Enski boltinn

Ronaldo dreymir um að fara aftur til Man. Utd

Ronaldo með Wayne Rooney eftir leik Real og Man. Utd í sumar.
Ronaldo með Wayne Rooney eftir leik Real og Man. Utd í sumar. vísir/getty
Það er mikið slúðrað um það þessa dagana að Cristiano Ronaldo vilji koma aftur til Man. Utd. Hann er sagður vera óánægður í herbúðum Real Madrid.

Ronaldo fór frá Man. Utd til Real Madrid á rúmar 80 milljónir punda fyrir rúmum fimm árum síðan.

Sérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum, Guillem Balague, segir að Ronaldo sé ósáttur á Spáni og það sé ekki útilokað að hann fari aftur til Manchester.

„Hann er óánægður og hefur sagt frá því. Svo leiðrétti hann sig og sagðist ekki hafa meint það. Þetta var allt frekar skrítið," segir Balague.

„Hann var ekki ánægður þegar Özil fór frá félaginu og hann var heldur ekki kátur þegar Xabo Alonso og Di Maria fóru líka. Hann lítur á það sem vinnu að spila fyrir Real en hann naut sín nánast eins og barn hjá Man. Utd. Hann dreymir um að fara aftur til félagsins og United hefur efni á því að fá hann aftur heim.

„Hvenær gerist það? Það er undir Real Madrid og leikmanninum sjálfum komið. Ég hef nokkuð góða hugmynd um hvenær hann vilji fara. Það verður ekki í þessum mánuði eða næsta en hann vill fara aftur til Manchester United og það eru allar forsendur fyrir því að hann fari þangað aftur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×