Röddin okkar Listamenn skrifa skrifar 29. nóvember 2013 06:00 Þjóðin á sér rödd. Sú rödd er ekki ómþýð. Eina stundina minnir hún á stamandi unglingspilt í mútum, þá næstu á langþreytta kerlingu með reykingahósta. Stundum minnir hún á hikstandi smástelpu, augnabliki síðar á örvæntingarfullan tenór. Hljómur hennar er margradda. Þannig verður það að vera, öðruvísi getur þjóðin ekki átt sér rödd. Forsenda þess að röddin fái að hljóma í öllum sínum blæbrigðum, þessum kraftmikla lífsþorsta, er að hér á landi sé rekið öflugt ríkisútvarp með reynsluríku dagskrárgerðarfólki. Aðeins þannig er hægt að tryggja að röddin sé sönn. Nú á að lækka rostann í þessari hljómmiklu rödd. Blóðtakan hjá RÚV er svo yfirgengileg að það er engu líkara en það eigi að gelda allan kórinn, þessa þrætugjörnu en þó líflegu þjóð. Það er verið að þvinga röddina þannig að hún verði hjómið eitt. Við þessar aðstæður verður að teljast ólíklegt að RÚV geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu sem skyldi. Það er svo hátt reitt til höggs að afleiðingarnar verða tæpast afturkræfar. Það er ekki að ástæðulausu að rúm 50% þjóðarinnar treysta RÚV (samanborið við 16% traust á Alþingi eða 14% traust á öðrum fjölmiðlum samkvæmt könnun MMR í október). Landsmenn treysta RÚV af því að þar vinna starfsmenn af heilindum og ástríðu. Það sækir enginn um að vinna við dagskrárgerð eða á fréttastofu til að verða ríkur eða til að þjóna hagsmunum fárra. Nú eru slegnar sprungur í Spegilinn á Rás 1 og Kastljós sjónvarps þarf að lýsa landsmönnum veginn með sífellt færri perum. Kona ein veitti lesendum Smartlands Mörtu Maríu eitt sinn það fegrunarráð að slökkva ljósið. Það er engu líkara en ríkisstjórn Íslands hafi tekið þetta til sín. Það lítur út fyrir að Tónlistardeild Rásar 1 verði vart starfandi eftir þessa uppsagnahrinu, okkur telst til að nú starfi 2,4 starfsmenn á deildinni. Svo virðist einnig sem barnaefni í útvarpi hafi verið slegið af þar sem báðir dagskrárgerðarmenn Leynifélagsins eru í hópi þeirra sem var sagt upp – og þannig mætti lengi upp telja. Dagskrárgerðarfólk RÚV á stóran þátt í sköpun menningar dagsins í dag, en auk þess varðveitir RÚV menningararf síðustu 70 ára og heldur honum lifandi. Útvarpsperla er réttnefni fyrir þá dagskrárliði. Vegna RÚV hafa landsmenn í senn getað litið um öxl og horft fram á veginn; en nú á að sjá til þess að okkar tími verði eyða í safni útvarpsins. Þetta er svartur dagur. Er hann virkilega kominn? Við neitum að trúa að þetta sé óhjákvæmileg forgangsröðun á fjárlögum. Við neitum líka að trúa að stjórn Ríkisútvarpsins hafi ekki getað forgangsraðað hlutunum á annan hátt en raun ber vitni. Hvað er mikilvægara en að fjárfesta í dagskrárgerðarfólki með ómetanlega reynslu? Er einhver skynsamleg skýring á þessu? Nei, segjum við. Nei. Kannski er munurinn á þjóðmenningu og menningu sá að í þjóðmenningunni felst það eitt að vera með íslenskt vegabréf á meðan menningin er það sem fólk gerir vel. Það er verið að segja okkur að við höfum ekki efni á því lengur.Víkingur Heiðar ÓlafssonAuður JónsdóttirJón Kalman StefánssonKristín ÓmarsdóttirAndri Snær MagnasonGuðrún Eva MínervudóttirIngi Björn GuðnasonEiríkur Örn NorðdahlVigdís GrímsdóttirLísa KristjánsdóttirÞórunn Erlu ValdimarsdóttirSigurbjörg ÞrastardóttirRannveig (Gagga) JónsdóttirBirna Anna BjörnsdóttirEiríkur GuðmundssonÞórarinn LeifssonRagna SigurðardóttirKristín Eiríksdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin á sér rödd. Sú rödd er ekki ómþýð. Eina stundina minnir hún á stamandi unglingspilt í mútum, þá næstu á langþreytta kerlingu með reykingahósta. Stundum minnir hún á hikstandi smástelpu, augnabliki síðar á örvæntingarfullan tenór. Hljómur hennar er margradda. Þannig verður það að vera, öðruvísi getur þjóðin ekki átt sér rödd. Forsenda þess að röddin fái að hljóma í öllum sínum blæbrigðum, þessum kraftmikla lífsþorsta, er að hér á landi sé rekið öflugt ríkisútvarp með reynsluríku dagskrárgerðarfólki. Aðeins þannig er hægt að tryggja að röddin sé sönn. Nú á að lækka rostann í þessari hljómmiklu rödd. Blóðtakan hjá RÚV er svo yfirgengileg að það er engu líkara en það eigi að gelda allan kórinn, þessa þrætugjörnu en þó líflegu þjóð. Það er verið að þvinga röddina þannig að hún verði hjómið eitt. Við þessar aðstæður verður að teljast ólíklegt að RÚV geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu sem skyldi. Það er svo hátt reitt til höggs að afleiðingarnar verða tæpast afturkræfar. Það er ekki að ástæðulausu að rúm 50% þjóðarinnar treysta RÚV (samanborið við 16% traust á Alþingi eða 14% traust á öðrum fjölmiðlum samkvæmt könnun MMR í október). Landsmenn treysta RÚV af því að þar vinna starfsmenn af heilindum og ástríðu. Það sækir enginn um að vinna við dagskrárgerð eða á fréttastofu til að verða ríkur eða til að þjóna hagsmunum fárra. Nú eru slegnar sprungur í Spegilinn á Rás 1 og Kastljós sjónvarps þarf að lýsa landsmönnum veginn með sífellt færri perum. Kona ein veitti lesendum Smartlands Mörtu Maríu eitt sinn það fegrunarráð að slökkva ljósið. Það er engu líkara en ríkisstjórn Íslands hafi tekið þetta til sín. Það lítur út fyrir að Tónlistardeild Rásar 1 verði vart starfandi eftir þessa uppsagnahrinu, okkur telst til að nú starfi 2,4 starfsmenn á deildinni. Svo virðist einnig sem barnaefni í útvarpi hafi verið slegið af þar sem báðir dagskrárgerðarmenn Leynifélagsins eru í hópi þeirra sem var sagt upp – og þannig mætti lengi upp telja. Dagskrárgerðarfólk RÚV á stóran þátt í sköpun menningar dagsins í dag, en auk þess varðveitir RÚV menningararf síðustu 70 ára og heldur honum lifandi. Útvarpsperla er réttnefni fyrir þá dagskrárliði. Vegna RÚV hafa landsmenn í senn getað litið um öxl og horft fram á veginn; en nú á að sjá til þess að okkar tími verði eyða í safni útvarpsins. Þetta er svartur dagur. Er hann virkilega kominn? Við neitum að trúa að þetta sé óhjákvæmileg forgangsröðun á fjárlögum. Við neitum líka að trúa að stjórn Ríkisútvarpsins hafi ekki getað forgangsraðað hlutunum á annan hátt en raun ber vitni. Hvað er mikilvægara en að fjárfesta í dagskrárgerðarfólki með ómetanlega reynslu? Er einhver skynsamleg skýring á þessu? Nei, segjum við. Nei. Kannski er munurinn á þjóðmenningu og menningu sá að í þjóðmenningunni felst það eitt að vera með íslenskt vegabréf á meðan menningin er það sem fólk gerir vel. Það er verið að segja okkur að við höfum ekki efni á því lengur.Víkingur Heiðar ÓlafssonAuður JónsdóttirJón Kalman StefánssonKristín ÓmarsdóttirAndri Snær MagnasonGuðrún Eva MínervudóttirIngi Björn GuðnasonEiríkur Örn NorðdahlVigdís GrímsdóttirLísa KristjánsdóttirÞórunn Erlu ValdimarsdóttirSigurbjörg ÞrastardóttirRannveig (Gagga) JónsdóttirBirna Anna BjörnsdóttirEiríkur GuðmundssonÞórarinn LeifssonRagna SigurðardóttirKristín Eiríksdóttir
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun