Innlent

Rúta með 22 farþega fauk út af þjóðveginum við Selfoss

Bjarki Ármannsson skrifar
Að sögn lögreglu sakaði engan þegar rútan fór út af veginum.
Að sögn lögreglu sakaði engan þegar rútan fór út af veginum. Vísir/Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Skelfileg færð er á þjóðvegum víða um land vegna vonskuveðurs. Farþegarúta með 22 manns innanborðs fór út af veginum nú fyrir stuttu í rokinu rétt fyrir utan Selfoss. Að sögn lögreglu sakaði engan og er verið að koma farþegum rútunnar til aðstoðar.

Þá má sjá með þessari frétt mynd af vörubíl sem keyrði út af veginum á Hellisheiði í dag, en þar hefur Vegagerðin varað við hálkublettum.

Snjókomu og hálku gætir einnig víða á Norðurlandi og Austurlandi. Ökumenn eru hvattir til að kynna sér færð á heimasíðu Vegagerðarinnar, til að mynda með því að skoða vefmyndavélar stofnunarinnar sem staðsettar eru víða um land, áður en ekið er af stað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×