Lífið

Ross hafði ekki haldið framhjá Rachel og DVD-diskar voru „mindblowing“ fyrirbæri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin þegar Ólafur var svarin í embætti árið 1996.
Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin þegar Ólafur var svarin í embætti árið 1996. Vísir/Gunnar Sverrisson
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að upplýsa hvort hann sækist eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands í vor. Forsetinn tók við embætti af Vigdísi Finnbogadóttur árið 1996 og lýkur sínu fimmta kjörtímabili í vor, sem er Íslandsmet. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjáfar.

Twitter-notendur keppast nú við að setja nítján ára veru Ólafs Ragnars í embætti í samhengi og birta hnyttnar og upplýsandi færslur undir merkinu #þegarÓlafurvarðforseti.

Að neðan má sjá nokkur dæmi.

David Beckham og Victoria þekktust ekki, nítján ár voru síðan negri sást í Þistilfirði, Matlock var eitt vinsælasta sjónvarpsefnið, Jón Arnar Magnússon keppti á Ólympíuleikum með skegg í íslensku fánalitunum, Arnþrúður Karlsdóttir sat á þingi, Ross hafði ekki haldið framhjá Rachel í Friends og DVD-diskar voru „mindblowing“ fyrirbæri.

Í flettigluggganum má sjá öll tístin á Twitter undir merkinu #ÞegarÓlafurVarðForseti en stöðugt bætist í.

Ólafur Ragnar sagði í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudagsmorgun að það væri athyglisvert hve eftirsóknarvert embætti fólk teldi forsetaembættið vera.

„Það er kannski eðlilegt að menn átti sig ekki á því hvers konar frelsisvipting, hvers konar ábyrgð felst í því að gegna þessu embætti,“ sagði hann.

Ummælin hafa vakið nokkra athygli en Ólafur Ragnar segist eiga eftir að ræða við eiginkonu sína og dætur áður en hann upplýsir um áramótin hvort hann bjóði sig fram að nýju.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×