Viðskipti innlent

RÚV semur við danska ríkisútvarpið um sölu á íslensku sjónvarpsefni

Atli Ísleifsson skrifar
Útvarpshúsið.
Útvarpshúsið. Vísir/Ernir
RÚV hefur undirritað rammasamning við söludeild danska ríkisútvarpsins, DR Sales, um að DR sjái um að markaðssetja, selja og fjármagna dagskrárefni í eigu og meðframleiðslu RÚV um allan heim.

Í tilkynningu frá RÚV segir að með samningunum opnist möguleikar á því að íslenskt sjónvarpsefni ferðist víðar, skili auknum tekjum og þannig skapist tækifæri fyrir enn frekari aukningu á framboði á íslensku efni hjá RÚV.

„Að undanförnu hefur RÚV aukið áherslu á innlent efni og tvöfaldað framlag sitt til leikins efnis. RÚV mun bjóða völdum verkefnum frá innlendum sjálfstæðum framleiðendum og öðrum sjónvarpsstöðvum hérlendis aðstoð við sölu, kynningu og fjármögnun efnis í gegnum samninginn.

DR Sales er reynslumesti, stærsti og sérhæfðasti aðili í sölu á norrænu sjónvarpsefni - vinnur að sölu og dreifingu á sjónvarpsefni um allan heim og hefur náð eftirtektarverðum árangri. Þetta er árangur af áratugalöngu frumkvöðlastarfi við að koma hinum geysivinsælu glæpaseríum NordicNoir og öðrum leiknum þáttaröðum á alþjóðlegan markað og í sýningar á sjónvarpsstöðvum og efnisveitum um heim allan,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×