Innlent

Russell Crowe mættur til landsins

Crowe á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.
Crowe á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. mynd/Jóhann K Jóhannsson
Nýsjálenski stórleikarinn Russell Crowe lenti á Reykjavíkurflugvelli á tíunda tímanum í kvöld. Létt var yfir leikaranum en hann spjallaði í dágóða stund við flugvallarstarfsmenn áður en hann hélt á brott.

Fjölskylda Crowe var með í för, þá sást einnig til myndarlegs gítars sem leikarinn hefur ekki viljað skilja eftir.

Crowe mun fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Noah en hún verður að hluta til tekin upp hér á landi.

Tökur munu standa yfir í fjórar vikur en tökustaðirnir eru fjölmargir. Fjöldi manns kemur að framleiðslunni, þá eru leikararnir Anthony Hopkins og Emma Watson væntaleg til landsins vegna kvikmyndarinnar.

Einkaþota Crowe er vægast sagt glæsileg.
Eins og nafnið gefur til kynna þá fjallar kvikmyndin um Nóa og örkina hans. Crowe, sem fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Gladiator, mun fara með hlutverk Nóa.

Það er síðan vert að benda á að einkaþota Crowe er af gerðinni Gulfstream V. N55GV. Þessar vélar eru vægast sagt glæsilegar eins og sjá má á myndunum hér til hliðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×