Sætuefnin fjölga fyrirburum 16. júlí 2010 03:45 Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson Neysla á svokölluðum diet-drykkjum getur aukið líkurnar á fyrirburafæðingum um allt að 78 prósent, að því er kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í læknatímaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Rannsóknin var unnin sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Statens Serum Institut í Danmörku og Harvard. Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands og stjórnandi rannsóknarinnar, segir að rannsóknum á áhrifum sætuefna á menn sé enn mjög ábótavant. Þetta sé fyrsta rannsóknin á því sviði. „Niðurstöðurnar sýndu að þær konur sem neyttu lítra á dag eða meira af drykkjum með sætuefnum voru í 78 prósent meiri hættu að eignast barnið sitt fyrir 37. viku," segir Þórhallur. „Þær sem drukku einungis eitt glas á dag voru í 38 prósent meiri hættu." Verkefnið var stór ferilrannsókn sem 59.334 danskar konur tóku þátt í strax frá upphafi meðgöngu. Þær svöruðu spurningarlistum varðandi mataræði og tekin voru regluleg viðtöl við þær í gegnum síma alla meðgönguna. Unnið var úr upplýsingunum og þær bornar saman við upplýsingar frá fæðingardeildum sjúkrahúsa eftir fæðingar. Í ljós kom að þær sem höfðu neytt drykkja með sætuefnum voru í mun meiri hættu að eignast börn sín fyrir tímann. Neysla sykraðra drykkja virtist ekki hafa nein áhrif. Þórhallur segir aspartam, sem er í flestum tegundum sykurlausra drykkja, ekki vera líffræðilega óvirkt efni og rannsóknir á dýrum hafi leitt í ljós að það geti valdið fyrirburafæðingum. „Það er alltaf raunin með virk efni að það eru einhverjir hópar sem þola þau ekki," segir hann. „Þess vegna eru ófrískar konur kjörinn hópur til rannsókna. Fóstrið og konan eru mjög viðkvæm og tímabilið varir stutt. En það vantar vissulega upp á rannsóknir á þessum sviðum." Þórhallur segir ekki skynsamlegt að hvetja fólk til að auka eða minnka eitt né neitt eftir niðurstöður fyrstu rannsókna á tilteknum efnum. „Við viljum að aðrir fari í sín gagnasöfn og skoði hvort þetta sé eitthvað sem taka ber alvarlega," segir hann. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Neysla á svokölluðum diet-drykkjum getur aukið líkurnar á fyrirburafæðingum um allt að 78 prósent, að því er kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í læknatímaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Rannsóknin var unnin sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Statens Serum Institut í Danmörku og Harvard. Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands og stjórnandi rannsóknarinnar, segir að rannsóknum á áhrifum sætuefna á menn sé enn mjög ábótavant. Þetta sé fyrsta rannsóknin á því sviði. „Niðurstöðurnar sýndu að þær konur sem neyttu lítra á dag eða meira af drykkjum með sætuefnum voru í 78 prósent meiri hættu að eignast barnið sitt fyrir 37. viku," segir Þórhallur. „Þær sem drukku einungis eitt glas á dag voru í 38 prósent meiri hættu." Verkefnið var stór ferilrannsókn sem 59.334 danskar konur tóku þátt í strax frá upphafi meðgöngu. Þær svöruðu spurningarlistum varðandi mataræði og tekin voru regluleg viðtöl við þær í gegnum síma alla meðgönguna. Unnið var úr upplýsingunum og þær bornar saman við upplýsingar frá fæðingardeildum sjúkrahúsa eftir fæðingar. Í ljós kom að þær sem höfðu neytt drykkja með sætuefnum voru í mun meiri hættu að eignast börn sín fyrir tímann. Neysla sykraðra drykkja virtist ekki hafa nein áhrif. Þórhallur segir aspartam, sem er í flestum tegundum sykurlausra drykkja, ekki vera líffræðilega óvirkt efni og rannsóknir á dýrum hafi leitt í ljós að það geti valdið fyrirburafæðingum. „Það er alltaf raunin með virk efni að það eru einhverjir hópar sem þola þau ekki," segir hann. „Þess vegna eru ófrískar konur kjörinn hópur til rannsókna. Fóstrið og konan eru mjög viðkvæm og tímabilið varir stutt. En það vantar vissulega upp á rannsóknir á þessum sviðum." Þórhallur segir ekki skynsamlegt að hvetja fólk til að auka eða minnka eitt né neitt eftir niðurstöður fyrstu rannsókna á tilteknum efnum. „Við viljum að aðrir fari í sín gagnasöfn og skoði hvort þetta sé eitthvað sem taka ber alvarlega," segir hann.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira