Innlent

Sæbjartur og Morgunsól nýjustu nöfnin í mannanafnaskrá

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sæbjartur, Morgunsól, Viðjar, Sivía og Kala samþykkt. Hemmert, Joakim og Elia hafnað.
Sæbjartur, Morgunsól, Viðjar, Sivía og Kala samþykkt. Hemmert, Joakim og Elia hafnað. vísir/gva
Mannanafnanefnd hefur á undanförnum dögum samþykkt fimm beiðnir um íslensk mannanöfn sem því hafa verið færð á mannanafnaskrá. Þremur beiðnum var hafnað.

Nefndin samþykkti eiginnöfnin Sæbjart og Morgunsól, sem og Viðjar, Sivíu og Kölu. Hún hins vegar hafnaði millinafninu Hemmert, þar sem nafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofnum. Eiginnafnið Hemmert er þó á mannanafnaskrá sem karlmannsnafn.

Þá hafnaði nefndin eiginnafninu Joakim. Í úrskurðarorðum mannanafnanefndar segir að samkvæmt gögnum Þjóðskrár beri enginn karl nafnið Joakim í þjóðskrá sem uppfyllir skilyrði mannanafnanefndar varðandi hefð. Nafnið komi ekki fyrir í manntölum frá 1703-1920 og því teljist ekki hefð vera fyrir nafninu Joakim.

Kvenmannsnafninu Elia var jafnframt hafnað en þar sem nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703-1910 telst ekki hefð vera fyrir nafninu.


Tengdar fréttir

Samþykkja nafnið Þyrnirós

Mannanafnanefnd samþykkti eiginnafnið Þyrnirós í úrskurði 5. júlí síðastliðinn og færði á mannanafnaskrá.

"Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt"

"Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×