Erlent

Ronaldo lögsóttur vegna vörumerkis

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo.
Fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo. Fréttablaðið/AP
Bandarískur maður að nafni Christopher Renzi hefur höfðað mál á hendur portúgölsku fótboltastjörnunni Christiano Ronaldo og danska fataframleiðandanum JBS Textile.

Málið höfðaði hann eftir að JBS hótaði lögsókn fyrir notkun á vörumerkinu CR7 á fatnað og íþróttavörur sem Renzi framleiðir.

JBS framleiðir nærbuxur og sokka með sama merki þar sem vísað er til númers Ronaldo á leikvellinum.

Renzi fékk einkaleyfi á merkinu 2008, en það vísar til nafns hans og afmælisdags.

Ronaldo leikur með spænska úrvalddeildaliðinu Real Madrid og landsliði Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×