RÚV mátti afhenda lista um umsækjendur 2. ágúst 2011 16:17 Páll Magnússon, útvarpsstjóri Mynd úr safni Persónuvernd hefur úrskurðað að Ríkisútvarpinu hafi verið heimilt að miðla persónuupplýsingum um konu sem sótti um sumarstarf hjá fyrirtækinu í vor. Konan kvartaði að listi umsækjenda um sumarafleysingarstörf á fréttastofu RÚV hafi verið afhentur og birtur á helstu miðlum landsins. Það hafi ekki verið tekið fram þegar sótt var um starfið að listinn yrði gerður opinber. „Sendur var tölvupóstur mörgum mánuðum seinna að RÚV verði að verða við þessari ósk um að senda nafnalista og ekki einu sinni hringt í fólk né þeim gefnir e.h. úrslitakostir. Það vildi svo heppilega til að viðkomandi sá póstinn og brást strax við og lét vita að viðkomandi væri algjörlega mótfallinn birtingunni og send ósk um að þetta yrði virt. Nærri viku seinna þegar viðkomandi heldur að þetta verði ekki leiðindi fær viðkomandi svar um að ekki hafi hægt að verða við óskinni og að búið sé að senda listann,“ segir í kvörtuninni frá konunni. „Ég fer fram á þetta verði tekið fyrir hjá persónuvernd þar sem að ég er mjög prívat manneskja og starfa mikið með öðrum miðlum og mun þetta því geta eyðilagt önnur verkefni fyrir mér. Ósk mín um að umsóknin væri dregin til baka var ekki virt, né það að ég hef engan áhuga á því að vera partur af einhverjum "fjölmiðlasirkus" sem kemur í kjölfarið að svona nafnalisti er birtur á helstu netmiðlum landsins. Það er hatrammt stríð á milli miðlana, sem ég hef engan áhuga á að taka þátt í!!! Ég hélt að RÚV, ríkissjónvarp allra landsmanna væri stýrt með faglegri starfsháttum en þetta.“ Í svarbréfi RÚV er vitnað í upplýsingalög um RÚV sem gilda um Ríkisútvarpið Ohf. og tekið er fram að ekki fæst betur ráðið en að félaginu hafi verið skylt að lögum að útbúa umræddan lista yfir nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra einstaklinga sem sóttu um auglýst sumarafleysingarstörf á fréttastofu RÚV. Í úrskurði Persónuverndar segir ekki hafi öðrum persónuupplýsingum en nafni, heimilsfangi og starfsheiti verið miðlað og það hafi verið gert eftir að umsóknarfrestur var liðinn. Þar sem RÚV er sjálfstætt hlutafélag í opinberri eigu gilda upplýsingalög um aðgang almennings að gögnum í vörslum þess. Því hafi RÚV verið heimilt að afhenda almenningi persónuupplýsingum um umsókn konunnar.Úrskurður Persónuverndar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Persónuvernd hefur úrskurðað að Ríkisútvarpinu hafi verið heimilt að miðla persónuupplýsingum um konu sem sótti um sumarstarf hjá fyrirtækinu í vor. Konan kvartaði að listi umsækjenda um sumarafleysingarstörf á fréttastofu RÚV hafi verið afhentur og birtur á helstu miðlum landsins. Það hafi ekki verið tekið fram þegar sótt var um starfið að listinn yrði gerður opinber. „Sendur var tölvupóstur mörgum mánuðum seinna að RÚV verði að verða við þessari ósk um að senda nafnalista og ekki einu sinni hringt í fólk né þeim gefnir e.h. úrslitakostir. Það vildi svo heppilega til að viðkomandi sá póstinn og brást strax við og lét vita að viðkomandi væri algjörlega mótfallinn birtingunni og send ósk um að þetta yrði virt. Nærri viku seinna þegar viðkomandi heldur að þetta verði ekki leiðindi fær viðkomandi svar um að ekki hafi hægt að verða við óskinni og að búið sé að senda listann,“ segir í kvörtuninni frá konunni. „Ég fer fram á þetta verði tekið fyrir hjá persónuvernd þar sem að ég er mjög prívat manneskja og starfa mikið með öðrum miðlum og mun þetta því geta eyðilagt önnur verkefni fyrir mér. Ósk mín um að umsóknin væri dregin til baka var ekki virt, né það að ég hef engan áhuga á því að vera partur af einhverjum "fjölmiðlasirkus" sem kemur í kjölfarið að svona nafnalisti er birtur á helstu netmiðlum landsins. Það er hatrammt stríð á milli miðlana, sem ég hef engan áhuga á að taka þátt í!!! Ég hélt að RÚV, ríkissjónvarp allra landsmanna væri stýrt með faglegri starfsháttum en þetta.“ Í svarbréfi RÚV er vitnað í upplýsingalög um RÚV sem gilda um Ríkisútvarpið Ohf. og tekið er fram að ekki fæst betur ráðið en að félaginu hafi verið skylt að lögum að útbúa umræddan lista yfir nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra einstaklinga sem sóttu um auglýst sumarafleysingarstörf á fréttastofu RÚV. Í úrskurði Persónuverndar segir ekki hafi öðrum persónuupplýsingum en nafni, heimilsfangi og starfsheiti verið miðlað og það hafi verið gert eftir að umsóknarfrestur var liðinn. Þar sem RÚV er sjálfstætt hlutafélag í opinberri eigu gilda upplýsingalög um aðgang almennings að gögnum í vörslum þess. Því hafi RÚV verið heimilt að afhenda almenningi persónuupplýsingum um umsókn konunnar.Úrskurður Persónuverndar
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira