Sport

Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar á Sargels-torginu í Stokkhólmi með sænskum aðdáendum.
Gunnar á Sargels-torginu í Stokkhólmi með sænskum aðdáendum. Facebook-síða UFC
Það tók sænsku aðdáendurna aðeins 5 sekúndur að finnar Gunnar Nelson á Sergels-torginu í Stokkhólmi í gær, en UFC gaf fyrstu aðdáendunum sem fundu Gunnar á torginu miða á UFC keppnina sem fer fram í Stokkhólmi þann 4. október næstkomandi.

Gunnar hafði rétt stigið út úr bifreiðinni sem flutti hann á torgið þegar fyrsti aðdáandinn kom hlaupandi og fjöldi annarra fylgdi svo í kjölfarið. Allir miðar og bolir sem UFC gaf fóru út á örskotsstundu eða á innan við fimm mínútum.

Þess má geta að miðar á keppnina fara í almenna sölu á föstudaginn en meðlimir í UFC Fight klúbbnum geta keypt miða í kvöld frá klukkan 22:00.

Gunnar Nelson er nú staddur í Stokkhólmi við kynningar á keppninni en hann er aðalstjarna kvöldsins. Hann mun síðan halda til Dublin á Írlandi til æfinga áður en hann snýr heim til að ljúka æfingaferlinu fyrir bardagann í Mjölni.

MMA

Tengdar fréttir

Teiknaði stundina þegar Gunnar sigraði Cummings

Chris Rini birti á Twitter-síðu sinni á dögunum gríðarlega skemmtilegt myndband er hann teiknar Gunnar Nelson vera að hengja Zak Cummings í bardaga þeirra á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×