Erlent

Saka kúrdíska skæruliða um sprengjuárásina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sorg ríkir í Tyrklandi vegna árásanna.
Sorg ríkir í Tyrklandi vegna árásanna. Vísir/EPA
Yfirvöld í Tyrklandi segja að ýmislegt bendi til þess að kúrdískir skæruliðar hafi staðið að baki sprengjunum tveimur sem urðu minnst 38 að bana í Istanbúl í gær. BBC greinir frá.

Aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands segir að frumrannsóknir gefi þetta til kynna en skæruliðar af kúrdísku bergi brotnu hafa áður gert svipaðar árásir. Svo virðist sem að árásarmennirnir hafi haft í huga að ráðast að öryggislögreglu Tyrklands með árásanum.

Bílsprengja var sprengd við hlið rútu sem flutti óeirðarlögreglumenn að leikvanginum þar sem sprengingarnar urðu. Sprengingarnar áttu sér stað tveimur klukkutímum eftir leik knattspyrnuliðanna Besiktas og Bursaspor, sem eru tvö af sterkustu liðum Tyrklands. Áhorfendur leiksins voru farnir af svæðinu þegar sprengingarnar áttu sér stað

Um 300 til 400 kíló af sprengiefni voru notuð í árásinni. Líkt og áður segir var önnur sprengjan bílsprengja en líklegt þykir að einn árásarmananna hafi einnig sprengt sjálfan sig í loft upp.


Tengdar fréttir

38 létust í Istanbúl

39 létust og minnst 166 særðust í sprengingunum tveimur fyrir utan knattspyrnuvöll í Istanbúl í Tyrklandi í gær




Fleiri fréttir

Sjá meira


×