Sá dýrasti í sögu Njarðvíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 08:00 Bonneau fór hamförum með Njarðvík á síðasta tímabili. vísir/stefán Það kostar sitt fyrir Njarðvíkinga að halda Stefan Bonneau í Ljónagryfjunni en miðað við frammistöðu hans síðasta vetur gæti Bonneau-æðið borgað sig fljótt í baráttunni um að ná Íslandsbikarnum aftur í Njarðvík. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Stefan Bonneau muni spila áfram með liðinu í Domino’s-deildinni. Stefan Bonneau er með betri bandarískum leikmönnum sem hafa spilað hér á landi og að margra mati alltof góður til að spila í Domino’s-deildinni. Fréttirnar um að þetta tilþrifatröll ætli að skemmta körfuboltaáhugafólki áfram á næsta tímabili hafa gerbreytt útlitinu fyrir Njarðvíkurliðið sem var búið að missa leikmenn í upphafi sumars. Það að Stefan Bonneau hafi samið við Njarðvíkinga fyrir 17. júní í stað þess að bíða eftir tilboðum frá stærri liðum úr stærri deildum þýðir bara eitt. Hann er að fá góðan samning hjá Njarðvík og formaðurinn Gunnar Örlygsson viðurkennir það fúslega. „Við rændum að sjálfsögðu ekki banka til að eiga fyrir þessu en það er eðlilegt að menn spyrji því leikmaðurinn er af þessum gæðum eins og við þekkjum. Vissulega er þetta dýr leikmaður á íslenskan mælikvarða og kannski sá dýrasti,“ sagði Gunnar Örlygsson í viðtali við Íþróttadeild 365. „Hann er okkar Messi og ef liðið ætlar að taka þátt í titilbaráttu og vera á toppnum þá þarf að sýna ákveðinn metnað. Okkar metnaður liggur í því að vera með frábæra leikmenn og hann er hluti af þeirri sveit sem við erum að setja saman,“ sagði Gunnar. Stefan Bonneau kom til Njarðvíkinga um áramótin og var með 34,0 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í deild og úrslitakeppni. Stefan Bonneau skoraði 52 stig í síðasta leiknum þar sem Njarðvíkingar töpuðu í tvíframlengdum oddaleik í undanúrslitum á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR. „Hann er dýr en við ráðum við þetta því við hefðum aldrei tekið þetta skref öðruvísi en að vita að við ráðum við pakkann. Við erum líka að tryggja okkur ákveðinn skemmtikraft með Stefan. Við þekkjum það frá síðustu leiktíð að hann trekkti áhorfendur að vellinum og það eru ákveðnar tekjur sem myndast þegar fólk mætir á völlinn. Hann er líka leikmaður með þau gæði að styrktaraðilar horfa til okkar. Við erum með þau mál nokkuð opin þó að það séu enn þá möguleikar í stöðunni. Það verður því spennandi að sjá hver viðbrögð manna verða eftir að þessi ráðning er komin í höfn,“ sagði Gunnar. „Þetta er án efa dýrasti leikmaður sem við höfum nokkurn tímann tekið inn í klúbbinn. Það er metnaður í okkur og Njarðvík er glæsilegur körfuboltaklúbbur. Við byggjum á mikilli sigurhefð og það er ekkert annað sem kemur til greina hjá okkur en að vera í hópi þeirra bestu,“ segir Gunnar. „Ég gef það að sjálfsögðu ekki upp hversu dýr hann er og þetta er ekki eins og í fótboltanum í Evrópu. Hann er vissulega dýrasti leikmaðurinn sem við höfum tekið til okkar, en ég finn það strax eftir fréttir dagsins að þetta er rétt ákvörðun hjá okkur. Við munum leita leiða til að afla tekna fyrir klúbbinn og nú þegar hafa ákveðnir styrktaraðilar haft samband við mig og þeir munu gera enn betur við okkur á ári komanda. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun fyrir okkar hönd,“ sagði Gunnar. „Hann kostar okkur ekki meira en tíu milljónir fyrir allt tímabilið og við skulum orða það þannig að við náðum mjög góðum samningi við hann,“ sagði Gunnar. Njarðvíkingar sömdu við Hjalta Friðriksson á dögunum og það er að heyra á formanninum að það gæti verið von á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstunni. Það er því ljóst að Njarðvíkingar ætla sér mjög stóra hluti næsta vetur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sjá meira
Það kostar sitt fyrir Njarðvíkinga að halda Stefan Bonneau í Ljónagryfjunni en miðað við frammistöðu hans síðasta vetur gæti Bonneau-æðið borgað sig fljótt í baráttunni um að ná Íslandsbikarnum aftur í Njarðvík. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Stefan Bonneau muni spila áfram með liðinu í Domino’s-deildinni. Stefan Bonneau er með betri bandarískum leikmönnum sem hafa spilað hér á landi og að margra mati alltof góður til að spila í Domino’s-deildinni. Fréttirnar um að þetta tilþrifatröll ætli að skemmta körfuboltaáhugafólki áfram á næsta tímabili hafa gerbreytt útlitinu fyrir Njarðvíkurliðið sem var búið að missa leikmenn í upphafi sumars. Það að Stefan Bonneau hafi samið við Njarðvíkinga fyrir 17. júní í stað þess að bíða eftir tilboðum frá stærri liðum úr stærri deildum þýðir bara eitt. Hann er að fá góðan samning hjá Njarðvík og formaðurinn Gunnar Örlygsson viðurkennir það fúslega. „Við rændum að sjálfsögðu ekki banka til að eiga fyrir þessu en það er eðlilegt að menn spyrji því leikmaðurinn er af þessum gæðum eins og við þekkjum. Vissulega er þetta dýr leikmaður á íslenskan mælikvarða og kannski sá dýrasti,“ sagði Gunnar Örlygsson í viðtali við Íþróttadeild 365. „Hann er okkar Messi og ef liðið ætlar að taka þátt í titilbaráttu og vera á toppnum þá þarf að sýna ákveðinn metnað. Okkar metnaður liggur í því að vera með frábæra leikmenn og hann er hluti af þeirri sveit sem við erum að setja saman,“ sagði Gunnar. Stefan Bonneau kom til Njarðvíkinga um áramótin og var með 34,0 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í deild og úrslitakeppni. Stefan Bonneau skoraði 52 stig í síðasta leiknum þar sem Njarðvíkingar töpuðu í tvíframlengdum oddaleik í undanúrslitum á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR. „Hann er dýr en við ráðum við þetta því við hefðum aldrei tekið þetta skref öðruvísi en að vita að við ráðum við pakkann. Við erum líka að tryggja okkur ákveðinn skemmtikraft með Stefan. Við þekkjum það frá síðustu leiktíð að hann trekkti áhorfendur að vellinum og það eru ákveðnar tekjur sem myndast þegar fólk mætir á völlinn. Hann er líka leikmaður með þau gæði að styrktaraðilar horfa til okkar. Við erum með þau mál nokkuð opin þó að það séu enn þá möguleikar í stöðunni. Það verður því spennandi að sjá hver viðbrögð manna verða eftir að þessi ráðning er komin í höfn,“ sagði Gunnar. „Þetta er án efa dýrasti leikmaður sem við höfum nokkurn tímann tekið inn í klúbbinn. Það er metnaður í okkur og Njarðvík er glæsilegur körfuboltaklúbbur. Við byggjum á mikilli sigurhefð og það er ekkert annað sem kemur til greina hjá okkur en að vera í hópi þeirra bestu,“ segir Gunnar. „Ég gef það að sjálfsögðu ekki upp hversu dýr hann er og þetta er ekki eins og í fótboltanum í Evrópu. Hann er vissulega dýrasti leikmaðurinn sem við höfum tekið til okkar, en ég finn það strax eftir fréttir dagsins að þetta er rétt ákvörðun hjá okkur. Við munum leita leiða til að afla tekna fyrir klúbbinn og nú þegar hafa ákveðnir styrktaraðilar haft samband við mig og þeir munu gera enn betur við okkur á ári komanda. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun fyrir okkar hönd,“ sagði Gunnar. „Hann kostar okkur ekki meira en tíu milljónir fyrir allt tímabilið og við skulum orða það þannig að við náðum mjög góðum samningi við hann,“ sagði Gunnar. Njarðvíkingar sömdu við Hjalta Friðriksson á dögunum og það er að heyra á formanninum að það gæti verið von á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstunni. Það er því ljóst að Njarðvíkingar ætla sér mjög stóra hluti næsta vetur
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sjá meira
Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins