Sænska leiðin ýtir undir mansal Karen Kjartansdóttir skrifar 12. ágúst 2012 19:00 Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum. Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku þar gildi fyrir þremur árum, en lagasetningin er oft nefnd sænska leiðin. Þetta sýnir ný rannsókn félagsmálastofna í Noregi. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi. Dómsmálayfirvöld í Noregi hafa boðað endurmat á löggjöfinni og telja að hún hafi beinlínis ýtt undir mansal. Pye Jakobsson, stofnandi hagmunasamtaka fólks sem starfar við vændi í Svíþjóð og Finnlandi, sem kom hingað til lands til að taka þátt í Gleðigöngunni, varar eindregið við sænsku leiðinni. „Leggjum siðferðið til hliðar. Það verður að tala við fólkið sem vinnur í kynlífsiðnaðinum því það hefur hugmyndir um hvað er hægt að gera. Og með því að gera viðskiptavini vændisfólks að glæpamönnum missum við helstu uppsprettu upplýsinga. Það var gerð rannsókn á ábendingalínu í Tyrklandi þar sem hægt var að tilkynna um mansal. Rannsóknin tók heilt ár. Meira en 80% þeirra sem hringdu inn voru viðskiptavinir. Því það eru þeir sem hitta þessar konur, karla og transfólk. Glæpavæðingin tekur burt tækifærið til að fá svona upplýsingar," segir Pye. Henni þykir auk þess brýnt að vinna gegn því sem hún kallar staðalímynd um hina kúguðu vændiskonu. „Hin staðlaða ímynd af þeim sem vinna við kynlífsþjónustu er svo sterk að þótt vændiskona segi: Ég hafði nokkra kosti og þetta er sú ákvörðun sem ég tók. Þá er sagt: Nei, það getur ekki verið satt. Hún hlýtur alltaf að vera fórnarlamb. Hún hefur verið neydd út í þetta." „Það er mikilvægt að við gefum okkur tíma til að hlusta á sögu hvers einstaklings. Er vændi alltaf besti kosturinn, eða góður kostur? Nei, kannski ekki, en kannski er það kosturinn sem viðkomandi taldi bestan á þeim tíma." Pye starfaði áður við vændi en vinnur nú að því að bæta réttarstöðu vændisfólks í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem hún er verkefnastjóri hjá HIV-samtökunum í Svíþjóð þar sem hún vinnur að forvörnum meðal fólks sem stundar vændi. Hún segir að mikilvægasta verkefni sitt sé að draga úr fordómum gegn fólki í vændi. „Vændisfólki er mismunað, sumir missa íbúðina sína vegna vændisins, börnin eru tekin af sumum og sumum er neitað um eiturlyfjameðferð nema þeir hætti að vinna við vændi. Ég vinn líka mikið á alþjóðavettvangi. Margir vita það ekki, en samtök vændisfólks er mjög stór alþjóðleg hreyfing. Það eru samtök vændisfólks í mörgum löndum, þó ekki á Íslandi." Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum. Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku þar gildi fyrir þremur árum, en lagasetningin er oft nefnd sænska leiðin. Þetta sýnir ný rannsókn félagsmálastofna í Noregi. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi. Dómsmálayfirvöld í Noregi hafa boðað endurmat á löggjöfinni og telja að hún hafi beinlínis ýtt undir mansal. Pye Jakobsson, stofnandi hagmunasamtaka fólks sem starfar við vændi í Svíþjóð og Finnlandi, sem kom hingað til lands til að taka þátt í Gleðigöngunni, varar eindregið við sænsku leiðinni. „Leggjum siðferðið til hliðar. Það verður að tala við fólkið sem vinnur í kynlífsiðnaðinum því það hefur hugmyndir um hvað er hægt að gera. Og með því að gera viðskiptavini vændisfólks að glæpamönnum missum við helstu uppsprettu upplýsinga. Það var gerð rannsókn á ábendingalínu í Tyrklandi þar sem hægt var að tilkynna um mansal. Rannsóknin tók heilt ár. Meira en 80% þeirra sem hringdu inn voru viðskiptavinir. Því það eru þeir sem hitta þessar konur, karla og transfólk. Glæpavæðingin tekur burt tækifærið til að fá svona upplýsingar," segir Pye. Henni þykir auk þess brýnt að vinna gegn því sem hún kallar staðalímynd um hina kúguðu vændiskonu. „Hin staðlaða ímynd af þeim sem vinna við kynlífsþjónustu er svo sterk að þótt vændiskona segi: Ég hafði nokkra kosti og þetta er sú ákvörðun sem ég tók. Þá er sagt: Nei, það getur ekki verið satt. Hún hlýtur alltaf að vera fórnarlamb. Hún hefur verið neydd út í þetta." „Það er mikilvægt að við gefum okkur tíma til að hlusta á sögu hvers einstaklings. Er vændi alltaf besti kosturinn, eða góður kostur? Nei, kannski ekki, en kannski er það kosturinn sem viðkomandi taldi bestan á þeim tíma." Pye starfaði áður við vændi en vinnur nú að því að bæta réttarstöðu vændisfólks í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem hún er verkefnastjóri hjá HIV-samtökunum í Svíþjóð þar sem hún vinnur að forvörnum meðal fólks sem stundar vændi. Hún segir að mikilvægasta verkefni sitt sé að draga úr fordómum gegn fólki í vændi. „Vændisfólki er mismunað, sumir missa íbúðina sína vegna vændisins, börnin eru tekin af sumum og sumum er neitað um eiturlyfjameðferð nema þeir hætti að vinna við vændi. Ég vinn líka mikið á alþjóðavettvangi. Margir vita það ekki, en samtök vændisfólks er mjög stór alþjóðleg hreyfing. Það eru samtök vændisfólks í mörgum löndum, þó ekki á Íslandi."
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira