Erlent

Rússneskir tölvuþrjótar komust yfir tölvupóst Bandaríkjaforseta

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Tölvuþrjótarnir gátu lesið þau tölvupóstsamskipti Bandaríkjaforseta sem ekki voru merkt sem trúnaðarmál.
Tölvuþrjótarnir gátu lesið þau tölvupóstsamskipti Bandaríkjaforseta sem ekki voru merkt sem trúnaðarmál. Vísir/AFP
Rússneskir tölvuþrjótar sem brutu sér leið í gegnum máttlausar tölvuvarnir Hvíta Hússins í Washington komust yfir tölvupóst Barack Obama Bandaríkjaforseta.

New York Times greinir frá þessu en heimildarmenn blaðsins fullyrða að innbrotið hafi verið mun alvarlegra en fyrstu fregnir gáfu til kynna. Tölvuþrjótarnir gátu lesið þau tölvupóstsamskipti Bandaríkjaforseta sem ekki voru merkt sem trúnaðarmál. Engu að síður liggur fyrir að rússnesku tölvuþrjótarnir komust yfir viðkvæm gögn, þar á meðal ferðaáætlun forsetans, samskipti hans við sendiherra og diplómata og fleira.

Í frétt New York Times segir að tölvuþrjótarnir séu taldir tengdir rússneskum stjórnvöldum eða jafnvel í vinnu fyrir þau. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×