Erlent

Rotta með svínstrýni fannst í Indónesíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hyorhinomys stuempkei.
Hyorhinomys stuempkei. Vísir/AFP
Vísindamenn hafa fundið áður óþekkta tegund rottna í Indónesíu. Rottan sker sig frá öðrum rottum þar sem hún er með svínstrýni. Tegundin hefur verið kölluð „hog-nosed rat“ eða svínstrýnisrotta en latneska nafn tegundarinnar er Hyorhinomys stuempkei.

Tegundin fannst í afskekktum fjöllum á eyjunni Sulawesi í Indónesíu samkvæmt AFP fréttaveitunni. Vísindamenn frá Indónesíu, Ástralíu og Bandaríkjunum fundu rottuna.

Auk trýnisins sem líkist trýni á svínum er rottan með stór eyru, lítinn kjaft og langar hvítar tennur sem ganga fram úr munni hennar.

„Mér finnst ótrúlega að við getum enn gengið inn í skóg og fundið nýja tegund spendýrs sem er svo greinilega ólíkt öðrum og hefur aldrei sést áður,“ segir Kevin Rowe, einn vísindamannanna sem fundu dýrið.

Rottan er kjötæta og talið er að hún éti orma og bjöllur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×