Sættir tekist milli Þórarins og Arnþrúðar Bjarki Ármannsson skrifar 12. janúar 2016 18:34 Vísir greindi frá því í gær að Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, væri í meira lagi ósátt með greinaskrif Þórarins Þórarinssonar blaðamanns fyrir tímaritið MAN Vísir „Við Arnþrúður ræddum þetta vítt og breitt og ég skil vel að hún sé orðin langþreytt á árásum á persónu sína og útvarpsstöðina en ég leit nú alls ekki á þessa grein sem slíkt. Heldur virðingarvott eins dyggasta aðdáanda Útvarps Sögu,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.Greinin skrifuð af mikilli væntumþykju Vísir greindi frá því í gær að Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, væri í meira lagi ósátt með greinaskrif Þórarins fyrir tímaritið MAN en þar fjallar hann um helstu innhringjendur útvarpsstöðvarinnar.Arnþrúður fór fram á það bréflega að Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, innkallaði öll eintök nýjasta tölublaðsins. Björk birti mynd af bréfinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/Björk EiðsdóttirSvo öfugt fór greinin í Arnþrúði að hún fór fram á það bréflega að Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, innkallaði öll eintök þessa nýjasta tölublaðs tímaritsins. Þá gerði Arnþrúður athugasemd við það að Þórarinn hafði verið á launaskrá hjá Sögu um tíma, við skrif á vef útvarpsstöðvarinnar, á sama tíma og þessi grein var unnin fyrir MAN. „Við sættumst ekki á greinina sem slíka en erum sammála að um að enn ríki milli okkar gagnkvæm væntumþykja,“ segir Þórarinn. Aðspurður segir hann þau ekki hafa fallist í faðma heldur ræddu þau málið saman í síma nú síðdegis. Þórarinn gat ekki svarað fyrir málið í gær, því hann var rúmliggjandi í pest. Hann ítrekar að greinin hafi verið skrifuð af mikilli væntumþykju. „Til þess að vekja athygli á skemmtilegasta útvarpsefni landsins á uppáhaldsstöðinni minni til margra ára,“ segir Þórarinn.Þórarinn útskýrir málið enn frekar í færslu á Facebook-síðu sinni:Lagðist aðeins í pest og missti meira eða minna af umræðum um það sem mér finnst enn stórgóð grein um Símatímann á Ú...Posted by Þórarinn Þórarinsson on 12. janúar 2016Nauðsynlegt gjallarhorn í samfélaginu Vísir greip aðeins ofan í grein Þórarins til að upplýsa lesendur um hvers kyns skrif hér um ræðir og dæmi nú hver fyrir sig: „Þetta fólk hefur rétt á sínum skoðunum og rödd þess á að fá að heyrast og Útvarp Saga tryggir það. Stöðina er ekki hægt að strika út sem gróðrarstíu fordóma og mannhaturs. Í raun sinnir hún mikilvægu samfélagslegu hlutverki með því að leyfa hrædda og reiða fólkinu að tappa af í Símatímanum fyrir hádegi alla virka daga. Þetta fólk myndi ganga endanlega af göflunum ef það hefði ekki þann öryggisventil sem Útvarp Saga er.“ Þá segir jafnframt í grein Þórarins:„Þau líta á Útvarp Sögu sem útvörð málfrelsis og gjallarhorn í samfélagi sem vill undir merkjum manngæsku þagga öll sjónarmið sem eru „góða fólkinu“ ekki þóknanleg. Og víst er að málfrelsið dafnar á Sögu og er vissulega hömlulaust. Þar er allt látið flakka af slíkum tilfinningahita að Símatíminn er án efa skemmtilegasti og besti útvarpsþáttur landsins. Í Símatímum fá valdhafar og fjármálabraskarar á baukinn daglega og þessu liði er óskað út í hafsauga reglulega.“ Tengdar fréttir Arnþrúður segir símatíma Útvarps Sögu höfundarréttarvarinn Krefst þess að ritstjóri Man innkalli öll eintök nýjasta tölublaðsins vegna greinar um símatíma Útvarps Sögu. 11. janúar 2016 16:07 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
„Við Arnþrúður ræddum þetta vítt og breitt og ég skil vel að hún sé orðin langþreytt á árásum á persónu sína og útvarpsstöðina en ég leit nú alls ekki á þessa grein sem slíkt. Heldur virðingarvott eins dyggasta aðdáanda Útvarps Sögu,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.Greinin skrifuð af mikilli væntumþykju Vísir greindi frá því í gær að Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, væri í meira lagi ósátt með greinaskrif Þórarins fyrir tímaritið MAN en þar fjallar hann um helstu innhringjendur útvarpsstöðvarinnar.Arnþrúður fór fram á það bréflega að Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, innkallaði öll eintök nýjasta tölublaðsins. Björk birti mynd af bréfinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/Björk EiðsdóttirSvo öfugt fór greinin í Arnþrúði að hún fór fram á það bréflega að Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, innkallaði öll eintök þessa nýjasta tölublaðs tímaritsins. Þá gerði Arnþrúður athugasemd við það að Þórarinn hafði verið á launaskrá hjá Sögu um tíma, við skrif á vef útvarpsstöðvarinnar, á sama tíma og þessi grein var unnin fyrir MAN. „Við sættumst ekki á greinina sem slíka en erum sammála að um að enn ríki milli okkar gagnkvæm væntumþykja,“ segir Þórarinn. Aðspurður segir hann þau ekki hafa fallist í faðma heldur ræddu þau málið saman í síma nú síðdegis. Þórarinn gat ekki svarað fyrir málið í gær, því hann var rúmliggjandi í pest. Hann ítrekar að greinin hafi verið skrifuð af mikilli væntumþykju. „Til þess að vekja athygli á skemmtilegasta útvarpsefni landsins á uppáhaldsstöðinni minni til margra ára,“ segir Þórarinn.Þórarinn útskýrir málið enn frekar í færslu á Facebook-síðu sinni:Lagðist aðeins í pest og missti meira eða minna af umræðum um það sem mér finnst enn stórgóð grein um Símatímann á Ú...Posted by Þórarinn Þórarinsson on 12. janúar 2016Nauðsynlegt gjallarhorn í samfélaginu Vísir greip aðeins ofan í grein Þórarins til að upplýsa lesendur um hvers kyns skrif hér um ræðir og dæmi nú hver fyrir sig: „Þetta fólk hefur rétt á sínum skoðunum og rödd þess á að fá að heyrast og Útvarp Saga tryggir það. Stöðina er ekki hægt að strika út sem gróðrarstíu fordóma og mannhaturs. Í raun sinnir hún mikilvægu samfélagslegu hlutverki með því að leyfa hrædda og reiða fólkinu að tappa af í Símatímanum fyrir hádegi alla virka daga. Þetta fólk myndi ganga endanlega af göflunum ef það hefði ekki þann öryggisventil sem Útvarp Saga er.“ Þá segir jafnframt í grein Þórarins:„Þau líta á Útvarp Sögu sem útvörð málfrelsis og gjallarhorn í samfélagi sem vill undir merkjum manngæsku þagga öll sjónarmið sem eru „góða fólkinu“ ekki þóknanleg. Og víst er að málfrelsið dafnar á Sögu og er vissulega hömlulaust. Þar er allt látið flakka af slíkum tilfinningahita að Símatíminn er án efa skemmtilegasti og besti útvarpsþáttur landsins. Í Símatímum fá valdhafar og fjármálabraskarar á baukinn daglega og þessu liði er óskað út í hafsauga reglulega.“
Tengdar fréttir Arnþrúður segir símatíma Útvarps Sögu höfundarréttarvarinn Krefst þess að ritstjóri Man innkalli öll eintök nýjasta tölublaðsins vegna greinar um símatíma Útvarps Sögu. 11. janúar 2016 16:07 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Arnþrúður segir símatíma Útvarps Sögu höfundarréttarvarinn Krefst þess að ritstjóri Man innkalli öll eintök nýjasta tölublaðsins vegna greinar um símatíma Útvarps Sögu. 11. janúar 2016 16:07