segir dóm dómstólsins um hatursáróður gegn samkynhneigðum veita víðtæka vernd. Lögmaður Samtakanna ´78 vísar í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem skert tjáningarfrelsi er réttlætt vegna niðrandi ummæla. Fréttablaðið/Gva „Mannréttindadómstóllinn hefur verið lítt hrifinn af því að varpa fólki í fangelsi fyrir það sem það segir, en í þessum dómi komst meirihluti dómara að þeirri niðurstöðu að kærendur hafi þurft að þola skerðingu á tjáningarfrelsi,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, um dóm dómstólsins sem fjallaði um hatursáróður gegn samkynhneigðum. Þetta er dómur í máli Vejdeland og annarra (Vejdeland and others) gegn Svíþjóð frá 9. febrúar 2012. Í hann vísar Björg Valgeirsdóttir, lögmaður Samtakanna "78, við mat á því hvort refsing fyrir að breiða út hatursáróður í garð samkynhneigðra sé nauðsynleg. „Kærandi og aðrir með honum dreifðu bæklingum í menntaskóla í Svíþjóð þar sem fjallað var á móðgandi hátt um samkynhneigða. Þeir voru dregnir fyrir dóm í Svíþjóð og dæmdir fyrir að dreifa bæklingunum.Sjá einnig: Samtökin 78 skoðuðu ummæli tæplega þrjátíu einstaklinga Þeir voru ekki sáttir við þetta og fóru með það fyrir Mannréttindadómstólinn á þeim forsendum að það hafi verið brotið á tjáningarfrelsi þeirra. Niðurstaðan varð að Mannréttindadómstóllinn taldi það ekki brot á tjáningarfrelsi að sakfella menn fyrir slíkan hatursáróður. Það er nokkuð víðtæk vernd sem samkynhneigðum er veitt með þessum dómi en óvíst hvort hann hafi nægt fordæmisgildi þar sem dómarar voru klofnir í forsendum sínum.“Dæmi um kærð ummæli Fréttablaðið birtir hér ummæli eins þeirra kærðu:„Samtökin 78 sem eru Hommar og Lesbíur og eru alltaf að færa sig upp á skaftið eins og sagt var í gamladaga. Eru þessi samtök ekki búin að ganga nógu langt þegar þau eru komin með þjóðkirkjuna í vasan - Stjórn Reykjavíkur upp á armin með hinsegingöngur sem taka fram 17 júni hátíðarhöld þjóðarinnar - merkingar á götum borgarinnar - sér fána um alla borg. -- Og á nú að fara að stíga sama spor og þýsku nazistarnir gerðu og kommarnir í Rússlandi að fara að heilaþvo börnin í landinu með kynlífsfræðslu samkynhneigðra. Fræðslu um það hvernig kynvillingar þessa lands og annara búa til börnin sem eiga að erfa land og þjóð. -- NEI - Nú er ég að minnsta kosti að fá nóg...“„Hvaða fræðsluprógram ertu að tala um ??? Sjúkdóm þessa fólks ??? Kynórana ???? -- Þetta er þér svo mikið áhugamál að ég fer að halda að þú sért hommi og einna af þessu fólki.“ Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
„Mannréttindadómstóllinn hefur verið lítt hrifinn af því að varpa fólki í fangelsi fyrir það sem það segir, en í þessum dómi komst meirihluti dómara að þeirri niðurstöðu að kærendur hafi þurft að þola skerðingu á tjáningarfrelsi,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, um dóm dómstólsins sem fjallaði um hatursáróður gegn samkynhneigðum. Þetta er dómur í máli Vejdeland og annarra (Vejdeland and others) gegn Svíþjóð frá 9. febrúar 2012. Í hann vísar Björg Valgeirsdóttir, lögmaður Samtakanna "78, við mat á því hvort refsing fyrir að breiða út hatursáróður í garð samkynhneigðra sé nauðsynleg. „Kærandi og aðrir með honum dreifðu bæklingum í menntaskóla í Svíþjóð þar sem fjallað var á móðgandi hátt um samkynhneigða. Þeir voru dregnir fyrir dóm í Svíþjóð og dæmdir fyrir að dreifa bæklingunum.Sjá einnig: Samtökin 78 skoðuðu ummæli tæplega þrjátíu einstaklinga Þeir voru ekki sáttir við þetta og fóru með það fyrir Mannréttindadómstólinn á þeim forsendum að það hafi verið brotið á tjáningarfrelsi þeirra. Niðurstaðan varð að Mannréttindadómstóllinn taldi það ekki brot á tjáningarfrelsi að sakfella menn fyrir slíkan hatursáróður. Það er nokkuð víðtæk vernd sem samkynhneigðum er veitt með þessum dómi en óvíst hvort hann hafi nægt fordæmisgildi þar sem dómarar voru klofnir í forsendum sínum.“Dæmi um kærð ummæli Fréttablaðið birtir hér ummæli eins þeirra kærðu:„Samtökin 78 sem eru Hommar og Lesbíur og eru alltaf að færa sig upp á skaftið eins og sagt var í gamladaga. Eru þessi samtök ekki búin að ganga nógu langt þegar þau eru komin með þjóðkirkjuna í vasan - Stjórn Reykjavíkur upp á armin með hinsegingöngur sem taka fram 17 júni hátíðarhöld þjóðarinnar - merkingar á götum borgarinnar - sér fána um alla borg. -- Og á nú að fara að stíga sama spor og þýsku nazistarnir gerðu og kommarnir í Rússlandi að fara að heilaþvo börnin í landinu með kynlífsfræðslu samkynhneigðra. Fræðslu um það hvernig kynvillingar þessa lands og annara búa til börnin sem eiga að erfa land og þjóð. -- NEI - Nú er ég að minnsta kosti að fá nóg...“„Hvaða fræðsluprógram ertu að tala um ??? Sjúkdóm þessa fólks ??? Kynórana ???? -- Þetta er þér svo mikið áhugamál að ég fer að halda að þú sért hommi og einna af þessu fólki.“
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira