Erlent

Rússnesk herþota í sænskri lofthelgi

Vísir/AFP
Rússnesk orrustuþota rauf sænska lofthelgi á miðvikudaginn var og telur sænski herinn að það hafi hún gert viljandi. Þotan hafði flogið meðfram pólsku strandlengjunni en breytti svo um kúrs og setti stefnuna á sænsku eyjuna Öland.

Sænskar orrustuþotur voru senda á móti vélinni og skömmu síðar beygði hún af leið og hélt í austur. Sænski flugherinn hefur verið gagnrýndur í málinu fyrir sein viðbrögð því vélin var búin að vera nokkuð lengi í sænskri lofthelgi áður en sænsku þoturnar komu til móts við hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×