Erlent

Sagðir hafa borað sig inn í hvelfingu Prince

Samúel Karl Ólason skrifar
Prince.
Prince. Vísir/Getty
Búið er að opna læsta hvelfingu á heimili Prince, þar sem hann geymdi gífurlegan fjölda laga sem hafa ekki verið gefin út né spiluð opinberlega. Umsjónarmenn eigna tónlistarmannsins eru sagðir hafa borað sig inn í hvelfinguna þar sem Prince var sá eini sem kunni kóðann á læsingu hennar.

Prince lést þann 21. apríl síðastliðinn, en hann var 57 ára gamall.

Samkvæmt heimildum ABC gætu umsjónarmenn bús Prince gefið út tónlistarplötu á hverju ári í um hundrað ár, með því að nota lögin í hvelfingunni. Prince, sem gaf út 39 plötur á ferli sínum, tjáði sig um hvelfinguna og lögin sem þar væri að finna árið 2012.

„Einhvern tímann mun einhver gefa þessi lög út. Ég held að ég muni ekki gera það. Þau eru svo mörg.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×