Lífið

Rúmlega 50 þúsund manns hafa séð Everest á Íslandi

Atli ísleifsson skrifar
Everest er nú búin að hala inn 138 milljónum Bandaríkjadala á heimsvísu.
Everest er nú búin að hala inn 138 milljónum Bandaríkjadala á heimsvísu. Vísir/AFP
Rúmlega 50 þúsund manns hafa nú séð Everest, nýjustu mynd Baltasars Kormáks, á Íslandi.

Geir Gunnarsson, markaðsstjóri Myndform, segir að í gær höfðu um 50.700 manns séð Everest í kvikmyndahúsum, en myndin hefur verið þrjár vikur í sýningu.

„Myndin hefur verið sú aðsóknarmesta á Íslandi síðustu þrjár helgar og er spennandi að sjá hvort hún verði áfram efst eftir þessa helgi,“ segir Geir.

Orðin tekjuhæsta mynd Baltasars á heimvísu

Hann segir jafnframt að Everest sé nú orðin tekjuhæsta mynd Baltasars á heimsvísu. „Samkvæmt nýjustu tölum er hún búin að hala inn 138 milljónum Bandaríkjadala þó að enn eigi eftir að fá uppfærðar tölur frá nokkrum löndum.“

Two Guns var áður tekjuhæstamynd Baltasars á heimsvísu en hún halaði inn um 131 milljón Bandaríkjadala.


Tengdar fréttir

Hvernig Baltasar Kormákur er LeBron James Íslands - og öfugt

Að fara og sigra heiminn, koma svo aftur heim og fá fólkið úr hverfinu til að taka þátt í snilldinni. Þetta gætu verið einkunnarorð leikstjórans Baltasars Kormáks og NBA-stjörnunnar LeBron James. Lífið ber sama feril beggja stjarnanna, sem virðast nú í sínu besta formi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×