Viðskipti innlent

Rúmlega 5 þúsund ökumenn fóru daglega um Hvalfjarðargöngin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rekstur Hvalfjarðarganganna gengur mjög vel.
Rekstur Hvalfjarðarganganna gengur mjög vel. vísir/pjetur
Á síðasta ári fóru 2.048 000 ökutæki um Hvalfjarðargöngin sem greiddu veggjald sem er um 5,65% aukning frá sama tímabili árið áður. Þessi fjöldi samsvarar því að um 5.612 ökutæki hafi farið um göngin að meðaltali dag hvern. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá Speli.

Hagnaður Spalar ehf eftir skatta fyrir á síðasta ári nam 461 milljónum króna samanborið við 445 milljóna króna hagnað árið á undan. Hagnaður Spalar ehf eftir skatta á fjórða ársfjórðungi félagsins sem er 1. október 2015 til 31. desember 2015 nam 72 milljónum króna, en á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 56 milljónum. Spölur er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf.

Veggjald ársins nam tæplega 1,2 milljörðum króna til samanburðar við tæplega 1.14 milljörðum króna árið áður sem er 5,3 % hækkun.

Rekstrarkostnaður Spalar ehf án afskrifta fyrir tímabilið 1. janúar 2015 til 31.desember 2015 nam 387 milljónum króna og hækkar um rúma 52 milljónir frá árinu áður þegar hann nam 335 milljónum. Helsta breytingin er vegna aukins viðhaldskostnaðar og kjarasamningsbundinna hækkunar á launum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×