Sæstrengur kostar nærri 350 milljarða 21. maí 2010 02:30 morgunfundur Arion banka Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, flytur erindi sitt en við tóku svo þeir sem sitja í fremstu röð, (frá hægri) Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Alf Persson og Andreas Borsos frá ABB í Svíþjóð. Fréttablaðið/GVA Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Í athuguninni, sem Andreas Borsos, ráðgjafi sænska iðnfyrirtækisins ABB, vann, er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við lagningu slíks strengs og uppsetningu búnaðar honum tengdur nemi sem svarar 347 milljörðum króna. Nokkuð bjartsýn tímaáætlun gerir ráð fyrir að þrjú til fjögur ár taki að koma upp endabúnaði fyrir kapalinn eftir að skrifað hefur verið undir samninga um verkið. Fjallað var um framtíð orkugeirans á Íslandi á ráðstefnu sem Arion banki stóð fyrir í gær. Þar sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans, að orkugeirinn hafi ratað í nokkrar ógöngur á 21. öld. Hann áréttaði að við mat á þjóðhagslegum ávinningi stóriðjustefnu skipti mestu máli orkuverð til almennings, tímasetning framkvæmda og hagnaður orkufyrirtækjanna. „Þjóðhagslegur ávinningur af stóriðju felst í orkusölunni. Því hærra verð sem fyrir orkuna fæst, þeim mun meiri þjóðhagslegur ábati.“ Hann segir nauðsynlegt að líta á orkugeirann sem sjálfstæða og arðbæra atvinnugrein. „Ekki hækju til að búa til störf og útflutningstekjur í iðnaði.“ Markmiðið eigi ekki að vera að bjóða ódýra orku heldur dýra vistvæna orku. Þá verði fjármögnun framkvæmda að byggja á því lánshæfi sem verkefnin sjálf skapa, ekki ábyrgð hins opinbera. Ásgeir sagðist telja að í heildina yrðu áhrif af sæstreng til orkuflutnings mjög jákvæð, en þau kæmu misjafnlega fram. Fyrirséð væri að orkuverð til almennings og innlendra fyrirtækja myndi hækka töluvert, orkufyrirtæki myndu hagnast gífurlega, nýting auðlindarinnar yrði auðveldari og markvissari og útflutningstekjur landsins myndu aukast verulega. Tap neytenda gæti hið opinbera svo bætt með lægri sköttum, eða jafnvel niðurgreiðslu á orku í smásölu. Ásgeir benti einnig á að á Grænlandi væru gífurlegir virkjanamöguleikar. „Nágranni okkar fyrir norðan er risastór ísmoli sem er að bráðna.“ Með því að leggja sæstreng þangað líka yrðu til enn frekari möguleikar í orkusölu. Í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram það mat að fyrirséð væri að orkuverð í heiminum kæmi til með að halda áfram að hækka um ófyrirséðan tíma, auk þess sem samningsstaða orkufyrirtækja gagnvart stóriðjufyrirtækjum hafi gjörbreyst til batnaðar síðasta áratug. Endurnýjunarþörf orkuvera og kröfur Evrópusambandsins um vistvæna orku segir hann að þrýsti á hærra verð. Í Evrópu segir hann orkuverð jafnframt mjög sveiflukennt og því vænlegt með tilkomu strengs að selja vistvæna orku háu verði á álagstímum. Á öðrum tímum mætti svo jafnvel flytja orku til baka með ávinningi þannig að útflutningurinn myndi jafnast út. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Í athuguninni, sem Andreas Borsos, ráðgjafi sænska iðnfyrirtækisins ABB, vann, er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við lagningu slíks strengs og uppsetningu búnaðar honum tengdur nemi sem svarar 347 milljörðum króna. Nokkuð bjartsýn tímaáætlun gerir ráð fyrir að þrjú til fjögur ár taki að koma upp endabúnaði fyrir kapalinn eftir að skrifað hefur verið undir samninga um verkið. Fjallað var um framtíð orkugeirans á Íslandi á ráðstefnu sem Arion banki stóð fyrir í gær. Þar sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans, að orkugeirinn hafi ratað í nokkrar ógöngur á 21. öld. Hann áréttaði að við mat á þjóðhagslegum ávinningi stóriðjustefnu skipti mestu máli orkuverð til almennings, tímasetning framkvæmda og hagnaður orkufyrirtækjanna. „Þjóðhagslegur ávinningur af stóriðju felst í orkusölunni. Því hærra verð sem fyrir orkuna fæst, þeim mun meiri þjóðhagslegur ábati.“ Hann segir nauðsynlegt að líta á orkugeirann sem sjálfstæða og arðbæra atvinnugrein. „Ekki hækju til að búa til störf og útflutningstekjur í iðnaði.“ Markmiðið eigi ekki að vera að bjóða ódýra orku heldur dýra vistvæna orku. Þá verði fjármögnun framkvæmda að byggja á því lánshæfi sem verkefnin sjálf skapa, ekki ábyrgð hins opinbera. Ásgeir sagðist telja að í heildina yrðu áhrif af sæstreng til orkuflutnings mjög jákvæð, en þau kæmu misjafnlega fram. Fyrirséð væri að orkuverð til almennings og innlendra fyrirtækja myndi hækka töluvert, orkufyrirtæki myndu hagnast gífurlega, nýting auðlindarinnar yrði auðveldari og markvissari og útflutningstekjur landsins myndu aukast verulega. Tap neytenda gæti hið opinbera svo bætt með lægri sköttum, eða jafnvel niðurgreiðslu á orku í smásölu. Ásgeir benti einnig á að á Grænlandi væru gífurlegir virkjanamöguleikar. „Nágranni okkar fyrir norðan er risastór ísmoli sem er að bráðna.“ Með því að leggja sæstreng þangað líka yrðu til enn frekari möguleikar í orkusölu. Í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram það mat að fyrirséð væri að orkuverð í heiminum kæmi til með að halda áfram að hækka um ófyrirséðan tíma, auk þess sem samningsstaða orkufyrirtækja gagnvart stóriðjufyrirtækjum hafi gjörbreyst til batnaðar síðasta áratug. Endurnýjunarþörf orkuvera og kröfur Evrópusambandsins um vistvæna orku segir hann að þrýsti á hærra verð. Í Evrópu segir hann orkuverð jafnframt mjög sveiflukennt og því vænlegt með tilkomu strengs að selja vistvæna orku háu verði á álagstímum. Á öðrum tímum mætti svo jafnvel flytja orku til baka með ávinningi þannig að útflutningurinn myndi jafnast út. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira