Enski boltinn

Rodgers búinn að finna draumaaðstoðarþjálfarann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
O'Driscoll hefur gert góða hluti með U-19 ára landslið Englands.
O'Driscoll hefur gert góða hluti með U-19 ára landslið Englands. vísir/getty
Sean O'Driscoll, þjálfari enska U-19 ára landsliðsins, þykir líklegastur til að taka við starfi aðstoðarmanns Brendans Rodgers hjá Liverpool.

Talsverðar breytingar voru gerðar þjálfaraliði Liverpool fyrr í þessum mánuði en bæði aðstoðarþjálfarinn, Colin Pascoe, og aðalliðsþjálfarinn, Mike Marsh, voru látnir fara.

Rodgers ku hafa mikið álit á hinum 57 ára gamla O'Driscoll og vill fá hann til starfa hjá Liverpool.

O'Driscoll stýrði Bournemouth og Doncaster Rovers lengi vel. Hann stoppaði einnig stutt við hjá Crawley Town, Nottingham Forest og Bristol City áður en hann tók við U-19 ára landsliði Englands í fyrra.

O'Driscoll lék þrjá landsleiki fyrir Írland á árunum 1982-83.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×