Handbolti

Sagði upp í sumar en mun halda áfram að þjálfa landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Babic á hliðarlínunni í Ríó.
Babic á hliðarlínunni í Ríó. vísir/getty
Það er búið að ganga frá þjálfaramálum króatíska landsliðsins í handbolta.

Zeljko Babic sagði upp störfum eftir Ólympíuleikana í Ríó þar sem Króatía féll úr leik í átta liða úrslitum keppninnar. Sá árangur olli miklum vonbrigðum.

Það hefur ekkert legið á hjá Króötum að finna nýjan þjálfara þar sem EM 2018 fer fram í landinu og Króatar þar af leiðandi ekki í undankeppninni.

Króatar leyfðu rykinu að setjast eftir ÓL og hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að best sé að Babic verði áfram. Uppsögn hans hefur því verið dregin til baka og hann mætir með liðið á HM í Frakklandi í janúar. Allir kátir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×