Enski boltinn

Rodgers segist fara ef eigendurnir vilja það

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers gæti verið á leiðinni burt frá Liverpool.
Rodgers gæti verið á leiðinni burt frá Liverpool. vísir/getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segist fara frá félaginu vilji eigendurnir losna við hann. Liverpool tapaði 6-1 fyrir Stoke á útivelli í dag og eru stuðningsmen liðsins bálreiðir.

Gengi Liverpool hefur ekki verið gott að undanförnu. Liðið datt út úr undanúrslitum FA-bikarsins eftir tap gegn Aston Villa og niðurstaðan er sjötta sætið í deildinni, en rauði herinn lenti í öðru sæti í fyrra.

„Ég hef alltaf sagt það að ef eigendur vilja að ég fari þá mun ég fara, en mér finnst ég eiga fullt eftir hérna," sagði Rodgers hundfúll í leikslok.

„Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir og leikmennirnir hefðu mátt gefa aðeins meira af sér."

„Það eru fullt af hlutum á þessu ári sem gerðu þetta erfitt og frammistöður eins og í dag hjálpa mér ekki. Ég veit það fullvel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×