Sá dýrasti í sögu Njarðvíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 08:00 Bonneau fór hamförum með Njarðvík á síðasta tímabili. vísir/stefán Það kostar sitt fyrir Njarðvíkinga að halda Stefan Bonneau í Ljónagryfjunni en miðað við frammistöðu hans síðasta vetur gæti Bonneau-æðið borgað sig fljótt í baráttunni um að ná Íslandsbikarnum aftur í Njarðvík. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Stefan Bonneau muni spila áfram með liðinu í Domino’s-deildinni. Stefan Bonneau er með betri bandarískum leikmönnum sem hafa spilað hér á landi og að margra mati alltof góður til að spila í Domino’s-deildinni. Fréttirnar um að þetta tilþrifatröll ætli að skemmta körfuboltaáhugafólki áfram á næsta tímabili hafa gerbreytt útlitinu fyrir Njarðvíkurliðið sem var búið að missa leikmenn í upphafi sumars. Það að Stefan Bonneau hafi samið við Njarðvíkinga fyrir 17. júní í stað þess að bíða eftir tilboðum frá stærri liðum úr stærri deildum þýðir bara eitt. Hann er að fá góðan samning hjá Njarðvík og formaðurinn Gunnar Örlygsson viðurkennir það fúslega. „Við rændum að sjálfsögðu ekki banka til að eiga fyrir þessu en það er eðlilegt að menn spyrji því leikmaðurinn er af þessum gæðum eins og við þekkjum. Vissulega er þetta dýr leikmaður á íslenskan mælikvarða og kannski sá dýrasti,“ sagði Gunnar Örlygsson í viðtali við Íþróttadeild 365. „Hann er okkar Messi og ef liðið ætlar að taka þátt í titilbaráttu og vera á toppnum þá þarf að sýna ákveðinn metnað. Okkar metnaður liggur í því að vera með frábæra leikmenn og hann er hluti af þeirri sveit sem við erum að setja saman,“ sagði Gunnar. Stefan Bonneau kom til Njarðvíkinga um áramótin og var með 34,0 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í deild og úrslitakeppni. Stefan Bonneau skoraði 52 stig í síðasta leiknum þar sem Njarðvíkingar töpuðu í tvíframlengdum oddaleik í undanúrslitum á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR. „Hann er dýr en við ráðum við þetta því við hefðum aldrei tekið þetta skref öðruvísi en að vita að við ráðum við pakkann. Við erum líka að tryggja okkur ákveðinn skemmtikraft með Stefan. Við þekkjum það frá síðustu leiktíð að hann trekkti áhorfendur að vellinum og það eru ákveðnar tekjur sem myndast þegar fólk mætir á völlinn. Hann er líka leikmaður með þau gæði að styrktaraðilar horfa til okkar. Við erum með þau mál nokkuð opin þó að það séu enn þá möguleikar í stöðunni. Það verður því spennandi að sjá hver viðbrögð manna verða eftir að þessi ráðning er komin í höfn,“ sagði Gunnar. „Þetta er án efa dýrasti leikmaður sem við höfum nokkurn tímann tekið inn í klúbbinn. Það er metnaður í okkur og Njarðvík er glæsilegur körfuboltaklúbbur. Við byggjum á mikilli sigurhefð og það er ekkert annað sem kemur til greina hjá okkur en að vera í hópi þeirra bestu,“ segir Gunnar. „Ég gef það að sjálfsögðu ekki upp hversu dýr hann er og þetta er ekki eins og í fótboltanum í Evrópu. Hann er vissulega dýrasti leikmaðurinn sem við höfum tekið til okkar, en ég finn það strax eftir fréttir dagsins að þetta er rétt ákvörðun hjá okkur. Við munum leita leiða til að afla tekna fyrir klúbbinn og nú þegar hafa ákveðnir styrktaraðilar haft samband við mig og þeir munu gera enn betur við okkur á ári komanda. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun fyrir okkar hönd,“ sagði Gunnar. „Hann kostar okkur ekki meira en tíu milljónir fyrir allt tímabilið og við skulum orða það þannig að við náðum mjög góðum samningi við hann,“ sagði Gunnar. Njarðvíkingar sömdu við Hjalta Friðriksson á dögunum og það er að heyra á formanninum að það gæti verið von á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstunni. Það er því ljóst að Njarðvíkingar ætla sér mjög stóra hluti næsta vetur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Það kostar sitt fyrir Njarðvíkinga að halda Stefan Bonneau í Ljónagryfjunni en miðað við frammistöðu hans síðasta vetur gæti Bonneau-æðið borgað sig fljótt í baráttunni um að ná Íslandsbikarnum aftur í Njarðvík. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Stefan Bonneau muni spila áfram með liðinu í Domino’s-deildinni. Stefan Bonneau er með betri bandarískum leikmönnum sem hafa spilað hér á landi og að margra mati alltof góður til að spila í Domino’s-deildinni. Fréttirnar um að þetta tilþrifatröll ætli að skemmta körfuboltaáhugafólki áfram á næsta tímabili hafa gerbreytt útlitinu fyrir Njarðvíkurliðið sem var búið að missa leikmenn í upphafi sumars. Það að Stefan Bonneau hafi samið við Njarðvíkinga fyrir 17. júní í stað þess að bíða eftir tilboðum frá stærri liðum úr stærri deildum þýðir bara eitt. Hann er að fá góðan samning hjá Njarðvík og formaðurinn Gunnar Örlygsson viðurkennir það fúslega. „Við rændum að sjálfsögðu ekki banka til að eiga fyrir þessu en það er eðlilegt að menn spyrji því leikmaðurinn er af þessum gæðum eins og við þekkjum. Vissulega er þetta dýr leikmaður á íslenskan mælikvarða og kannski sá dýrasti,“ sagði Gunnar Örlygsson í viðtali við Íþróttadeild 365. „Hann er okkar Messi og ef liðið ætlar að taka þátt í titilbaráttu og vera á toppnum þá þarf að sýna ákveðinn metnað. Okkar metnaður liggur í því að vera með frábæra leikmenn og hann er hluti af þeirri sveit sem við erum að setja saman,“ sagði Gunnar. Stefan Bonneau kom til Njarðvíkinga um áramótin og var með 34,0 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í deild og úrslitakeppni. Stefan Bonneau skoraði 52 stig í síðasta leiknum þar sem Njarðvíkingar töpuðu í tvíframlengdum oddaleik í undanúrslitum á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR. „Hann er dýr en við ráðum við þetta því við hefðum aldrei tekið þetta skref öðruvísi en að vita að við ráðum við pakkann. Við erum líka að tryggja okkur ákveðinn skemmtikraft með Stefan. Við þekkjum það frá síðustu leiktíð að hann trekkti áhorfendur að vellinum og það eru ákveðnar tekjur sem myndast þegar fólk mætir á völlinn. Hann er líka leikmaður með þau gæði að styrktaraðilar horfa til okkar. Við erum með þau mál nokkuð opin þó að það séu enn þá möguleikar í stöðunni. Það verður því spennandi að sjá hver viðbrögð manna verða eftir að þessi ráðning er komin í höfn,“ sagði Gunnar. „Þetta er án efa dýrasti leikmaður sem við höfum nokkurn tímann tekið inn í klúbbinn. Það er metnaður í okkur og Njarðvík er glæsilegur körfuboltaklúbbur. Við byggjum á mikilli sigurhefð og það er ekkert annað sem kemur til greina hjá okkur en að vera í hópi þeirra bestu,“ segir Gunnar. „Ég gef það að sjálfsögðu ekki upp hversu dýr hann er og þetta er ekki eins og í fótboltanum í Evrópu. Hann er vissulega dýrasti leikmaðurinn sem við höfum tekið til okkar, en ég finn það strax eftir fréttir dagsins að þetta er rétt ákvörðun hjá okkur. Við munum leita leiða til að afla tekna fyrir klúbbinn og nú þegar hafa ákveðnir styrktaraðilar haft samband við mig og þeir munu gera enn betur við okkur á ári komanda. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun fyrir okkar hönd,“ sagði Gunnar. „Hann kostar okkur ekki meira en tíu milljónir fyrir allt tímabilið og við skulum orða það þannig að við náðum mjög góðum samningi við hann,“ sagði Gunnar. Njarðvíkingar sömdu við Hjalta Friðriksson á dögunum og það er að heyra á formanninum að það gæti verið von á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstunni. Það er því ljóst að Njarðvíkingar ætla sér mjög stóra hluti næsta vetur
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04