SA ítrekar að launahækkanir leiði til verðbólgu Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2013 16:13 Þorsteinn Víglundsson mynd/samsett Samtök atvinnulífsins ítreka kröfur sínar um litlar launahækkanir fyrir komandi kjaraviðræður. Miklar launahækkanir leiði til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana. Þetta kemur fram í frétt SA á vef sínum í dag en ástæðan fyrir verðbólgu í landinu ku vera of miklar launahækkanir að mati Samtaka atvinnulífsins. Fram kemur í fréttinni að áratugum saman hefur verðbólga verið miklu meiri og sveiflukenndari hér á landi en í viðskiptalöndum okkar, að undanteknum fáeinum árum á fyrri hluta tíunda áratugarins. Verðskyn hafi brenglast og aðhald að verðlagi og samkeppni minnkar. Mikil og óstöðug verðbólga valdi í framhaldinu háum vöxtum. Forystumenn alþýðusambands Íslands og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í gær vegna komandi kjaraviðræðna. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að viðræður kunni að taka töluverðan tíma. „Það er alveg ljóst að það ber töluvert á milli aðila svona í fyrstu yfirferð,“ sagði Þorsteinn. „Það má alveg gera ráð fyrir því að það eigi eftir að taka töluverðan tíma að koma þessu saman.“ Stefnt er að 10-12 mánaða samningi í kjaraviðræðum. Fram kemur meðal annars í frétt Samtaka atvinnulífsins á vefsíðu þeirra;„Þjóðin er skuldsett og þarf að greiða stóran hluta tekna sinna í afborganir og vexti af erlendum skuldum. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður nægir ekki til þess að standa í skilum með þessar greiðslur. Haldi launakostnaður á framleidda einingu áfram að hækka umfram það sem gerist í viðskiptalöndunum, gerist hið óumflýjanlega, að gengi krónunnar lætur undan og landsmenn fá yfir sig enn eina verðbólgugusuna“.„Ísland er í alþjóðlegri samkeppni og íslensk fyrirtæki verða að vera samkeppnisfær við keppinauta sína á erlendum og innlendum markaði. Annars bresta undirstöður lífskjaranna. Ef laun hækka meira á Íslandi en í viðskiptalöndunum versnar samkeppnisstaða þjóðarinnar“.„Í markmiði um 2,5% verðbólgu á ári felst að launahækkanir umfram það þurfi að mæta með framleiðniaukningu“.„Á hverju einasta ári á tímabilinu 1995-2007 jókst launakostnaður á framleidda einingu á Íslandi langt umfram það sem gerðist í viðskiptalöndunum. Árið 2007 hafði launakostnaður á Íslandi aukist um 68% umfram viðskiptalöndin frá árinu 1994 en gengið var 2% veikara árið 2007 en 1994“.„Þessi þróun leiddi til mikils viðskiptahalla stærstan hluta þessa tímabils. Viðskiptahallinn var fjármagnaður með miklu innstreymi erlends fjármagns, meðal annars með svonefndum vaxtamunarviðskiptum á síðustu árum þenslunnar. Því féll gengi krónunnar ekki fyrr en raun bar vitni“.„Kjarasamningarnir 2011 fólu í sér miklar almennar launahækkanir og tvöfalt meiri sérstakar hækkanir kauptaxta. Auk þess fólust í þeim ýmis konar sérstakar hækkanir til tiltekinna hópa launafólks. Þetta var uppskrift að launaskriði“.„Ekki verður dregin önnur ályktun af þróuninni eftir efnahagshrunið að Íslendingar séu á sömu vegferð og áður. Laun hækka á hverju ári langt umfram það sem gerist í viðskiptalöndunum, þar sem þau hækka um 2% árlega“. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Samtök atvinnulífsins ítreka kröfur sínar um litlar launahækkanir fyrir komandi kjaraviðræður. Miklar launahækkanir leiði til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana. Þetta kemur fram í frétt SA á vef sínum í dag en ástæðan fyrir verðbólgu í landinu ku vera of miklar launahækkanir að mati Samtaka atvinnulífsins. Fram kemur í fréttinni að áratugum saman hefur verðbólga verið miklu meiri og sveiflukenndari hér á landi en í viðskiptalöndum okkar, að undanteknum fáeinum árum á fyrri hluta tíunda áratugarins. Verðskyn hafi brenglast og aðhald að verðlagi og samkeppni minnkar. Mikil og óstöðug verðbólga valdi í framhaldinu háum vöxtum. Forystumenn alþýðusambands Íslands og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í gær vegna komandi kjaraviðræðna. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að viðræður kunni að taka töluverðan tíma. „Það er alveg ljóst að það ber töluvert á milli aðila svona í fyrstu yfirferð,“ sagði Þorsteinn. „Það má alveg gera ráð fyrir því að það eigi eftir að taka töluverðan tíma að koma þessu saman.“ Stefnt er að 10-12 mánaða samningi í kjaraviðræðum. Fram kemur meðal annars í frétt Samtaka atvinnulífsins á vefsíðu þeirra;„Þjóðin er skuldsett og þarf að greiða stóran hluta tekna sinna í afborganir og vexti af erlendum skuldum. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður nægir ekki til þess að standa í skilum með þessar greiðslur. Haldi launakostnaður á framleidda einingu áfram að hækka umfram það sem gerist í viðskiptalöndunum, gerist hið óumflýjanlega, að gengi krónunnar lætur undan og landsmenn fá yfir sig enn eina verðbólgugusuna“.„Ísland er í alþjóðlegri samkeppni og íslensk fyrirtæki verða að vera samkeppnisfær við keppinauta sína á erlendum og innlendum markaði. Annars bresta undirstöður lífskjaranna. Ef laun hækka meira á Íslandi en í viðskiptalöndunum versnar samkeppnisstaða þjóðarinnar“.„Í markmiði um 2,5% verðbólgu á ári felst að launahækkanir umfram það þurfi að mæta með framleiðniaukningu“.„Á hverju einasta ári á tímabilinu 1995-2007 jókst launakostnaður á framleidda einingu á Íslandi langt umfram það sem gerðist í viðskiptalöndunum. Árið 2007 hafði launakostnaður á Íslandi aukist um 68% umfram viðskiptalöndin frá árinu 1994 en gengið var 2% veikara árið 2007 en 1994“.„Þessi þróun leiddi til mikils viðskiptahalla stærstan hluta þessa tímabils. Viðskiptahallinn var fjármagnaður með miklu innstreymi erlends fjármagns, meðal annars með svonefndum vaxtamunarviðskiptum á síðustu árum þenslunnar. Því féll gengi krónunnar ekki fyrr en raun bar vitni“.„Kjarasamningarnir 2011 fólu í sér miklar almennar launahækkanir og tvöfalt meiri sérstakar hækkanir kauptaxta. Auk þess fólust í þeim ýmis konar sérstakar hækkanir til tiltekinna hópa launafólks. Þetta var uppskrift að launaskriði“.„Ekki verður dregin önnur ályktun af þróuninni eftir efnahagshrunið að Íslendingar séu á sömu vegferð og áður. Laun hækka á hverju ári langt umfram það sem gerist í viðskiptalöndunum, þar sem þau hækka um 2% árlega“.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira