Römm er sú taug Sigsteinn P. Grétarsson skrifar 22. mars 2013 06:00 Ísland er nú í 26. sæti af 59 löndum sem könnun IMD-viðskiptaháskólans í Sviss gerir árlega. Ísland hefur alla burði til þess að gera enn betur. Til þess þarf m.a. að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum og peningastjórn til framtíðar. Þá þarf gott aðgengi að hæfu vinnuafli og öfluga erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu.Samkeppnisskilyrði Ísland á nú í samningaviðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu. Takist að ná hagstæðum samningum sem tryggja heildarhagsmuni er stigið stórt skref í þá átt að gera mögulegt að taka upp evru, minnka óstöðugleika og koma vaxtastigi nær því sem samkeppnisaðilar búa við. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsskilyrði og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja – svo ekki sé talað um hag heimilanna. Alþjóðleg fyrirtæki með íslenskar rætur, á borð við Marel, byggja tilvist sína, vöxt og þróun á því að geta staðist harða samkeppni á mörkuðum utan Íslands. Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja landsins og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum. Þar starfa rúmlega 4.000 manns um allan heim, þar af um 480 á Íslandi eða um 12%. Stór hluti þeirra sem staðsettir eru á Íslandi þarf að vera mikið í útlöndum til að sinna verkefnum þar. Vörur og þjónusta sem seld er á Íslandi er aðeins um 1%. Hluthafar eru um 2.100 og um 18% félagsins eru í eigu útlendinga. Fyrirtæki á borð við Marel þurfa sífellt að vera á tánum til þess að geta skapað eigendum sínum eðlilegan arð, starfsmönnum sínum atvinnuöryggi og viðskiptavinum sínum gæðavöru.Svæðaskipt samvinna Annar mikilvægur þáttur sem ekki er unnt að horfa fram hjá er sá að alþjóðleg þróun bendir til þess að svæðaskipt samvinna færist í aukana og þjóðir sem eiga landfræðilega og viðskiptalega samleið þjappa sér saman um hagsmuni sína. Þetta gildir um þann heimshluta sem við tilheyrum. Evrópusamstarfið er skýrt dæmi um þetta og einnig viðskiptasamstarfið í Norður-Ameríku milli Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó. Nýjasti og ef til vill mikilvægasti áfanginn í þessari þróun er nú í bígerð, en Bandaríkin og Evrópusambandið eru að hefja viðræður um víðtæka fríverslun og viðskipti sín í milli. Að minni hyggju má ekki loka augunum fyrir þessari þróun og ætla að Ísland geti eitt og sér komið ár sinni betur fyrir borð en þau ríki sem velja leið aukinnar samvinnu sín á milli innan ramma samstarfs eins og á sér stað innan ESB.Slítum ekki „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“ segir í ævafornu kvæði. Við skulum þó hafa í huga að engin taug er svo sterk að hún geti ekki slitnað við of mikla áraun. Það á einnig við um þá taug sem togar í fólk og fyrirtæki til að halda tryggð við Ísland, ekki síst ef miklu betri aðstæður bjóðast í öðrum löndum. Ég hvet alla landsmenn og ekki síst stjórnmálamennina okkar að íhuga þessa stöðu vandlega og hvort ekki sé skynsamlegt að reyna til þrautar að ná samningum um aðild að ESB í þessari lotu. Hin leiðin, að hætta viðræðum án niðurstöðu, er óráð og hrein uppgjöf í einu mikilvægasta hagsmunamáli okkar. Það yrði óviss ferð sem gæti endað illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Ísland er nú í 26. sæti af 59 löndum sem könnun IMD-viðskiptaháskólans í Sviss gerir árlega. Ísland hefur alla burði til þess að gera enn betur. Til þess þarf m.a. að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum og peningastjórn til framtíðar. Þá þarf gott aðgengi að hæfu vinnuafli og öfluga erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu.Samkeppnisskilyrði Ísland á nú í samningaviðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu. Takist að ná hagstæðum samningum sem tryggja heildarhagsmuni er stigið stórt skref í þá átt að gera mögulegt að taka upp evru, minnka óstöðugleika og koma vaxtastigi nær því sem samkeppnisaðilar búa við. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsskilyrði og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja – svo ekki sé talað um hag heimilanna. Alþjóðleg fyrirtæki með íslenskar rætur, á borð við Marel, byggja tilvist sína, vöxt og þróun á því að geta staðist harða samkeppni á mörkuðum utan Íslands. Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja landsins og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum. Þar starfa rúmlega 4.000 manns um allan heim, þar af um 480 á Íslandi eða um 12%. Stór hluti þeirra sem staðsettir eru á Íslandi þarf að vera mikið í útlöndum til að sinna verkefnum þar. Vörur og þjónusta sem seld er á Íslandi er aðeins um 1%. Hluthafar eru um 2.100 og um 18% félagsins eru í eigu útlendinga. Fyrirtæki á borð við Marel þurfa sífellt að vera á tánum til þess að geta skapað eigendum sínum eðlilegan arð, starfsmönnum sínum atvinnuöryggi og viðskiptavinum sínum gæðavöru.Svæðaskipt samvinna Annar mikilvægur þáttur sem ekki er unnt að horfa fram hjá er sá að alþjóðleg þróun bendir til þess að svæðaskipt samvinna færist í aukana og þjóðir sem eiga landfræðilega og viðskiptalega samleið þjappa sér saman um hagsmuni sína. Þetta gildir um þann heimshluta sem við tilheyrum. Evrópusamstarfið er skýrt dæmi um þetta og einnig viðskiptasamstarfið í Norður-Ameríku milli Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó. Nýjasti og ef til vill mikilvægasti áfanginn í þessari þróun er nú í bígerð, en Bandaríkin og Evrópusambandið eru að hefja viðræður um víðtæka fríverslun og viðskipti sín í milli. Að minni hyggju má ekki loka augunum fyrir þessari þróun og ætla að Ísland geti eitt og sér komið ár sinni betur fyrir borð en þau ríki sem velja leið aukinnar samvinnu sín á milli innan ramma samstarfs eins og á sér stað innan ESB.Slítum ekki „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“ segir í ævafornu kvæði. Við skulum þó hafa í huga að engin taug er svo sterk að hún geti ekki slitnað við of mikla áraun. Það á einnig við um þá taug sem togar í fólk og fyrirtæki til að halda tryggð við Ísland, ekki síst ef miklu betri aðstæður bjóðast í öðrum löndum. Ég hvet alla landsmenn og ekki síst stjórnmálamennina okkar að íhuga þessa stöðu vandlega og hvort ekki sé skynsamlegt að reyna til þrautar að ná samningum um aðild að ESB í þessari lotu. Hin leiðin, að hætta viðræðum án niðurstöðu, er óráð og hrein uppgjöf í einu mikilvægasta hagsmunamáli okkar. Það yrði óviss ferð sem gæti endað illa.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun