Sport

Rotar Golovkin enn einn í beinni á Stöð 2 Sport? - Bubbi lýsir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gennady Golovkin.
Gennady Golovkin. Vísir/Getty
Íslenskt hnefaleikaáhugafólk fær að sjá Rússann Gennady Golovkin í eldlínunni annað kvöld en þá verður box aftur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Bubbi er að sjálfsögðu klár í slaginn og lýsir bardaganum sem hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Bardaginn er á milli hins 32 ára Gennady Golovkin og hins 34 ára Marco Antonio Rubio frá Mexíkó en þeir keppa í millivigt. Golovkin leggur þarna undir beltið sitt í WBA, IBO en einnig er barist um lausa WBC titilinn.

Golovkin er mest spennandi boxari heimsins í dag enda sannkallaður "rotari". Hann á að baki 30 bardaga og hefur unnið þá alla þar af 27 þeirra með rothöggi.

Enginn millivigtarboxari frá upphafi hefur klárað hærra hlutfall bardaga sinna með því rota andstæðinginn en 90 prósent bardaga Golovkin hafa endað með því að hann slær niður keppinautinn.

Hér fyrir neðan er syrpa með síðustu bardögum hans sem kemur frá HBO.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×